Eru fólk sem hyllist vinstripólitík yfirleitt verr gefið en annað fólk ?

Þessi spurning vaknar óneitanlega hjá manni við að fylgjast með þeirri umræðu sem fram fer í þjóðfélaginu, sérstaklega þó á athugasemdar tengingum hinna ýmsu vefmiðla of bloggsíðna. Í það minnsta virðist þessu fólki vera fullkomlega ófært að viðurkenna staðreyndir.

Síðastliðið vor gekk þjóðin til Alþingiskosninga. Niðurstaðan hefur sjaldan verið skýrari. Tveir flokkar fengu samtals 51,1% atkvæða og 38 þingmenn, þeir mynduðu ríkisstjórn. Þeir flokkar sem sitja á Alþingi og skipa stjórnarandstöðu fengu hins vegar  aðeins samtals 37% fylgi kjósenda og 25 þingmenn. Tæplega 12% þjóðarinnar ákvað að nota sitt atkvæði til styrktar hinum ýmsu smáframboðum sem nánast enga möguleika áttu á að koma að manni á þing.

Strax og ný ríkisstjórn hafði verið mynduð hóf stjórnarandstaðan gagnrýni sína og beindist hún hellst að því hversu illa gengi fyrir ríkisstjórnina að standa við gefin kosningaloforð. Þarna var stjórnarandstaðan farin að berjast fyrir þeim málefnum sem stjórnarflokkarnir höfðu barist fyrir í aðdraganda kosninga. Gott mál, mjög gott mál, þarna leit út fyrir að stjórnarandstaðan ætlaði að hjálpa ríkisstjórninni við að koma á þeim loforðum sem gefin höfðu verið.Það leit út fyrir að vinsti öflin í pólitík hefði lært eitthvað af kosningunum.

Vandinn var bara sá að fólk átti svolítið erfitt með að skilja þessa stefnubreytingu núverandi stjórnarandstöðu, þar sem stór hluti hennar hafði verið í ríkisstjórn síðustu fjögur ár þar á undan og ekki sýnt eina einustu tilburði til að vinna að þeim málum sem þau töldu nú svo mikilvægt að ráðast í, þvert á móti var markvisst unnið gegn öllum þeim hugmyndum. Þá höfðu allir núverandi stjórnarandstöðuflokkar  barist hart gegn þessum málum í kosningabaráttunni, töldu þau flest vera óframkvæmanleg. Samt voru stjórnvöld gagnrýnd fyrir að vera ekki búin að koma þeim til framkvæmdar, nánast strax við undirritun stjórnarsáttmálans!!

Þegar svo ríkisstjórnin efnir sín ksningaloforð ætlar allt vitlaust að verða á vinstri væng stjórnmálanna. Þá rís þetta fólk upp og gagnrýnir störfin, sömu störf og þessi hópur gagnrýndi stjórnina fyrir að efna ekki, fyruir örfáum vikum síðan. Þarna féll gríman af vinstri afturhaldspólitíkunum. Þeirra gagnrýni fyrr í sumar var ekki vegna hugulsemi til kjósenda og sannarlega ekki skilaboð um samstarf við stjórnarhafa um þessi verkefni. Gagnrýni var einfaldlega gagnrýni og meðan engin verk var að gagnrýna, varð að gagnrýna "verkleysið". Vinstri afturhaldsöflin ætla sér sannarlega ekki að leggja sitt af mörkum til að koma landinu og fólkinu sem það býr, til bjargar. Þar er eitt markmið uppi, að vera á móti. Vinstri afturhaldsöflin höfðu ekkert lært af þeirri útreið sem kjósendur sýndu þeim í kosningunum í vor!

Allt sem stjórnvöld hafa gert eða boða að gera var kjósendum full kunnugt fyrir kosningar, kom ýmist fram í kosningabaráttunni sjálfri eða í störfum núverandi stjórnarflokka á síðasta kjörtímabili. Má þar nefna nokkur verkefni eins og : Frestun aðildarviðræðna, endurskoðun fiskveiðigjalds, endurskoðun rammaáætlunar, afnám fjármagnsskatts, leiðrétting lána, afnám verðtryggingar, einföldun regluverks fyrir fyrirtæki landsins og lækkun skatta. Fleira má auðvitað telja. 

Það er sama hvert þessara verkefna hefur komið til umræðu, allt ætlar vitlaust að verða meðal þeirra sem hyllast vinstri pólitík. Bloggarar ganga af göflunum, athugasendatengingar veffjölmiðla og bloggsíðna fyllast af allskyns bulli og engu líkara en þarna fari fólk sem lítið hefur milli eyrnanna.

Eins og áður segir voru skilaboð þjóðarinnar vel skýr í síðustu kosningum, skýrari en oftast áður. Sérstök skilaboð fékk þó Samfylking, skilaboð sem hún virðist þó ekki hafa meðtekið, hvort sem það er af heimsku eða öðrum ástæðum. 

Það er kannski til of mikils mælst að fólk sem ekki skilur niðurstöðu kosninga, geti verið með einhverja vitræna umræðu um pólitík!!

 

 


mbl.is Auðlegðarskattur ekki framlengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki það sama sem vinstri-sinnað fólk spyr sig varðandi hægri-sinnaða? :D

Það að ganga illa í kosningum er ekki nein forsenda fyrir því að flokkanir og stuðningsmenn þeirra eigi að hafa hljótt um sig, þvert á móti þá er það líklegt til að þeir verði háværari þar sem þeir verða að vinna fólk á sitt band aftur.

Þetta er bara dásemdin við nútíma vestrænt lýðræði þar sem framkvæmdin líkist meira hóp-íþrótt frekar en æðsta stjórnvaldi landsins.

Kjarnin í þessari gerð stjórnmála er að finna málefni sem líklegt er að hægt sé að kljúfa fólk í hópa yfir og hamra á þeim stanslaust til þess að gera kjarna stuðningsmenn flokksins nógu æsta til að vilja vinna í því að sigra andstæðingin (peningagjafir, vinna fyrir flokkin og þess háttar).

Það að létta skattaálag þeirra fáeinu prósenta þjóðfélagsins sem þurfa ekki á því að halda á kostnað hinna er týpískt mál sem mun efla samstöðu vinstri manna.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 10:04

2 identicon

Það er alltaf hressandi og gaman að lesa skrif fólks sem hefur ferska og nýja sýn á Íslenskri pólitík. Fólki sem sér allt eins og Íslensk pólitík hafi fæðst fyrir 6 mánuðum síðan. Fólk sem hneykslast á einhverju sem það telur nýung en hefur skeð við hver einustu stjórnarskipti svo langt aftur sem elstu menn muna, og jafnvel lengur. Yndislegir sólheimabloggarar sem létta okkur lund með skoplegu minnisleysi sínu.

Hannes (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband