Græni listinn og sá svarti

ASÍ hefur sett upp tvo lista á heimasíðu sinni, svartann lista og grænann lista. Sá svarti er yfir þau fyrirtæki sem hafa hækkað sínar vörur eða þjónustu, frá því kjarasamningur var undirritaður, en sá græni er yfir þau fyrirtæki sem hafa lækkað verð eða sagt að þau muni ekki hækka.

Ekkert kemur fram á þessum listum hversu mikið fyrirtæki hækka eða lækka verð, ekkert um hvernig þessi fyrirtæki hafa hagað sér fram til þessa. Því geta fyrirtæki sem farið hafa varlega í hækkunum, eða jafnvel sleppt þeim um einhvern tíma, komist á svarta listann fyrir lítilsháttar hækkun nú. Að sama skapi geta fyrirtæki sem hafa verið dugleg við sínar hækkanir og eru jafnvel nýlega búin að hækka verð, komist á græna listann með lítilsháttar lækkun núna. Þessir listar eru því áróður án allra raka.

Það sem þó skiptir mestu máli er að þau fyrirtæki sem verma græna listann hafa ekki gefið loforð um hversu lengi þau ætli sér að vera þeim megin. Ekkert loforð eða binding er um hversu lengi þessi fyrirtæki ætla að taka þátt í "sáttinni".

Gera má þó ráð fyrir að þau telji sig verða að halda sig á græna listanum þar til kjarasamningur hefur verið samþykktur og jafnvel þar til samið hefur verið við starfsfólk ríkis og bæja. En strax að loknum þeim samningum og samþykkt þeirra, munu fyrirtækin lítt skeita um hvorum listanum þau tilheyri. Þá er víst að græni listinn tæmist hratt og örugglega!!

Það hefur vissulega orðið sátt, sátt nokkurra fyrirtækja um að halda verðhækkunum í skefjum þar til kjarasamningar eru yfirstaðnir. Að því loknu telja þessi fyrirtæki sig ekki lengur bundna þeirri sátt, enda hafa þau hvergi skrifað undir neina slíka kvöð.

Það getur verið að einhverjum þyki þetta svartsýni, en þegar sagan er skoðuð má sjá að svo er ekki.

 


mbl.is ASÍ hefur sett tíu fyrirtæki á svartan lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband