Spuni ruv heldur áfram og formaður VG grípur spunann á lofti

Í fréttum ruv í gærkvöldi var viðtal við forsætisráðherra um skýrslu loftlagsnefndar Sameinuðuþjóðanna. Í þessu viðtali lýsti ráðherra miklum áhyggjum af skýrslunni og að hún staðfesti margt af því sem þeir sem taldir hafa verið svartsýnastir á þessu sviði, hafa haldið fram. Skýrslan vekti vissulega ugg. Hins vegar væri ljóst að fyrir þjóðir á norðlægum slóðum fælust tækifæri í þessari þróun og væri Ísland eitt þeirra ríkja.

Í úrdrætti á þessari frétt á ruv.is er hins vegar lítt minnst á áhyggjur ráðherrans á áhrif þessarar þróunnar á heimsbyggðina, en ummæli hanns um þau tækifæri sem þróunin hefur fyrir Ísland eru vandlega tíunduð. Þarna fer fréttastofa í sjálfu sér ekki fram með nein ósannindi, en með því að sleppa hálfu viðtalinu er hægt að lesa úr fréttinni, á ruv.is, að ráðherra líti sem svo að í hlýnun loftlags felist einungis tækifæri. Það er þó langt frá því sem fram kom í sjálfu viðtalinu.

Og formaður VG virðist ekki hafa heyrt sjálfa fréttina, einungis lesið úrdráttinn á ruv.is. Hann skammast yfir því að það sé óábyrg nálgun að horfa einungis til Íslands í þessu alvarlega máli. Hefði hann heyrt sjálft viðtalið þá ætti hann að vita að það er fjarri lagi að ráðherra geri slíkt. Hins vegar bennti ráðherra á, eins og fram kemur í þessari skýrslu, að þetta kæmi sér vel fyrir þjóðir á norðlægum slóðum og þær beinlínis hvattar til að auka sína matvælaframleiðslu, enda þarf að fæða fólk jarðar. Ísland getur orðið sterkt á því sviði, verði haldið rétt á málum og samkvæmt orðum ráðherrans er kortlagning þess þegar hafin.

Öll umræða um hlýnun loftlags verður auðvitað að vera á hnattrænum grunni, hvort heldur er orsök hlýnunarinnar eða þær lausnir sem hún kallar á. Þetta á formaður VG erfitt með að skilja og hellst að sjá að sjóndeildarhringur hanns sé frekar þröngur og bundinn við landsteinana umhverfis Ísland.

Varðandi sjálfan mengunarvaldinn, þá er ljóst að stór hluti hans er til kominn vegna iðnvæðingar. Sú iðnvæðing hefur kallað á fyrirtæki sem þurfa mikla orku og flest þeirra fá þá orku frá verum sem nota mengunarvaldandi eldsneyti. Hér á landi er hægt að framleiða orku með "hreinum" hætti, þ.e. vatnsvirkjun og jarðhitavirkjun. Auðvitað eru takmörk á hversu mikið við getum virkjað, en þó má segja að hvart það stóriðjuver sem byggt er hér á landi sé mikilsvert framlag af okkar hálfu til minnkunnar á heimsmenguninni.

Samkvæmt skýrslu loftlagsnefndarinnar er ljóst að skaðinn er skeður, einungis spurning um hvort samstaða næst um að lágmarka hann.  Það er ljóst að matvælaframleiðsla á eftir að dragast verulega saman á stórum hluta jarðarinnar og því enn ríkari ástæða til að þau lönd sem hafa getu til að auka sína framleiðslu geri sig klár til þess. Þar höfum við Íslendingar ríkar skyldur.

Það eru því undarleg ummæli formanns VG, jafnvel þó hann hafi einungis lesið spunafrétt ruv.is af viðtalinu við ráðherrann. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband