Fyritæki landsins lifa á styrkjum úr ríkissjóð !!

Launaskrið verður ekki til vegna kjarasamninga, jafnvel þó lægstu laun séu hækkuð meira en önnur. Launaskrið verður til vegna stjórnleysis og aumingjaskapar þeirra sem eiga og stjórna fyrirtækjum. Þessa staðreynd verður Þorsteinn Víglundsson að skilja áður en hann sest að samningsborðinu!!

Hækkun launa vegna kjarasamninga hefur verið minni en verðbólgan, þó meðallaun hafi hækkað verulega meira. Það kemur til vegna hækkunnar launa þeirra sem hærra eru í launastiganum, þeirra sem eru í aðstöðu til að krefjast meira en kjarasamningar hljóða uppá.

Þá verður Þorsteinn einnig að skilja þá staðreynd að ekkert fyrirtæki er rekið af launum einum saman, þar koma fleiri þættir til. Því er fáráðnlegt að setja samasemmerki milli launahækkunnar og verðbólgu. Í rekstri meðalfyrirtækis er launakostnaður nálægt 30%, sem segir að hvert prósent sem  laun hækka gæti hugsanlega leitt til hækkunnar verðbólgu um 1/3 úr prósenti. 

Þá má velta þeirri spurningu fyrir sér hvernig íslensk fyrirtæki eru rekin svona yfirleitt, sérstaklega þau sem ekki geta borgað mannsæmandi laun. Hvort þau fyrirtæki, eða réttara sagt þeir sem þeim stjórna, eigi rétt á að fá að starfa áfram. Það getur varla verið eðlilegt að þjóðfélagið þurfi að styrkja fyrirtæki landsins við hverja kjarasamninga með alls kynns styrkjum og skattafslættum til launþega, vegna þess eins að fyrirtækjum er ófært að greiða mannsæmandi laun!!

Það væri gaman ef einhver legði á sig þá vinnu að reikna út hversu miklir styrkir fyrirtæki landsins eru að sækja í ríkissjóð með þessum hætti, í formi þess sem sumir vilja kalla velferðarbætur en eru í raun einungis gjafir til fyrirtækja landsins svo þau þurfi ekki að greiða eins há laun!!

 


mbl.is Lyfta tekjulægstu hópunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband