Auðvitað, annað væri undarlegt
17.8.2013 | 10:03
Auðvitað eru menn valdir eftir skoðunum þegar koma skal ákveðnu markmiði áfram. Þarna er ríkisstjórnin að skipa tvo hópa til að vinna að undirbúningi þess að koma sínum kosningaloforðum til afgreiðslu. Í þessum hópum er hæft fólk, eins og Árni Páll bendir á og það er það sem máli skiptir.
Það væri undreg ákvörðun ef ríkisstjórnin skipaði í slíka hópa fólk sem væri andstætt þeirri hugmynd sem þeir eiga að fjalla um. Slíkt væri til þess eins gert að fá neikvæða niðurstöðu. Aftur á móti er ljóst að þeir sem eru hugmyndinni jákvæðir, leita allra leiða til finna lausn og það er tilgangurinn.
Jafn heimskulegt væri að skipa fulltrúa stjórnarandstöðu í þessa hópa, eða hafa eitthvað sérstakt samráð við hana. Staðreyndin er einföld, þeir sem skipa stæðstan hluta stjórnarandstöðunnar nú voru í ríkisstjórn síðasta kjörtímabil og á þeim tíma sannaði hún að þessi mál voru langt frá því að vera henni hugleikin. Þvert á móti var unnið markvisst gegn öllum hugmyndum af þessum toga.
Árni Páll vill auðvitað feta í spor Jóhönnu Sigurðardóttur í þessu máli, þegar hún sem félagsmálaráðherra haustið 2008 setti saman hóp til að skoða hvort hægt væri að afnema verðtrygginguna. Svo listilega var sá hópur saman settur og samhljóma voru menn þar, að einungis tók þann hóp eina viku að komast að því að slíkt væri ekki hægt. Formaður þess hóps var Gylfi Arnbjörnsson.
Sagan gleymist ekki þó margur vildi sjálfsagt að ákveðinn hluti hennar falli í gleymsku.
Sérvaldir vegna skoðana sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var reyndar ekki niðurstaðan að þetta væri ekki hægt.
Heldur var tekin meðvituð ákvörðun um að gera það ekki.
Því að þeir sem þar voru vildu það einfaldlega ekki.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.8.2013 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.