Skammvinn gleði

Það var skammvinn gleðin hjá stjórnarandstöðu í gær, þegar flokksblað krata birti eigin skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokka. Samkvæmt þeirri "óháðu" könnun var fylgishrap hjá framsókn meðan samfylking var á hröðum uppgang.

Eftir hádegi í dag birti síðan Capasent sína mánaðarlegu könnun og hætt er við að farið hafi um margann stjórnarandstöðimanninn við þá birtingu. Þar var niðursaðan nokkuð ólík hinni "óháðu" könnun áróðursstofu kratanna.

Báðir stjórrflokkar fengu nú aukið fylgi meðan stjórnarandstöðuflokkar ýmist stóðu í stað eða töpuðu enn frekar fylgi.  Ekki batnaði síðan ástandið seinnipart dags, þegar opinberuð var könnun um fylgi forsætisráðherrans. Hætt er við að margur stjórnarandstöðumaðurinn hefði viljað láta þá könnun hvefa.

Fylgi ríkisstjónarinnar í dag er komið upp í  48% þeirra sem tóku afstöðu og nálgast hratt kjörfylgi. Stuðningur við forsætisráðherra mælist nú um 55% þeirra sem afstöðu tóku. Þetta verður að teljast mjög góður árangur, miðað við þá skefjalausu gagnrýni sem stjórnarandstaðan og flestir fréttamiðlar hafa flutt, allt frá því þessi ríkisstjórn var mynduð.

Og kannski kristallast sú gagnrýni vel einmitt síðustu tvo daga. Eftir að málgagn krata birti sína "óháðu" könnun í gær, tók fréttastofa RUV sér góðann tíma til að fjalla um hrun framsóknar og ris samfylkingar. Ríkisstjórnin var talin af og nánast afskrifuð í þessari umfjöllun. Í dag, þegar Capasent birti sína mánaðarlegu könnun, fór allt púður fréttastofu RUV í að reyna að útkýra mun þessara tveggja kannana, þó fyrir öllu hugsandi fólki sé klárt hvað skýri hann.

Það er svo gaman að skoða það fylgi sem ríkisstjórnin hefur og forsætisráðherra og bera saman við fylgi síðustu ríkisstjórnar og þáverandi forsætisráðherra, eftir sjö mánaða starf. Þá var fylgi ríkisstjórnainnar komið niður undir 30% þeirra sem afstöðu tóku og var á hraðri niðurleið. Fylgi þáverandi forsætisráðherra hafði hrapað niður úr öllu valdi og hélt áfram niður á við, þar til það varð vart mælanlegt.

 


mbl.is 38% sátt við störf Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins myndu stjórnarflokkarnir fá samanlagt 45,6% atkvæða. Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup fá flokkarnir tveir samanlagt 45% (aukastafir ekki birtir í fréttaflutningnum). Ég skil ekki yfir hverju pistlahöfundur hlakkar.

Omar Harðaron (IP-tala skráð) 1.2.2014 kl. 23:52

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Að hlakka yfir velgengni sinni eru hin eðlilegastu viðbrögð,en að skálda tilhæfulausa frétt um fall ríkisstjórnar andstæðinga sinna er lítilmótlegt. Nota síðan ríkisfjölmiðil sem skyldar okkur að halda úti,sýnir okkur við hverslags öfl er að etja. Það er virkilega gleðilegt að forsætisráðherra okkar mælist með 55% og ríkisstjórnin 48%.

Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2014 kl. 03:09

3 identicon

Það að framsókn hafi því sem næst hætt við að afnema vísitölutryggð lán á milli þessara kannanna hafði náttúrulega engin áhrif á útkomuna. RUV, með nýjan yfirlepp og stjórn í boði ríkisstjórnarinnar, er augljóslega málgagn krata og hatar framsókn.

Stundum hefur maður áhyggjur af því hvort bloggarar geti tuggið og gengið samtímis. 

Hallgrímur (IP-tala skráð) 2.2.2014 kl. 03:26

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Omar, munurinn á þessum tveim könnunum varðandi fylgi ríkisstjórnarinnar var ekki svo mikill, en hvernig var fréttaflutningurinn? Hvernig túlkuðu fréttamenn RUV þessar tvær kannanir?

Sammála Helga.

Hallgrímur, það á eftir að koma í ljós hvernig fer með afnám verðtryggingar. Því miður lítur það mál ekki sérlega vel út. Túlkun forystumanna ríkisstjórnarinnar á niðurstöðu sérfræðihópsins um það mál er ansi mismunandi. Meðan fjármálaráðhera vill draga sem mest úr niðurstöðu meirihluta þess hóps og túlkar hana á skemmstann veg, er túlkun forsætisráðherra nokkur önnur. Hann sér það sem best er í meirihutaálitinu auk þess sem hann heldur á lofti minnihlutaálitinu einnig.

Það er ljóst að Bjarni er á bandi fjármagnsaflanna meðan Sigmundur tekur málstað lánþega. Hvor mun hafa vinningin á eftir að koma í ljós, en ljóst er að enn ber mikið á milli. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort ríkisstjórnin mun standa við stjórnarsáttmálann um þetta efni. Kannski að þarna liggi einmitt ástæða þess að sjálfstæðisflokkur á svo erfitt með að ná til sinna gömlu kjósenda, meðan framsókn heldur enn meira fylgi en hann hefur haft flest ár þessarar aldar.

Það er svo hárrétt hjá þér, RUV er málgagn krata. Þó nýr "yfirleppur" sé að fæðast í stofnuninni eru verk hans ekki farin að skila sér. Þarna fer fagmaður en ekki pólitískt viðundur. Miðað við fyrri störf þess manns má búast við betri tíð innan RUV. 

Gunnar Heiðarsson, 2.2.2014 kl. 08:17

5 identicon

Sæll Gunnar - sem og aðrir gestir þínir !

Nafna mín (Kristjánsdóttir) !

Kaust þú virkilega - þessi ÓGEÐ ''forsætisráðherra okkar'' segir þú blygðunarlaust / þó þú vitir OG VISSIR að þessir menn S.D. Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson væru NÁKVÆMLEGA sömu ræflarnir og Jóhanna og Steingrímur ?

Sé svo - er ágætt að fá svona afdráttarlausa játningu þína um óboðlega heimsku þína / sem flónsku.

Svo - hugnast mér ekkert heldur gælur þínar við þetta lið Gunnar fornvinur Heiðarsson.

Hvaða glýju skyldir þú nú hafa fengið - í augu þín Gunnar minn fyrir þessu Helvítis packi ?

Trúir þú - líkt og Helga Kristjánsdóttir LYGUM þessarra aumingja Gunnar minn !?!

Með fremur þurrum kveðjum að þessu sinni - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.2.2014 kl. 14:17

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Leitt að hafa valdið þér vonbrigðum, Óskar minn. Til síðustu kosninga gekk ég með einu hugarfari og það var að leggja mitt af mörkum til að koma frá ríkisstjórn Jóhönnu. Til að svo mætti vera hafði ég tvo kosti, að kjósa sjalla eða framsókn. Aðrir raunæfir möguleikar voru ekki í boði til að fella helferðarstjórnina.

Ekki vildi ég skila auðu og sýna þannig fálæti mitt gagnvart "norrænu velferðarstjórninni", það hefði í raun samsvarað samþykki af minni hálfu og slíkt samþykki gat ég ekki með nokkru móti gefið.

Því stóð ég frammi fyrir því vali sem í boði var. Bjarna tresti ég illa og taldi að hann myndi ekki víla fyrir sér að mynda ríkisstjórn með krötum. Það hugnast mér alls ekki. Þá var Sigmundur einn eftir og taldi ég nokkuð öruggt að hann myndi ekki setjast í stjórnarráðið með Árna. Það gekk eftir.

Fram til þessa hefur Sigmundur að mestu staðið undir væntingum, þó vissulega hann eigi stundum erfitt með Bjarna. Stjórnarandstaðan er hundónýt og er það vel, en því miður er Bjarni og hanns flokkur erfiður Sigmundi í þeim grundvalarmálum sem leysa þarf og svo að sjá að sjallar telji sig stundum enn vera í stjórnarandstöðu.

Ég veit að þín skoðun er önnur og að þú sérð engann í íslenskum stjórnmálum sem þú treystir. En landinu þarf að stýra. Með því að mæta ekki á kjörstað eða skila auðu, eru menn í raun að gefa sitt samþykki til starfandi valdhafa. Það var gjörsamlega útilokað fyrir mig að gera slíkt í síðustu kosningum. Helferðarstjórn Jóhönnu var útilokað að samþykkja, þó það hefði einungis verið þegjandi samþykki. 

Með góðum kveðjum af Skipaskaga og von um að þú látir þetta ekki slíta okkar vinskap.

Gunni H 

Gunnar Heiðarsson, 2.2.2014 kl. 16:49

7 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Gunnar !

Fjarri því - að slíti okkar vinskap en........ aðrir kostir voru í boði líka fyrir þig / eins og flokkur fólksins auk annarra.

Það fauk svo í mig - eftir kosningarnar 25. Apríl 2009 að Sjóhunda- og þungavigtarsveit Guðjóns Arnar (Frjálslyndi flokkurinn) skyldi ekki koma einum einasta manni að þrátt fyrir liðlega 4400 atkvæði á landsvísu að ég hét því að koma ekki nálægt alþingis kosningum framar - og hefi staðið við það / og mun gera hérftir fornvinur góður.

Með - ögn mildari kveðjum til baka að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.2.2014 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband