Getur verið að fjöldi nauðungaruppboða hafi þar eitthvað að segja ?

Hagfræðingur Seðlabankans segir að heimili sem eru skuldsett umfram eignir og heimili í greiðsluvanda  hafi fækkað töluvert að undanförnu. Vera má að þetta sé rétt hjá honum og reyndar full ástæða til að telja að svo sé.

En getur verið að sá gífurlegi fjöldi heimila sem misst hefur sitt húsnæði á nauðungaruppboði spili eitthvað þar inn í? Að minnsta kosti er ljóst að sá sem hefur misst sitt húsnæði skuldar ekki lengur í því meira en virði þess er. Vissulega má gera ráð fyrir því að þetta fólk, flest, skuldi eftir sem áður, þar sem bankarnir hafa verið duglegir að halda verði fasteigna niðri á þessum uppboðum og sjá síðan til þess að viðhalda mismuninum sem skuld, áfram. En skuldin hefur vissulega minnkað. 

Það sem hagfræðingurinn nefnir þó ekki er sá gífurlegi fjöldi heimila sem hingað til hefur getað staðið í skilum og eignarstaða er enn í plús hjá. Stæðsti hluti þessa fólks hefur þó orðið fyrir gífurlegum eignamissi, átti kannski allt að helming í sínu húsnæði fyrir hrun en á nú nánast ekkert í því. Flestir sem eru í þessum sporum skuldsettu sig með þeim hætti að nánast útilokað væri, fræðilega séð, að skuldin gæti vaxið því yfir höfuð. En fræðin er fallvölt og nú stendur þetta fólk í þeim sporum að lánabyrgði þess er orðin því ofviða og spurning hvenær það gefst upp. Þá er hætt við að fjölgi hratt í hópi þeirra sem teljast til þeirra hópa sem hagfræðingurinn kýs að ræða.

Vandinn er vissulega mikill hjá þeim sem skulda umfram eignir og ekki er hún skárri hjá þeim sem eru í greiðsluvanda. En duldi vandinn er hjá hinum, sem enn hafa getað greitt af sínum lánum en eru við það að gefast upp. Sá hópur er hvergi mældur og ef hann verður látinn ná þeirrar mælingar sem nú er notast við, verður vandinn óviðráðanlegur.

Menn eiga að hugsa fram á við, meta áhættuna. Það er ágætt að skoða söguna, en þeir sem einungis gera það, verður lítt ágengt.

 


mbl.is Verulegur árangur í skuldavanda heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það þarf annaðhvort vanvita eða sérfræðing með annarlegar ætlanir til að komast að því að skuldavandi hverfi en greiðsluvandi sé enn til staðar.

Auk þess sem þú bendir á þá hafa lánstofnanir hækkað verð á íbúðarhúsnæði með því að þverskallast við að leiðrétta höfuðstól lána og halda þeim eignum sem innleistar hafa verið með nauðungarsölum til hlés á of háu verði.

Að finna það svo út að skuldavandinn sé í rénun vegna aukins veðrýmis tilkomið vegna verðhækkanna á meðan greiðslugetan hefur ekki aukist er í besta falli 110% fáviska.

Magnús Sigurðsson, 20.9.2013 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband