Hvað kostar að gera ekkert?

Prófessor í viðskiptafræði, við Háskólann í Reykjavík, kemur hér með verðmiða á því hvað hann telji Íbúðalánasjóð muni skaðast af leiðréttingu húsnæðislána. Hvers vegna reiknar ekki þessi prófessor út hvert tap sjóðsins muni verða ef ekkert er að gert? Það er mun áhugaverðara, þó engum hafi dottið í huga að gera slíkt. Kannski hafa menn gert það, en þora ekki að opinbera þá tölu.

Það er ljóst að hver sem möguleika hefur til að taka ný óverðtryggð lán hjá bönkum, svo hægt sé að greiða upp verðtryggða lánið, mun gera það. Þessi þróun er þegar hafin, eins og sést í bókum Íbúðalánasjóðs. Hinir, sem ekki hafa möguleika á slíkri lánabreytingu, hafa ekki þann möguleika vegna þess að lán þeirra eru meiri en veðið að baki láninu. Hafa ekki fjárhagslega burði til slíkra lánabreytinga. Flestir úr þeim hóp munu fara á hausinn innan fárra ára, að óbreyttu. 

Það er því ljóst að tap Íbúðalánasjóðs mun verða algjört ef ekkert verður að gert, en hugsanlega verður hægt að minnka þann skaða niður í þá upphæð sem prófessorinn nefnir, við það að leiðrétta húsnæðislánin. Svo mætti minnka þann skaða enn frekar ef verðtrygging verður afnumin og þeim sem eru með eldri verðtryggð lán gert mögulegt að skipta yfir í óverðtryggð lán.

Vandi Íbúðalánasjóðs er einfaldur, sá vandi skapast fyrst og fremst vegna þess að hann fjármagnar sig með verðtryggðum lánum. Hanns vandi er sami vandi og heimilanna, sjálf verðtryggingin. Ef vilji er til að bjarga sjóðnum ætti auðvitað að leita samninga við þá sem hann fjármagna um breytingu lánanna, að fjármögnun sjóðsins verði með öðrum hætti en verðtryggðum lánum.

Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að ríkissjóður lagði til nokkur hundruð milljarða við stofnun nýju bankanna, auk þess sem þeir fengu lánasöfn gömlu bankanna á gjafverði og fullt leifi stjórnvalda til að innheymta þau að fullu. Nokkrum tugum milljarða var kastað til sparisjóðanna, sem fóru eftir sem áður flestir á hausinn. Hvað hefur Íbúðalánasjóður fengið mikið fjármagn fram til þessa? Væri það nokkuð óeðlilegt þó sjóðurinn fengi nokkra milljarða til viðbótar, svona til að færa hann örlítið nær þeim ríflegu greiðslum sem samkeppnisaðilarnir hafa fengið.

Það er ekki vegna frábærrar snilli þeirra sem reka nýju bankanna að þeir skuli skila hagnaði upp á tugi milljarða á hverju ári, allt frá hruni. Ástæða þess hagnaðar er að hluta vegna þess að þeim var fært úr ríkissjóð nokkur hundruð milljarðar, en að stæðstum hluta vegna þess verðmiða sem settur var á lánasöfnin til þeirra frá gömlu bönkunum og frítt spil til að rukka þau að fullu.

Hins vegar hefur Íbúðalánasjóður þurft að fara betlihendi til ríkissjóðs og fengið þar ölmusugreiðslur, svona til að sýnast. Samkeppnismunur sjóðsins við nýju bankanna er því rammskakkur.

Það vita auðvitað allir hverjir munu græða ef sjóðurinn verður lagður niður. Lántakendur eru vissulega ekki innan þess hóps!

 

 


mbl.is Leiðréttingin getur kostað 8-15 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Mér sýnist að það sé sífellt verið að fjalla um þessi mál á rangan hátt. Það sem þarf að gera er að Alþingi setji lög, sem krefji lánastofnanir, - (það er, þær sem lánuðu fé með vísitölu álagningu),- að þær lánastofnanir "ENDURGREIÐI" allan mismuninn sem tekinn var af fólki með vísitölu-álagningu, -frá 1, jan. 2001.

Í staðinn fái þessar lánastofnanir að reikna sér 4 prósent vexti á hinn nýreiknaða höfuðstól, mánaðarlega, við endurútreikninginn.

Tryggvi Helgason, 8.2.2014 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband