Ragnheiður Ríkharðsdóttir fer með rangt mál !!

Ragnheiður Ríkharðsdóttir fór mikinn í fréttum RUV í hádeginu. Þar fullyrti hún að landsfundur Sjálfstæðisflokks hefði samþykkt að boðað yrði til kosningar um hvort aðildarferlinu skuli haldið áfram. Þessa samþykkt er hvergi að finna í samþykktum síðaðasta landsfundar flokksins. Um þetta mál stendur, í ályktun um utanríkismál:

"Evrópa er eitt mikilvægasta markaðs- og menningarsvæði Íslands og því nauðsynlegt að tryggja áfram opinn og frjálsann aðgang að innrimarkaði Evrópusambandsins svo sem gert er á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Nýta ber þau margvíslegu tækifæri sem samningurinn veitir til að fylgja eftir hagsmunum Íslands gagnvart öðrum ríkjum Evrópu. Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. 

Áréttað er að aðildarviðræðum skuli hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."

Skýrara getur þetta ekki verið og engin loforð um hvort eða hvenær sú atkvæðagreiðsla skuli fara fram. Það væri kannski ráð fyrir Ragnheiði að lesa fyrst þær samþykktir sem hún kýs að vitna til. Það gæti hugsanlega komið í veg fyrir að hún fari fram með beinar lygar að þjóðinni, gegnum ríkisfjölmiðilinn.

Hitt er annað mál að hugsanlega má túlka orð formanns Sjálfstæðisflokks og sumra annara frambjóðendur á þann veg að eitthvert loforð um slíka atkvæðagreiðslu hafi verið gefið í kosningabaráttunni. En í samþykkt landsfundar er ekkert slíkt loforð að finna. 

Auðvitað er það svo að hver sá þingmaður sem kosinn er á Alþingi vill standa við gefin loforð. Því þurfa þeir að koma slíkum loforðum inn í stjórnarsáttmála, annars eru þau lítils virði. Það sér hver maður að ekki einu sinni í einsflokks ríkisstjórn geti allir frambjóðendur náð öllum sínum kosningaloforðum fram. Ríkisstjórn tveggja flokka gerir þetta enn erfiðara. 

Ragnheiði Ríkharðsdóttur er frjálst að halda fram sinni meiningu og vísa til kosningaloforða, en með því að vísa til samþykktar landsfundar er hún að fara fram með lygar.

Slíkt hefur sjaldnast verið stjórnmálamanni til vegsauka eða virðingar!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ætli Ragnheiður viti ekki betur en þú hver stefna flokksins er Gunnar?

Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram

Þetta er ekki hægt að misskilja eða rangtúlka.  Enda viðurkenndi Bjarni Ben að stefna flokksins sé að viðræðuferlið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Hann hlýtur að vita það að ráðherra getur ekki upp á sitt eindæmi slitið viðræðum sem Alþingi ákvað að setja í gang.  Við getum alveg verið mótfallnir inngöngu í sambandið en stjórnvöld verða að virða lýðræðið og standa formlega rétt að málum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.8.2013 kl. 16:39

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú sækir þín gögn til kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins Jóhannes. Ef þú hefðir gefið þér smá tíma til að lesa mitt blogg áður en þú fórst að rita athugasemd við það, þá hefðir þú séð að ég gagnrýni ekki þann þátt í ummælum Ragnheiðar, heldur hitt að hún skuli bera við samþykktum landsfundar Sjálfstæðisflokks.

Tilvitnunin sem ég setti í mitt blogg er tekið orðrétt upp úr samþykkt síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokks um utanríkismál. Þar kemur hvergi fram að hvort eða hvenær skuli kjósa um framhald viðræðna, einungis að viðræðum skuli HÆTT og ekki hafnar aftur án kosningu meðal þjóðarinnar.

Þetta má sjá með því að klikka á krækjuna sem ég setti einnig í bloggið!

Útúrsnúningar eru engum til sóma !! 

Gunnar Heiðarsson, 19.8.2013 kl. 17:29

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Landsfundarsamþykktir eru innanhúsmál flokksbundinna sjálfstæðismanna Gunnar.  Kosningastefnuskráin eru loforð frambjóðenda við kjósendur.  Hvort vegur meira í þínum huga?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.8.2013 kl. 17:37

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Stefna flokka er byggð upp á landsfundum eða sambærilegum samkomum. Þar er stefnan mörkuð. Það eru grunnur hvers stjórnmálaflokks.

Hvað ákveðið er að segja síðan í undanfara kosninga er ekki eins megnugt, þó auðvitað stjórnmálamenn ættu að sýna kjósendum og samflokksmönnum sínum þá virðingu að setja sín kosningaloforð í tengsl við samþykktir eiginn flokks.

Það er því stefna hvers stjórnmálaflokks sem ég skoða, ekki kosningaloforðin!

Gunnar Heiðarsson, 19.8.2013 kl. 17:51

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég hef heyrt suma sjálfstæðismenn tala um samþykktir landsfunda Sjallana sem æðri landslögum!  Þetta eru gjarnan sömu mennirnir sem hræðast múslima vegna þess að saríalög þeirra eru æðri landslögum.  Sérðu ekki kaldhæðnina í svona þröngsýni?

Auðvitað á að fara eftir kosningastefnuskrá.  Sérstaklega í stjórnarsamstarfi eftir kosningar. Enginn stjórnmálaflokkur gerir kröfur til að þeirra stefna verði gerð að stefnu samsteypustjórna.  Enda byggir stjórnarsáttmálinn á kosningastefnuskrám beggja flokka. Þetta veiztu alveg eins vel og ég.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.8.2013 kl. 18:00

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú seilist nokkuð langt í því að lýkja samþykktum landsfunda stjórnmálaflokka við saríalög Jóhannes. Kannski svo sé gert í þeim stjórnmálaflokki sem þú aðhyllist, en sjálfur þekki ég ekki slíkann hugsanahátt.

Annars voru skrif mín gagnrýni á Ragnheiði Ríkharðsdóttur fyrir að vitna til til samþykktar landsfundar Sjálfstæðisflokks í  viðtalinu við fréttamann RUV. Sú gagnrýni stendur að fullu, enda enginn bókstafur í téðri samþykkt um hvort eða hvenær skuli boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hvort við viljum frekar láta landsfundarsamþykktir eða kosningaloforð ráða för þegar við göngum til kosninga til Alþingis kemur því máli bara ekkert við. 

Ragnheiður fór ekki með rétt mál og það er það sem ég gagnrýni!!

Gunnar Heiðarsson, 19.8.2013 kl. 18:31

7 Smámynd: Rafn Guðmundsson

gunnar h - ertu með upptöku af þessu eða link vegna "Þar fullyrti hún að landsfundur Sjálfstæðisflokks hefði samþykkt að boðað yrði til kosningar um hvort aðildarferlinu skuli haldið áfram."

Rafn Guðmundsson, 19.8.2013 kl. 20:22

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hér er linkur á viðtalið við Ragnheiði og byrjar það þegar liðnar eru 2 mínútur og 51 sekúnda af upptökunni:

 http://ruv.is/sarpurinn/hadegisfrettir/19082013-1

Í bloggi mínu er síðan tengill á samþykkt síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokks um utanríkismál.

Gunnar Heiðarsson, 20.8.2013 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband