Spámenn fortíðar

Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningadeildar Íslandsbanka og áður forstöðumaður greiningardeildar Glitnis.

Þann 29. ágúst 2006 kynnti Ingólfur þjóðhagsspá greiningardeildarinnar fyrir árin 2006 - 2010. Skemmst er frá að segja að Ingólfur og hans fólk komst að þeirri niðurstöðu að hagvöxtur yrði að meðaltali um 3% á ári yfir þetta tímabil og að árið 2008 yrði aðal driffjöður hagkerfisins útflutningur og útrás fyrirtækja. Allir vita hvernig fór.

Þann 15. janúar 2008, hélt Ingólfur Bender því fram að um mitt það ár yrði mikil hækkun á verðbréfamarkaði og að á árinu myndi úrvalsvísitalan hækka um allt að 30%. Allir vita hvernig fór.

Þann 27. ágúst 2008 hélt Ingólfur Bender því fram að helsti vandi bankanna væri svokallað Íslandsálag, en það var þá farið að stíga verulega. Hann hélt því fram að losa þyrfti bankana við þetta álag og þar með yrði bönkum bjargað. Öllum er ljóst að hækkun álagsins var vegna skulda bankanna og fyrirtækja í eigu sömu manna og réðu bönkunum á þeim tíma. Allir vita hvernig fór.

Þann 17. september 2008, örfáum dögum fyrir fall bankanna, ítrekaði Ingólfur enn að vandi bankanna væri einungis vegna hækkandi Íslandsálags. Eitthvað hefur hann þó verið farinn að efast um rekstrarhæfi þeirra, þar sem hann sagði þá m.a.: "Það er alveg ljóst að ef áfall verður hér mun íslenski seðlabankinn ekki takast á við það einn."  Allir vita hvernig fór.

Það er mikið happ fyrir banka landsins að hafa svona spámenn í vinnu hjá sér. Því kemur ekki á óvart þó Ingólfur Bender sjá í sinni kristalskúlu að vandi heimila fari hratt minnkandi og ekkert nema bjart framundan. Allur almenningur veit þó hvernig sú staða er.

Hitt má rétt vera að hægt sé að sýna fram á minnkandi skuldavanda. Á meðan 150 fjölskyldur eru bornar á götuna í hverri viku, minnkar skuldavandinn sem því svarar. Hitt geta svo menn velt fyrir sér hvaða vandi skapast í staðinn. Að minnsta kosti er ljóst að vandi heimilanna hefur ekkert minnkað, þvert á móti.

 


mbl.is Störfum fjölgað umfram hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Gunnar þetta er þörf upprifjun. Benderinn og bankamenn halda uppi linnulausum skyggnilýsingum með fortíðarhagfræðinni sinni og nú er varla haldinn skyggnilýsingafundur án þess að minnst sé á stórbættann skuldastöðu heimilanna sem felst aðallega í því að bönkunum hefur tekist að blása út fasteignaverð einn ganginn enn.

Minna fer fyrir því á þessum miðilsfundum hvernig sömu heimilum tekst til við að halda fasteignalánum í skylum, það virðist vera algerlega óskyt mál sem sérfræðingar fortíðarinnar eiga til að kalla greiðsluvanda.

Magnús Sigurðsson, 15.10.2013 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband