Silfurpeningarnir og ráðherrastóllinn

Það er vissulega kominn tími til fyrir Steingrím að biðjast afsökunnar. Ekki þó á verkum annara, heldur eigin verkum.

Steingrímur er upptekkinn af verkum annara, þegar hann ætti að vera að skoða eiginn rann. Svikin sem hann sjálfur olli sínum kjósendum, daginn eftir kosningar vorið 2009 og alla daga síðan til loka þess kjörtímabils, verða aldrei slegin. Það mun engum stjórnmálamanni slá honum við á því sviði. Að loknu því kjörtímabili var ljóst að honum tókst að svíkja hvert einasta kosningaloforð sem hann gaf kjósendum, vorið 2009. Þar að auki settist hann á bekk með auðvaldinu og mataði það ríkulega úr sjóðum almennings. Fyrir það var honum vissulega hafnað í kosningunum 2013.

Enginn hlustar lengur á þennan mann og því mikill miskilningur hjá honum að hann hefði hugsanlega tapað meira, þó hann hefði tekið enn harðari afstöðu gegn kjósendum þessa lands, í undanfara síðustu kosninga.

Maður sem kemst á þing vegna loforða um að standa vörð þeirra sem minna mega sín gegn fjármagnsöflunum, en ákveður síðan að hundsa sína kjósendur og gera vel við þá sem hann ætlaði að verja kjósendur fyrir, er vart með öllum mjalla. Maður sem gefur ákveðin kosningaloforð um að standa vörð um fullveldi landsins, loforð sem var svo skýrt og skorinort að útilokað er að mistúlka það á nokkurn hátt, en svíkur síðan það loforð daginn eftir kosningar, á auðvitað ekkert erindi inn á löggjafasamkomu landsmanna. Svikari er jafnvel of vægt orð yfir þannig menn.

Og heimsmetin eru vissulega til, líka í sviknum kosningaloforðum. Handhafi þess heimsmets er enginn annar en Steingrímur Jóhann Sigfússon, 4. þingmaður Norð-austur kjördæmis. Þetta heimsmet er svo vel sett að vart er hægt að hugsa sér að það verði nokkurn tímann slegið.

Kvöldið áður en Jesú var tekinn höndum og nelgdur á kross, afneitaði Júdas honum þrisvar sinnum. Hann fékk að launum 30 silfurpeninga.

Kvöldið fyrir kosningar, vorið 2009, afneitaði Steingrímur ESB þrisvar sinnum frammi fyrir alþjóð. Hann sveik þá afneitun og fékk að launum ráðherrastól.

Lengra nær ekki samlíking Júdasar og Steingríms, þar sem fyrrnefndi iðraðist svika sinna, en hinn síðarnefndi er stoltur af sínum. 


mbl.is Steingrímur baðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki týpístkt að sjá flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu eigin?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 10:17

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi maður er einfaldlega ótrúlega siðlaus, von að ekki tókst betur til þegar hann var allsherjarráðherra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2014 kl. 11:01

3 identicon

Komið þið sæl - Gunnar og aðrir gestir þínir !

Verra er - að EKKI eru slúbbertarnir Sigmundur Davíð og Bjarni neinir betrungar / Steingríms og Jóhönnu.

Því fyrr - sem Ísland kemst undir Kanadísk og Rússnesk yfir ráð / því betra gott fólk.

Nóg er samt - að þetta land er ÓBYGGILEGT hálft árið af veðurfars ástæðum / einum og sér !!!

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 12:14

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er misjafnt hvernig flísin og bjálkinn vefst fyrir fólki, Kristján. Sumir höndla betur en aðrir að sjá muninn þar á.

Siðferðið hefur ekki verið að vefjast mikið fyrir SJS, Ásthildur. Hnefinn og kjafturinn virka vel hjá honum, þó kjarkinn og verkvitið vanti.

Sæll frændi. Alltaf gaman að lesa þínar athugasemdir. Vissulega er veðurfarið ekki alltaf uppá það besta hjá okkur, en það stendur væntanlega til bóta. A.m.k. má skilja það af orðum forsætisráðherra. Með bestu kveðjum af Skipaskaga. 

Gunnar Heiðarsson, 3.4.2014 kl. 12:56

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm það væri samt ekki nóg ef frekjuna vantaði, hún er drifkraftur bæði fyrir kjaft og hnefa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2014 kl. 13:29

6 identicon

Gunnar, skv. Barböru Thiering iðraðist Júdas alls ekki og það er misskilningur að hann hafi fengið samvizkubit og hengt sig. Hins vegar var honum í lokin fleygt fram af kletti í dauðann fyrir svikin. Svo að þú getur sallarólegur haldið áfram að líkja Steingrími við Júdas.

Pétur D. (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 14:26

7 identicon

Steingrímur Júdas Sigfússon. Hljómar um það bil rétt.

Pétur D. (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband