Blautir draumar

Er ekki rétt að byrja á að kanna hvort þjóðin vill afsala sér allri orku úr landi? Þó blautir draumar forstjóra Landsvirkjunnar séu um einhvert glópagull fyrir sölu á orku úr landi og einstaka maður taki undir þá drauma, er ekki þar með sagt að þjóðin sé sama sinnis. Þjóðin á jú Landsvirrkjun og þjóðin á þær lækjarsprænur og þá hverapitti sem þarf að virkja til að seðja hungur Breta í rafmagn.

Hellstu rök forstjórans, um að svo mikil umframorka væri í kerfinu að lítið sem ekkert þyrfti að virkja til sölu á rafmagni úr landi, eru fallin. A.m.k. skítur skökku við að það skuli vera útlit fyrir stórfellda skömmtun á rafmagni innan fárra vikna, ef svo mikil umframorka er til. Reyndar er hann nú farinn að nota orkuskortinn sem rök fyrir strengnum, en það sýnir einungis hversu fráleitur og mótsagnakenndur málflutningur hanns er að öllu leiti. 

Það er því ljóst að virkja þarf fyrir hverri einustu orkueiningu sem selja skal úr landi. Nema auðvitað að forstjórinn telji sig geta lokað á alla notkun hér á landi, í krafti einhvers ímyndaðs gróða á sölu til Bretlands. Að hann ætlist til að við förum nokkra áratugi aftur í tímann og förum að kynda okkar hús með kolum og lýsa þau upp með tólgarkertum!

Landsvirkjun er í eigu þjóðarinnar og verður það vonandi um ókomna tíð. Við eigum að framleiða rafmagn fyrir okkur sjálf með þessu fyrirtæki og verðleggja það þannig að orkuverin verði rekin án halla. Hagnaðinn eigum við að fá til okkar sjálfra í formi eins lágs orkuverðs sem hægt er. Við eigum að nýta þessa orku okkur sjálfum til framdráttar, bæði til heimila okkar en ekki síður til atvinnuuppbyggingar í landinu!

Það er magnað að svokallaðir náttúruverndarhópar skuli ekki láta til sín heyra um þetta mál. Þó er ágætis úttekt á því er snýr að náttúrunni í þeirri skýrslu sem forstjórinn lét gera um sæstrengsdraum sinn og sá kafli er ekki beinlýnis á bandi náttúrunnar. Eða er það kannski svo að náttúruverndarsinnum þyki sjálfsagt mál að virkja hér hverja sprænu, sökkva stórum hluta landsins undir uppistöðulón og krukka í hvern hver landsins, svo framarlega sem rafmagnið er ekki notað til atvinnuuppbyggingar hér á landi, að þetta sé allt í lagi bara ef við sendum rafmagnið úr landi?!! 

Það væri varla til of mikils mælst ef svokallaðir náttúruverndarsinnar tækju sig til og læsu draumóraskýrslu forstjórans. Það kæmi þeim kannski á óvart hversu vel er varað við náttúruvá vegna þessa draums, en sennilega kæmi þeim þó meira á ávart hversu mörg rök þeir geta fundið gegn þessum draumórum í sjálfri skýrslunni.

Ef orkuskortur Breta er svo mikill sem af er látið, gætum við allt eins hjálpað þeim á því sviði með því að flytja einhver fyrirtæki þeirra hingað til lands og séð um framleiðsluna fyrir þá. Það þarf þá engann sæstreng og orkan sem þyrfti er mun minni, þar sem ekki þarf þá að framleiða orku til að vinna það tap sem verður á leiðinni yfir hafið.

Það er engin ástæða fyrir okkur að fara á sömu braut og t.d. Sómalía, þar sem öll orka er flutt úr landi og enginn virðisauki verður til innanlands. Þar sem gróðinn safnast á hendur örfárra manna, meðan fátæktin herjar á fjöldanum.

Við eigum að hafa vit og skynsemi til að nýta allan virðisaukann sem orkan okkar gefur, okkur sjálfum til handa. 

 

 


mbl.is Tilbúinn að fjármagna sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rafstrengurinn mun verða lagður - einfaldlega vegna þess að það eru svo mikil peningaöfl sem þrýsta eftir því.

Forstjóri Landsvirkjun getur beitt sér af alefli í þessu máli
því hans bíður alltaf starf hjá Veritas þar sem hann situr í stjórn 

Grímur (IP-tala skráð) 9.2.2014 kl. 19:54

2 identicon

Langt síðan að íslendingar afsöluðu sér orkunni.

" There are no cross border connections. Nevertheless, Iceland is

included in the EU internal energy market by virtue of having been a party to the EEA

Agreement since 1994. "

Man nokkur lengur hver á rafmagnsmælana í dag?

Hver mun eiga raforkufyrirtækin í framtíðinni?

L.T.D. (IP-tala skráð) 11.2.2014 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband