Er draumur Harðar að breytast í martröð

Landsvirkjun er eitt af okkar gulleggjum. Það er því skelfilegt til þess að vita að þetta fyrirtæki skuli vera í höndum manns sem virðist alls ekki vera í raunheimum.

Hörður Árnason hefur verið harðastur þeirra draumóramanna sem vilja leggja ljóshund til Bretlands. Þangað ætlar hann að selja umframorkuna. Samkvæmt hans mati virðist vera sem þessi umframorka sé að leggja Landsvirkjun og ganga af henni dauðri.

Trúr þessum draum sínum fullyrti Hörður á haustfundifundi Landsvirkjunnar, sem haldinn var í Hörpu í gær að Bretar væru tilbúnir til að greiða fjórfallt hærra verð fyrir orkuna en Landsvirkjun fær í dag, eða allt að 150 dollara fyrir MWst. og gaf hann þar til kynna að þetta væri mun hærra verð en fram kemur í skýrslu um þetta mál. Þar leyfa skýrsluhöfundar sér þó að nefna 130 evrur sem verð fyrir orkuna við enda ljóshundsins, Bretlandsmegin. 130 evrur jafngilda 174 dollurum, svo eitthvað er Hörður utangátta þarna, nema auðvitað hann þekki ekki mun á evrum og dolluru.

Svo geta menn velt fyrir sér hvert verðið verðir Íslands megin ljóshundsins. Landsvirkjun hefur gefið út að fyrirtækið muni ekki leggja né reka slíkann ljóshund, svo eðlilegast er þá að tala um verð á orkunni við þann enda sem hún mun verða afhennt, þ.e. Íslands megin

Til eru þeir sérfræðingar sem halda því fram að kostnaður við lagningu og rekstur hundsins og það orkutap sem mun verða í honum, geti numið allt að 170 dollurum á MWst. Landsvirkjun mun því hagnast um heila 4 dollara á hverja MWst samkvæmt björtustu vonum skýrsluhöfunda, en þarf að greiða 20 dollara með hverri MWst samkvæmt þessum nýjustu upplýsingum Harðar!!

Á þessum sama fundi fór Iðnaðar og viðskiptaráðherra í ræðustól. Hún lýsti áhyggjum á því hversu hægt gangi að laða hingað til lands fjárfesta. Það þarf í raun engann að undra, meðan forstjóri Landsvirkjunnar talar ekki um annað en ljóshund til Bretlands. Meðan það mál er til umræðu dettur engum fjárfesti í huga að koma með sitt fé hingað til lands. Þeir vita sem er að verði af lagningu slíks ljóshunds, munu þeir þurfa að pakka saman aftur og koma sér úr landi, með hraði!

Nú kemur framkvæmdastjóri markaðs og viðskiptaþróunnar Landsvirkjunar fram og segir að verið sé að semja við fyrirtæki um kaup umframorkunnar. Að eftirspurnin sé svo mikil að ljóst sé að ekki muni allir geta fengið bita af gæsinni. 

Er kannski draumur Harðar að breytast í martröð? Er hugsanlegt að aðaltromp hans í umræðunni, umframorkan, sé að renna honum úr greipum?

Þá loks er hægt að færa þessa umræðu um ljóshundinn á rétt plan, að það þurfi að virkja hér á landi töluvert meira en Kárahnjúkavirkjun afkastar, til að seðja hundinn. Þá er hægt að taka afstöðu til þess hvort við viljum fara út í slíkar framkvæmdir, til þess að borga með orkunni til Bretlands og missa að auki flest fyrirtæki úr landi.

Er ekki kominn tími til að skipta um skipstjóra í brú Landsvirkjunnar?

 


mbl.is Samkeppni um raforku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar búið verður að leggja strenginn á kostnað almennings þá verður hagkvæmi hluti Landsvirkjunar seldur en hitt skilið eftir.

Ef til vill kaupir Veritas

http://veritas.is/um_veritas/stjorn/ 

Grímur (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 10:20

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Að Hörður sé að skara að eigin köku?

Gunnar Heiðarsson, 14.11.2013 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband