Skotar treysta ekki á evru
27.11.2013 | 06:20
Á næsta ári munu Skotar ganga til kosninga um sjálfstæði. Umræðan um þetta mál hefur verið nokkuð lengi meðal Skota.
Lengst framanaf var stefna þeirra sem vilja að Skotland verði sjálstætt ríki, að taka samhliða upp evru. Nú bregður svo við að þessi stefna í gjaldmiðlamálum er ekki lengur til staðar, heldur skal haldið pundinu.
Þetta bendir til þess að sjálfstæðissinnar á Skotlandi treysta ekki lengur á evruna og telja pundið sterkari gjaldmiðil. Að þó vonin sé veik fyrir að sjálfstæði verði samþykkt, þá sé þó heillavænlegra að bjóða pund en evru.
Það er ljóst að Skotar átta sig á vanda evrunnar, þó örfáir sértúarmenn hér á landi sjái þar hinn eina sanna gjaldmiðil.
Skotar myndu halda pundi og drottningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og þetta hefur stuðning 38% Skota, augljós meirihluti að mati Íslenskra einangrunarsinna. Að vísu hafa Bresk stjórnvöld sagt Skota ekki fá að nota breska pundið áfram kjósi þeir sjálfstæði. Við ættum kanske að bjóða þeim að taka upp Íslensku krónuna fyrst hún er svona miklu betri en allir aðrir gjaldmiðlar.
Hábeinn (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 09:37
Skotar munu í lokin verða sjálfstæðir. Þetta er ekki aðeins spurning um efnahag, heldur einnig um þjóðareinkenni og -stolt. Skotland var innlimað í brezka (les: enska) konungdæmið á sínum tíma í óþökk Skota eftir hernaðarlegan og stjórnskipulegan yfirgang ensku krúnunnar. Líkt og enska krúnan innlimaði Norður-Írland með klækjum. Ég bjó árum saman í Skotalandi og hatur Skota á Englendingum vegna aldalangrar kúgunar er virkilega áþreifanleg.
Íslendingum rennur blóðið til skyldunnar að styðja við bakið á Skotum og Írum gegn Englendingum í sjálfstæðisbaráttu þeirra. Sama hvaða leið þeir velja í sambandi við ESB.
Ég vil taka fram, að í alþjóðlegum íþróttum (t.d. fótbolta), keppa skozk lið þegar sérstaklega. Auk þess hafa Skotar haft alla sl. öld sérstaka löggjöf varðandi menntun og dómskerfi, þótt löggjafarþingið í Edinburgh hafi aðeins starfað í nokkra áratugi. Stofnun þessa þings (devolution) reyndi brezka stjórnin undir þáverandi forsætisráðherra Callaghan með öllum ráðum (og tókst tímabundið) að hindra með kosningabrellum.
Ég vil skora á íslenzku ríkisstjórnina að senda eindregna stuðningsyfirlýsingu til SNP og Alex Salmond. Ef íslenzka ríisstjórnin gerir það ekki, þá er utanríkisstefna hennar einskis virði.
Pétur D. (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 21:18
Skotar gætu haft sína eigin mynt, skozkt pund. Bankarnir þrír, Royal Bank, Bank of Scotland og Clydesdale Bank hafa í amk. hálfa öld prentað sína eigin peningaseðla, en þeir hafa auðvitað verið tengdir gengi sterlingspundsins.
Skotar gætu stofnað sinn eigin gjaldmiðil eftir sjálfstæðið og það þyrfti alls ekki að verða síðri glaldmiðill en sterlingspundið. Til samanburðar var írska pundið (punt) hærra skrifað en sterlingspundið, þangað til írska ríkisstjórnin gerði þau alvarlegu mistök að innleiða evruna.
Pétur D. (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.