Góu páskaegg

Fróðlegt og skemmtilegt viðtal við Helga í Góu var í síðdegisútvarpi ruv í gær. Reyndar var nokkuð neyðarlegt hversu illa stjórnendum þáttarins virtist ganga að skilja hvað Helgi var að tala um, en það kemur kannski ekki á óvart.

Þarna fór Helgi fram á samstöðu fyrirtækja, verslunar og þjónustu, um aðhald í verðhækkunum. Þá kom hann einnig með nýjann flöt á því hvernig hækka megi laun í landinu, án þess að setja þurfi þá hækkun út í verðlag, en þar vill hann nota ofvaxið lífeyriskerfi. Merkileg og fróðleg nálgun hjá honum.

Það er undarlegt að meðan Helgi getur rekið sitt fyrirtæki án verðhækkanna, hefur ekki hækkað verð á sinni framleiðslu í nærri fimm ár og boðar áframhaldandi verðstöðvun, skuli önnur fyrirtæki í sama rekstri telja það varða líf og dauða þeirra ef þau ekki fá að hækka verulega sína framleiðslu.

Kannski er þarna einmitt komið skýrt dæmi um það sem ég hef svo oft áður skrifað, að hugsanlega sé eitthvað að í rekstri sumra fyrirtækja hér á landi.  Að þörf fyrirtækja fyrir hækkun sinnar vöru og þjónustu og getuleysi til launahækkanna, stafi fyrst og fremst af lélegri stjórnuin þeirra.

Það verða Góu páskaegg í ár. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit ekki til þess að KFC sé með lægra verð en aðrir þeir hafa hækkað vörur sínar á undanförnum árum

Helgi nefndi heldur engin dæmi um hvað hans vörur væru ódýrari en aðrar

Menn virðast bara gleypa þetta hrátt

sæmundur (IP-tala skráð) 10.1.2014 kl. 09:05

2 identicon

Já, Gunnar Heiðarsson gleypir bullið í Helga heldur betur hrátt.

Californíu rúsínur frá Góu voru lengi vinsælar. Einn góðan veðurdag hafði ummál umbúða breyst lítilega, en þó ekki rúmfangið. Innihaldið minnkaði hinsvegar um 20%, fór úr 500g í 400g. Verðið lækkaði hinsvegar ekki.

Annars finnst mér mesta og ljótasta okrið á skerinu vera í sölu á páskaeggjum og jólakonfekti. Verðið er tóm vitleysa.

Þau verð sem ég er með í huga er í verslunum Samkaups hf.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.1.2014 kl. 09:27

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega tek ég ummæli Helga hrá, hef hvorki aðstöðu til að sannreyna þau né ástæðu til að ætla að maðurinn mæti í útvarp til að ljúga.

Hitt getur vel verið að vörur Helga hafi hækkað eitthvað til neytenda. Hann var væntanlega að tala um heildsöluverð frá sér. Það er svo smásöluverslanna að ákveða hvort þær nýti sér þann slaka til að græða örlítið meira.

Gunnar Heiðarsson, 10.1.2014 kl. 09:36

4 identicon

Nei, Gunnar. Það er ekki smásalan sem pantar 20% minna innihald og um leið 20% tómarúm í umbúðum.

Annars eru íslenskir neytendur mjög linir og værukærir. Orðnir svo vanir verðhækkunum og ónýtum gjaldmiði, að þeir sýna verði ekki mikinn áhuga. Taka t.d. ekki við kvittunum. Hafa gefist upp, að vissu leiti skiljanlegt.

Því komast verslanir upp með það að verðmerkja ekki eða jafnvel rangt.

Hér er ég að tala um dagvörur, svokallaðar. Er vanur allt öðru viðhorfi neytenda í Sviss.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.1.2014 kl. 10:13

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Haukur, álagning verslunnar hér á landi er í mörgum tilfellum svæsin. Þar þykir 20% aukaálagning vegna minni vöru í pakkningu, ekki tiltölumál.

Fyrir nokkru síðan tók ég nokkur dæmi á verði innfluttra vara hér á landi til samanburðar við verð á sömu vöru erlendis. Þar sem ég hafði einungis aðgang að smásöluverði erlendis, var samanbuðurinn ekki alveg réttur. Eftir að hafa tekið það smásöluverð, bætt á það ríflegum flutningskostnaði og þeim tollum og gjöldum sem þær vörur báru, kom í ljós að álagning smásalans hér á landi var frá 30% og langt yfir 100%. Svæsnasta dæmið sem ég tók var með 500% álagningu, en því dæmi hélt ég utan minna skrifa þá. Það er ljóst að framboð og eftirspurn virkar vel á Íslandi. Lítil eftirspurn og enn minna framboð gefur versluninni frjálsar hendur. Því miður er græðgi sumra meiri en þeir höndla.

Hitt get ég tekið undir með þér, að íslenskir neytendur eru allt of værukærir um verðlag. Þó hefur sést marktæk breyting á því sviði frá hruni, kannski vegna þess að stór hluti þjóðarinnar þarf virkilega að velta fyrir sér hverri einustu krónu, til þess eins að lifa af milli útborgunardaga. 

Gunnar Heiðarsson, 10.1.2014 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband