Össur nuddar sér upp við Sjálfstæðisflokk

Það er nokkuð kómiskt að fylgjast með Össur nudda sér upp við Sjálfstæðisflokkinn, eins og breima köttur. Hann á þá ósk heitasta að hér verði mynduð ný hrunstjórn sjalla og krata, með aðstoð áttaviltrar framtíðar. Þannig telur hann aðildarferlinu best komið.

En draugarnir elta Össur og hanns flokk. Einn þessara drauga og sá sem mest svíður sjöllum, er landdómsmálið. Og nú reynir Össur í örvæntingu að afsala sér og flokknum ábyrgð á því máli og kastar sökinni á gamla konu sem er sest í helgan stein. Ekki ber hann mikla virðingu fyrir gamla fólkinu.

En drauga krata eru fleiri og það er alveg sama hversu Össur vælir, þessir draugar munu fylgja honum og flokknum. Ef það er rétt sem hann segir, að hann hafi verið á móti landdómsmálinu en látið undan vegna þrýstings, sýnir það hver gunga maðurinn er, þegar á reynir. Það var í hans valdi og félaga hans, að koma því máli frá, á sínum tíma. En hann hafði ekki kjark. 

Og það eru fleiri málin sem kjarkur Össurar þvarr. Icesave málið er eitt þeirra. Þó vantaði ekki gorgeirinn í mannin þegar dómur féll okkur í hag og orðræða hans þá nokkuð önnur en þegar hann réðst gegn forsetanum fyrir að færa þjóðinni vald til að ákveða örlög sín.

Kannski verður Össur að ósk sinni. Það eru menn innan sjallahóps sem eru honum samsinnis, að endurvakning hrunstjórnar sé nauðsynleg til að koma þjóðinni undir ESB og í endanlegt þrot. Sá hópur sjalla er tilbúinn að fyrirgefa Össur að hafa staðið að sneypuför landsdóms. Sá hópur sjalla er tilbúinn að fórna öllu til aðildar að ESB. Skiptir þar einu hvort um fyrrverandi formann þeirra er að ræða eða öll þjóðin. Í því skyni hefur þessi landráðahópur sjalla tekið föstum höndum við kratana og vinna hörðum höndum að því að spilla því stjórnarsamstarfi sem nú ríkir, stjórnarsamstarfi sem þjóðin kaus í vor. 

Það er svo undir þeim sem enn ráða innan sjalla, hvort þeir láta þennan fámenna en háværa hóp ná tökum á flokknum. Fari svo má formaður sjalla fara í fótspor fyrirrennara síns og óska hjálpar frá Guði. Ekki munu kjósendur fylgja flokknum!


mbl.is Málið stórskaðaði flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband