Hjartasár
22.2.2014 | 21:06
Ástin getur verið sæt, en hún getur einnig verið miskunnarlaus. Þegar hún brestur særast menn hjartasári. Svo sterk virðist ást Þorsteins Pálssonar vera til ESB, að þegar loks er lagt fyrir Alþingi tillaga um að draga unsókn Íslands að ESB til baka, þá slitnar strengur í hjarta hans.
En skoðum aðeins hvað Þorsteinn segir.
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikinn meirihluta hafa ráðið þeirri stefnu að flokkurinn beitti sér ekki fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu á meðan minnihluti flokksmanna hafi verið á annarri skoðun.
Þessi orð eru skýr og í takt við raunveruleikann, mikill meirihluti sjálfstæðismanna hefur verið andvígur aðild að ESB, meðan minnihluti flokksmanna hafa verið annarar skoðunnar. Hvert er þá vandamálið? Er Þorsteinn að halda því fram að minnihluti eigi að ráða? Á hvaða lýðræðisgrunni byggir hann þá skoðun sína?
Þorsteinn vill klára viðræðurnar, klára aðlögunarferlið. Þetta vill hann gera þrátt fyrir að hann átti sig á að mikill meirihluti flokksfélaga hans er á móti þeirri vegferð og að nánast samhljómur er innan samstarfsflokksins í ríkisstjórn um að vegferðin sé á enda komin. Á síðasta kjörtímabili ritaði hann margar geinar um hversu slæmt það væri fyrir viðræðunefnd Íslands að einungis annar stjórnarflokkanna stæði að baki umsóknarferlinu. Taldi hann þetta vera eina höfuðástæðu þess hversu hægt gekk. Nú vill hann halda viðræðum áfram, með hvorugann stjórnarflokkinn að baki sér! Frekar undarleg röksemdarfærsla hjá honum, sem þarfnast frekari skýringa.
Þorsteinn talar um að forysta flokks síns sýni skammsýni í stað langtímahagsmuna Íslands með þessari ákvörðun og telur mikla óánægju vera meðal þeirra sem vildu klára aðlögunina. Hann virðist enn eiga erfitt með að skilja lýðræðishugtakið, að það er meirihluti sem ræður en ekki minnihluti. Vissulega eru þeir sem vildu halda áfram fenjaförinni óánægðir, en hinir sem þrá það eitt að hafa fast land undir fótum hljóta að fagna og samkvæmt orðum Þorsteins, er það mikill meirihluti flokksmanna. Skammsýnina lítur auðvitað hver sínu auga og ljósta að ESB aðdáendur, sem ekki sjá neinar lausnir nema frá sambandinu, telja þessa ákvörðun skammsýni. Hinir sem eru víðsýnni og átta sig á að ESB er ekki miðdepill alheimsins, sjá þarna tækifæri og mikla langtímahagsmuni fyrir land og þjóð.
Þorsteinn tekur undir með fyrirspyrjanda um að hugsanlega hafi samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn eitthvað meða þessa ákvörðun að gera, að þingmenn Sjálfstæðisflokks lúti vilja samstarfsflokksins. Þetta lýsir enn og aftur hversu blindaður hann er af ást sinni til ESB. Honum dettur ekki til hugar að ímynda sér að hugsanlega er ákvörðun þingmanna Sjálfstæðisflokks byggð á þeirri einföldu staðreynd að mikill meirihluti flokksfélaga er andvígur aðild að ESB, að þingmenn flokksins séu einfladlega að vinna samkvæmt samþykktum landsfundar. Frekar brigslar hann sínum félögum um undirlægjuhátt og aumingjaskap. Skildi honum verða sætt innan flokks eftir slík brigsl?!
Það er einlæg von mín að þessi strengur sem slitnaði í hjarta Þorsteins muni gróa aftur, utan ESB.
Strengur brostinn í hjartanu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.