Krötum létt
24.4.2014 | 12:14
Það er synd að Guðni skuli ekki ætla að fara í framboð í Reykjavík. Kosningabaráttan mun verða daprari fyrir bragðið. En kratar kætast.
Víst er að Guðni hefði haft gaman af því að taka slag við kratana og hætt við að sá slagur hefði verið spennandi, hverjar sem niðurstöður kosninga hefðu verið. Hann er hins vegar ekki tilbúinn að slást við eigin félaga, innanflokks, enda rétt að láta vinstrimenn um slíkar væringar.
Sú staðreynd að sú manneskja sem taldi sig erfingja Óskars, tók illa upp að gengið skyldi framhjá henni, gerði Guðna ófært að taka slaginn. Áður en lengra er haldið skal tekið skýrt fram að ég þekki þessa manneskju ekki neitt, hafði ekki heyrt á hana minnst fyrr en hún tók að skrifa greinar gegn hugsanlegu framboði Guðna. Og það er einmitt málið, þessi kona er frekar lítið þekkt í stjórnmálum. Ég efast ekki um að þarna fari hin ágætasta kona og vissulega kann hún að bera fyrir sig penna. Það er hins vegar undarlegt að hennar fyrstu alvöru skrif í fjölmiðla skyldu vera til að verja eigin stöðu í framboði. Það er liðinn nokkur tími síðan Óskar dró sig til baka og axlaði þannig ábyrgð á slöku gengi flokksins í Reykjavík. Hvers vegna tók þá þessi kona, sem telur sig hanns arftaka, ekki þá þegar upp penna og hóf skrif til hjálpar flokknum. Af nógu er að taka. Ef þessi kona er svo umhugað að komast í borgarstjórn, verður hún að láta til sín heyrast um málefni borgarinnar. Það kemmst enginn áfram í pólitík á þögninni!
Ekki ætla ég að dæma hvort Guðna hefði tekist að ná manni í borgarstjórn, en víst er að hann hefði ekki látið þögnina ráða þeirri ferð. Hann hefði velt við hverri þúfu og hverjum stein, til að sýna borgarbúum störf núverandi borgarstjórnar. Því miður virðist enginn frambjóðandi hafa kjark til þess verks. Og ekkert óttast kratar meir en einmitt sannleikann. Þeir óttast ekkert meir en að á sviði stígi maður sem kann að berjast og hefur kjark til þess, maður sem er alinn upp við að vinna fyrir hlutunum.
Því er mikill léttir fyrir krata, í báðum krataflokkunum, að Guðni skuli hafa hætt við framboð. Nú telja þeir sig vissa um að enginn hafi kjark til að kafa með hendina niður í sorapittinn og það sem þar er geymt verði látið vera fram yfir kosningar.
![]() |
Guðni gefur ekki kost á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íhaldsfólk ánægt.
Það er nú dálítil synd að Guðni skyldi hætta við framboð sitt. Kosningabaráttan hefði orðið áhugaverðari fyrir vikið. En "leiðtogar" íhaldsins og dindlar sem hreyfast í takti við þá eru ánægðir.
Guðni hefði áreiðanlega haft gaman af að takast á við íhaldið á þeirra eigin heimavelli. En hann vissi sem er að sá leikur myndi engu fylgi skila heldur þvert á móti reita það enn frekar af Ríkisstjórnarflokkunum.
Guðni veit líka að þótt honum tækist að ná sæti í Borgarstjórn þá myndi hann ná því sæti á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Og auðvitað styggir maður ekki vini sína á Móðurskipinu. Það væri bæði illa gert og hættulegt því eins og það er ljóst að ekkert skip getur verið án ankeris þá er líka ljóst að ankeri gerir ekkert eitt og sér. Það liggur bara á botninum. Í þá stöðu vill Guðni ekki koma Framsóknarflokknum.
Ekki ætla ég að reyna að giska á hvernig slagurinn hefði farið. En íhaldsfólkið í Sjálfstæðisflokknum er ánægt því ekki vill það missa fylgið hraðar en það hefur hrunið af þeim undanfarnar vikur. Það er nefnilega svo að ekkert óttast íhaldsmenn meira en fylgishrun. Vandinn hins vegar við ÞETTA fylgishrun er að það er þeim sjálfum að kenna. Þeir gerðu þetta alveg einir og óstuddir og upp á eigin spýtur, með beinum lygum og berum svikum. En við það vilja þeir ekkert kannast. Nú koma þeir saman í hinum ýmsu skúmaskotum og leggja á ráðin. Hvað skal gera? Þeir átta sig ekki á að til að geta tekist á við vandann þarf maður fyrst að viðurkenna hann og horfast í augu við hann.
Sjálfsagt er því fátt um svör á fundum þeirra. En þótt þeir séu ráðalausir vita þeir samt að svarið við fylgishruninu er ekki Guðni Ágústsson. Þess vegna kætast þeir núna þegar hann er á brott. En sú gleði á sennilega ekki eftir að vara lengi.
Nafnlausi gesturinn Baldur (IP-tala skráð) 24.4.2014 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.