Hver hefði trúað því ?

Hver hefði trúað því, haustið 2008, eftir að bankakerfið hrundi og setti hagkerfi landsins á haus, að fimm árum seinna væru það einmitt fjármálafyrirtækin sem mestan hagnað sýndu hér á landi.

Hver hefði trúað því að fimm árum eftir hrun væri heilbrigðisþjónustan að hruni komin, á öllum sviðum þess, meðan fjármálafyrirtækin telja sinn gróða í tugum milljarða í hverju hálfsárs uppgjöri.

Hver hefði trúað því að fimm árum eftir hrun að stór hluti fjölskyldna landsins væri komin á vonarvöl og fjöldi fyrirtækja berjist enn í bökkum, en fjármálafyrirtækin orðin svo stór að innlendur hlutabréfamarkaður er talinn of lítill fyrir þau.

Hver hefði trúað því, fimm árum eftir hrun, að almennir launþegar yrðu að sætta sig launahækkanir sem einungis er brot þess sem tapaðist í hruninu, meðan starfsfólk lánastofnanna er sá hópur sem mestar hækkanir fær.

Hver hefði trúað því haustið 2008, þegar bankakerfið hrundi, að uppbygging landsins eftir þau ósköp myndu miða að því að standa vörð um hrunvaldanna á kostnað almennings og grunnstoða þjóðfélagsins.

Hver hefði trúað því haustið 2008, að fimm árum seinna skuli vera til fólk í þessu landi sem þykir þetta ástand eðlilegt og vill viðhalda ósómanum.

Hver hefði trúað því haustið 2008 að til væru stjórnmálamenn sem tækju þá stefnu að grafa undan grunnstoðum þjóðfélagsins, til þess eins að endurreysa fjármálakerfið og láta það vaxa okkur yfir höfuð í annað sinn, að til væru stjórnmálamenn sem í dýrkun sinni á fjármálakerfið sæju ekkert athugavert við að fórna fjölskyldum og heilbrigðiskerfi landsins í þeim tilgangi.

Þeir stjórnmálamenn sem að þessu hafa staðið og standa enn vörð fjármálafyrirtækja, ættu að skammast sín. Þar eru sekastir þeir sem í orði segjast vera talsmenn lítilmangans, en á borði þjóna fjármálaelítunni, vinstri flokkar þessa lands!

 


mbl.is Gæti kostað mannslíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú þekktir íslendinga illa.

10 árum fyrir hrun voru gáfuðustu menn landsins talandi um yfirvofandi hrun.

þeir voru bara álitnir bjánar af langmeirihluta landsmanna.

og þetta næsta hrun sem er að koma, var fyrirsjaanlegt strax eftir síðasta hrun. (reyndar fyrr...)

annars nennir maður nú ekki meira en bara að hlægja að þessu.

þekkjandi íslendinga, þá er séns að það verði þriðja hrun áður en fólk hér lærir hvað mestu skiptir í lífinu.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 21.9.2013 kl. 08:31

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það má vera að ég þekki Íslendinga illa Sveinn. En ég neita þó að samþykkja að sú staða sem nú er komin upp sé öllum Íslendingum að kenna, þar fer fámenn stétt sem kennir sig við stjórnmálastéttina, en er í raun varðhundar fjármagnsaflanna.

Það er svo sem ekkert sér íslenskt fyrirbrigði, þekkist um allan heim.

Hugsanlega má kenna landsmönnum um formála hrunsins, þá hellst að taka ekki fram fyrir hendur stjórnmálamanna. En hefði það einhverju breytt?

Það er vinsæl míta að kenna hægriflokkunum um ófarir landsins og því margir ánægðir þegar hér var mynduð tær vinstristjórn, m.a. var ég sjálfur nokkuð spenntur. En hvernig tókst til hjá þeirri stjórn?

Allt var við það sama, mokað undir fjármagnsöflin á kostnað almennings og grunnstoða þjóðfélagsins. Hver hefði trúað að vinstriflokkarnir, loks þegar þeir komust til valda, myndu vera jafnvel enn harðari í mokstri undir fjármagnsöflin en hægristjórnirnar nokkurntíman voru? Hellsti munurinn var þó sá að þessi svokallaða tæra vinstristjórn hafði vítin til að varast.

Steingrímur talaði um mikla vinnu við skítmokstur og slökkvistarf, fyrstu mánuði í stól fjármálaráðherra. Nú hefur komið í ljós að hann mokaði flórinn öfugt, í stað þess að moka skítnum út, mokaði hann inn í enda flórsins og slökkvistarfið fólst í því að bera olíu á eldinn!

Hvort núverandi ríkisstjórn verði eitthvað betri á eftir að koma í ljós. A.m.k. hefur henni ekki enn tekist að svíkja þjóðina eins svakalega og ríkisstjórn Jóhönnu hafði tekist á sínum hveitibrauðsdögum.

Þannig að enn er von.

Gunnar Heiðarsson, 21.9.2013 kl. 09:17

3 identicon

Heill og sæll Gunnar; sem og aðrir gestir, þínir !

Gunnar !

Ég tek undir; með Sveini Ólafssyni - og trúi því vart, að þú sért svo Glámskyggn, og þú lætur í veðri vaka, fornvinur góður.

Og; það er ENGIN VON Gunnar minn, fyrr en Íslendingar eru komnir, undir Kanadísk og Rússnesk yfirráð !!!

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.9.2013 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband