Fjárlagafrumvarp og lýðræði

Á sama tíma og íslenska ríkisstjórnin leggur fram sitt fjárlagafrumvarp, er sú írska í sömu vinnu. Munurinn á framkvæmdinni er nokuð ólíkur, þó bæði þessi ríki teljist fullvalda lýðræðisríki.

Hér á landi leggur ríkisstjórnin fram sitt fjárlagafrumvarp fyrir þingið og afsalar afgreiðslu þess til Alþingis, eins og sönnu lýðræðisríki sæmir. Það er svo Alþingis að fara yfir frumvarpið og bæta ef þörf er á.

Á Írlandi er framkvæmdin aftur önnur. Eftir að ríkisstjórnin þar hefur komist að niðurstöðu er flogið með frumvarpið til Brussel. Þar er freistað þess að fá blessun starfsmanna framkvæmdarstjórnarinnar á því. Takist það ekki verða sendimennirnir að fara til baka og láta írsk stjórnvöld vita hvaða breytinga er þörf. Þegar svo loks er komið samþykki frá enbættismönnum ESB, er hægt að leggja fjárlagafrumvarpið fyrir írska þingið og þá einungis til formlegrar afgreiðslu. Engar breytingar má gera þar á þessu frumvarpi, nema með samþykki embættismanna ESB.

Þetta sýnir kannski best hvernig lýðræðið virkar innan ríkja ESB, eða réttara sagt hvernig lýðræðið er aftengt innan ríkja þess.

Eru virkilega enn til íbúar hér á landi sem eru tilbúnir að fórna lýðræðinu til embættismannakerfis ESB?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband