Er krónan svona hagstæð versluninni ?

Haustið 2008 varð hér bankahrun. Hver nákvæmlega á sök á því hruni mun seint eða aldrei verða upplýst, a.m.k. eru litlar líkur á að nokkur verði látinn bera einhverja ábyrgð. Þó er ljóst að óstjórn fjármálakerfisins og eftirlitsleysi á þar stórann þátt.

Það er því nokkuð undarlegt að horfa upp á að þau fyrirtæki sem næst voru hruninu og voru kannski hellstu gerendur þess, skuli hafa verið fyrst að ná sér, eftir þetta hrun. Nánast frá fyrsta degi frá hruni hafa nýju bankarnir, sem reystir voru á rústum þeirra gömlu, sýnt hagnað og það ekki neinn smáhagnað.

Nú virðumst við vera að horfa upp á að næstir í röðinni til að ná sér út úr hruninu verði verslunin. Gígatísk offjárfesting innan hennar fyrir hrun átti örugglega þátt í hvernig fór, haustið 2008.

Að verslunin skuli vera númer tvö í röðinni til að ná sér eftir bankahrunið er vægast sagt nokkuð undarlegt. Ekki hafa landsmenn aukið svo verslun sína og ekki hefur tekist að selja allt það umframhúsnæði sem verslunin ræður yfir. Hver er þá skýring þessa? Hafa fyritæki í verslun fengið svona miklar afskriftir lána? Er álagning úr hófi? Eða er krónan svona hagstæð versluninni?

Kannski Margrét og Andrés geti upplýst okkur hvers vegna verslunin, sem hér á húsnæði sem gæti dugað fyrir verslun í tugmilljóna þjóðfélagi, skuli vera farin að rétta svo úr kútnum, meðan fjölskyldur landsins engjast, með sultarólina herta og vikulega eru tugir fjölskyldna bornar á götuna.


mbl.is Skuldsetning fyrirtækja í verslun sú minnsta í áratug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband