Össur og nefið hans

Hið pólitíska nef Össurar, sem hann sjálfur hefur lýst sem því besta á Íslandi, virðist vera eitthvað stíflað þessa dagana. Sennilega er hann með einhverja kvefpest og ekki ólíklegt að það hafi hrjáð hann nú í a.m.k. fimm ár.

Það mat hans að ríkisstjórnin hafi dregið lappirnar við afgreiðslu tillögu utanríkisráðherra um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að ESB, er auðvitað öfugmæli, eins og alþjóð veit. Það stóð ekki á ríkisstjórninni að afgreiða það mál. Það var stjórnarandstaðan sem tók tillöguna í gíslingu í þinginu og tafði það m.a. með því að ræða fundartjórn Alþngis í heila viku. Á meðan var blásið í herlúðra og safnað fólki á Austurvöll, samhliða því að efnt var til undirskriftasöfnunar á fölskum forsendum. 

Það voru nefnilega ekki til rök fyrir því að draga ekki umsóknina til baka og því gripið til annara meðala, eins og mótmæla og undirskriftasöfnunar. Þó sjá þeir sem fylgst hafa með þeim mótmælum að þau eiga ekkert skilt við efnið, heldur tiltekin málefni sem koma því ekkert við. Það sama má segja um undirskriftasöfnunina. Margur lét þar plata sig og þegar þeir vildu rétta af þá skekku sína, var það ekki hægt. Undirskriftin var endanleg.

Það er hins vegar gleðilegt að Össur vilji nú loks afgreiða þetta mál. Samkvæmt viðtali við Eyjuna stendur hann í þeirri meiningu að Sjálfstæðisflokkur óttist þá afgreiðslu. Það gæti hins vegar komið Össur á óvart að slík afgreiðsla, á þann hátt sem lagt var upp með, gæti sennilega gefið Sjálfstæðisflokknum aftur það fylgi sem hann hefur misst.

Það er nefnilega svo að flokkurinn hefur að mestu tapað þeim 10% félagsmanna sem aðhyllast ESB aðild. Hin 90% sem á móti aðild eru bíða hins vegar. Þeir óttast að þingmenn flokksins láti minnihlutann kúga sig. Ef málið verður afgreitt út af borðinu og aðildarumsóknin dregin til baka, má búast við að flestir þeirra skili sér til flokksins aftur. Ekki er víst að margir þeirra séu tilbúnir að færa flokknum sitt atkvæði meðan málið er í biðstöðu. Þetta er kannski skýrast þegar skoðaðar eru skoðanakannir. Í þeim sveitarfélögun þar sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa hreina afstöðu gegn ESB aðild, gengur flokknum vel, en þar sem frambjóðendur flokksins eru tvístiga, eða jafnvel aðildarsinnar, eins og í Reykjavík, á flokkurinn verulega undir högg að sækja.

Það er því bráðnauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að afgreiða þetta mál sem fyrst og það á þann veg sem flokkurinn hefur samþykkt. Þannig næst til 90% kjósenda flokksins. Verði málið dregið fram yfir kosningar, er ljóst að fylgi hans mun hrynja. Það er því vart gleðilegri fréttir fyrir félaga í flokknum að heyra að einn helsti aðildarsinnin á Íslandi vilji nú hraða afgeiðslu þessa máls og draga umsóknina til baka.

 

 

 


mbl.is Ýta málinu fram yfir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú ert með þetta Gunnar. Hver fer að binda sig við flokk sem er tvístígandi í þessu máli málanna,að draga umboðslausu umsóknina til baka. Þannig tapar Sjst.flk.í Reykjavík,vegna aðildar sinnans Halldórs. Hann hefði aldrei átt að vera í 1.sæti.

Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2014 kl. 17:49

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Flott fréttaskýring hjá þér Gunnar. En aldrei hef ég séð svona raunhæfa fréttaskýringu á þessu ESB máli og Sjálfsstæðisflokknum hjá RÚV eða öðrum ESB sinnuðum fréttamiðlum eða jafnvel hálærðum stjórnmálaskýrendum þeirra.

Þar eru Svart hvítar ESB fréttaskýringar á fylgi og tapi flokkanna úr síðustu alþingiskosningum helst þessar.

Framsóknarflokkur= Afgerandi kosningasigur algerlega út á yfirprengd loforð um skuldaniðurfellingar heimilanna, en hafði ekkert með ESB andstöðu flokksins að gera.

Sjálfsstæðisflokkur = Enginn kosningasigur varð vegna forhertrar andstöðu Landsfundar flokksins um að vilja standa utan ESB.

Vinstri Græn = Stórfelldur kosningaósigur aðalega vegna villikattanna sem vildu ekki fylgja ESB stefnu Samfylkingarinnar í hvívetna á s.l. kjörtímabili.

Samfylking = Algert kosningaafhroð varð aðalega vegna þess að flokkurinn gat ekki fylgt ESB stefnu sinni nógu þétt eftir í samstarfi við villkikettina í VG.

BF = Kosningasigur vegna raunhæfrar og jákvæðrar afstöðu flokksins í ESB málinu.

Píratar = Nokkur sigur að koma mönnum á þing, en höfðu enga raunverulega eða afgerandi stefnu í ESB málinu og gátu því ekki skaðast á því að vera á móti aðild en gátu heldur ekki unnið neinn stórsigur vegna þess að þeir voru ekki ákveðnir í ESB stuðningi sínum.

Gunnlaugur I., 26.3.2014 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband