Ný tækni ?

Það er varla hægt að tala um þessa tækni sem einhverja nýja, hjá Nissan. Þetta er þekkt tækni sem hefur verið á markaði um nokkurra ára skeið.

Fyrir nokkrum árum var hægt að fá Ford bíla með bakmyndavél sem þeir staðsettu bakvið hliðarspegil bílsins. Með einum takka var skipt á milli spegils og myndavélar. Ford hefur nú endurbætt þessa hönnun með því að tengja myndavélina í stærri skjá í mælaborði bílsins. Hægt er að stilla myndavélina þannig að hún komi sjálfkrafa upp þegar sett er í afturábak, eða einfaldlega láta mynd sjást á skjánum alltaf.

Þá hafa margir aftermarket aðilar framleitt og selt baksýnisspegla þar sem myndavél liggur að baki speglinum. Þar er hægt að velja um að láta myndina birtast á hluta spegilsins eða yfir hann allann. Þá framleiða sumir spegla þar sem hægt er að tengja fleiri en eina vél í spegilinn. Er þá gjarnan settar myndavélar á hliðarspeglana og því hægt að hafa á baksýnisspeglinum allt sjónarhornið fyrir aftan bílinn og fram með hliðum hanns og sjá allt það sjónsvið í baksýnisspeglinum samtímis.

Það er því fjarri því að þarna sé einhver ný tækni að skjóta rótum. Það er ekki einu sinni hægt að tala um að verið sé að færa þessa tækni í fjöldaframleiðslu bíla í fyrsta sinn. 

En hugmyndin er góð og vonandi að sem flestir framleiðendur taki þessa tækni í sína notkun. En hugsanlega myndi hún nýtast betur með því að hafa stærri skjá í mælaborðinu, frekar en að nota lítinn baksýnisspegil.

 


mbl.is Spegill og myndavél vinna saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband