Það verður fróðlegt að fylgjast með

Nú í þessari viku verður lagt fyrir Alþingi stjórnarfrumvarp um leiðréttingu húsnæðislána. Það verður fróðlegt að sjá hvernig stjórnarandstöðuflokkarnir taka því frumvarpi.

Fyrir síðustu kosningar boðuðu vinstiflokkarnir að ekki væri ástæða til að leiðrétta stökkbreytingu lána, töldu að þeir hefðu þegar gert nóg fyrir fjölskyldur landsins á þessu sviði. Skjaldborgin sem þeir lofuðu fyrir kosningarnar 2009 fór þó ekki til fjölskyldna landsins, heldur var hún reyst umhverfis fjármálafyrirtækin og einstaka útrásargutta sem voru þessum flokkum þóknanlegir. Allir þekkja þá sorgarsögu og óþarft að telja hana upp hér.

Eftir að núverandi ríkisstjórnin boðaði sínar aðgerðir til lækkunnar húsnæðislána, undir lok nóvember síðastliðinn, brá svo við að þeir flokkar sem töldu ekki ástæðu til slíkrar leiðréttingar fyrir kosningar, töldu nú allt í einu ekki vera nægjanlega langt gengið.

Það verður því fróðlegt að fylgjast með því hvort stjórnarandstaðan leggist gegn frumvarpinu vegna þess að hún telja ekki ástæðu til slíkrar leiðréttingar, eða hvort hún leggst gegn því vegna þess að ekki sé nógu langt gengið. Hvort hún haldi sig við þann boðskap sem hún boðaði fyrir kosningar, eða hvort hún reyni að slá ryki í augu fólks með því að saka stjórnvöld um að ganga of skammt.

Kannski notar stjórnarandstaðan bæði þessi rök, tali í kross eins og henni er orðið svo tamt. 

Það er lítil von til þess að stjórnarandstaðan gangi til liðs við stjórnvöld um þetta mál og engin ástæða til að ætla að málflutningur stjórnarandstöðunnar verði á einhverjum rökrænum grunni. Henni virðist með öllu vera útilokað að ræða nein mál á slíkum grunni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki aðalspurningin hver eigi að borga þetta fyrir lánasóðanna. Þeir sem fóru varlega þeir verða að borga eins og venjulega fyrir hina.

Hörður (IP-tala skráð) 24.3.2014 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband