Er fattarinn enn bilaður ?

Það virðist ætla verða bið á að fattarinn í Árna Pál komist í lag. Hann er ekki enn búinn að fatta að hans flokkur tapaði stórt í síðustu kosningum, setti reyndar Íslandsmet í tapi, ef ekki heimsmet. Hann er ekki enn búinna að fatta hvers vegna hann og flokkur hans fékk þá útreið frá þjóðinni.

Og nú fattar Árni Páll ekki ummæli forsætisráðherra, ummæli sem reyndar eru í samræmi við ummæli heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra. Ummæli um að Alþingi eigi síðasta orðið um fjárlög hverju sinni. Svo hefur verið frá stofnun lýðveldisins og verður vonandi um alla framtíð.

Þessi ummæli fattar Árni Páll ekki, enda lýðræðið honum ekki hátt í huga. Hann vill sjá hér stjórnskipun að hætti ESB, þar sem ákvarðanir eru teknar að ofan og gengið framhjá kjörnum fulltrúum, hann vill ganga framhjá Alþingi.

Ummæli forsætisráðherra segja þó ekki að minnihluti Alþingis eigi að ákvarða fjárlög, þvert á móti. Þau segir það eitt að eftir að frumvarpið hefur verið lagt fyrir þingið, er það í valdi þess. Þá hefur það verið fært frá framkvæmdavaldinu yfir til löggjafavaldsins, sem síðan afgreiðir það. Sýnist löggjafavaldinu að gera þurfi breytingar á því, þá er það á þess valdi að gera slíkar breytingar. En þær breytingar verða ekki gerðar nema um þær náist meirihlutavilji Alþingis.

Það hlýtur að vera verulega umhugsunarvert fyrir jafnaðarfólk þessa lands að í forsvari fyrir það fari maður sem er jafn skilningslaus og Árni Páll. Það hlýtur að vera verulegt umhugsunarefni fyrir jafnaðarfólk þessa lands að í forsvari fyrir það skuli vera maður sem virðist ekki hafa nokkra einustu þekkingu á stjórnkerfi landsins.

Og það hlýtur að vera verulegt umhugsunarefni  fyrir jafnaðarfólk þessa lands að sá flokkur sem kennir sig við jafnaðarstefnu skuli hafa fengið þá skelfulegu útreið í kosningum að þar hafi verið sett Íslandsmet, ef ekki heimsmet, í tapi. Það hlýtur að vera verulegt umhugsunaerefni fyrir jafnaðarfólk þessa lands að sá sem leiddi flokkinn í gegnum þessa kosningu og hefur ekki enn tekist að snúa vörn í sókn, skuli enn vera formaður.

Er það virkilega svo að jafnaðarfólk þessa lands hafi ekki betri kost?  Eða er þessi söfnuður orðinn svo smár að hann verður að gera sér fattlausann mann að góðu sem formann?

 


mbl.is Ummæli Sigmundar óskiljanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband