Nakinn sannleikur
15.6.2013 | 06:00
Þau þrjú orð sem eru í fyrirsögn þessarar fréttar segja allt sem segja þaf. Valdið er hjá Evrópusambandinu og því verður einfaldlega ekki breytt. Þetta á ekki eingöngu við um sjávarútvegsmál, heldur allan lagabálk sambandsins.
Allar hugmyndir um undanþágur frá þessari reglu eru draumórar. Því er ekki um neitta að ræða sem kallast samningaviðræður milli umsóknarríkis og ESB, einungis aðildarviðræður. Þessari staðreynd hefur verið reynt að halda á lofti hér á landi, enda skýrt kveðið á um þetta í Lissabonsáttmálanum.
Nú er ljóst að meðal aðildarsinna er margt fólk sem hefur meðalgáfur og meira. Því er með öllu útilokað að skilja hvers vegna þetta fólk vill ekki viðurkenna staðreindir málsins. Það væri mun heilbrigðara að þetta fólk einfaldlega viðurkenndi þessa staðreynd og héldi síðan uppi málflutningi til stuðnings aðild út frá því, í stað þess að vera að reyna að ljúga að þjóðinni.
Það eru alveg ábyggilega til einhver rök fyrir aðild, þó ég sjái þau ekki. Þessum rökum eiga aðildarsinnar að halda á lofti. Þannig og einungis þannig geta þeir unnið hugðarefni sínu fylgi. Það nær enginn árangri með lygum.
Það þarf ekki að halda áfram aðlögunarviðræðum við ESB, nema fólk sé tilbúið að ganga í sambandið. Það sem fylgir slíkri inngöngu er að ESB mun hafa valdið, vald yfir öllum þeim þáttum samfélagsins sem falla undir lög og reglur sambandsins. Sjávarútvegur, landbúnaður og nánast allt sem okkur skiptir einhverju máli mun falla þar undir.
Þó reglan um hlutfallslegann stöðugleika muni tryggja okkur yfirráðum yfir okkar fiskistofnum, til að byrja með að minnsta kosti, er sú regla ekki heilög. Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að við inngöngu mun Ísland lenda innan þeirrar reglu sem heimilar flutning kvóta milli landa sambandsins. Þetta gæti leitt til þess að jafnvel þó við myndum sjálf ákveða hversu mikið skuli veitt innan okkar lögsögu, er engin trygging fyrir því að kvótinn sé lengur hér á landi. Hann gæti allt eins verið kominn til Spánar eða Þýskalands.
Þorskastríðin 1972 og 1975, þegar varðskipin okkar áttu í baráttu við herskipaflota Breta, væri þá farin fyrir lítið, þar sem landhelgin væri í reynd komin í 12 mílurnar aftur. Það væri sú landhelgi sem sannarlega væri okkar. Allt fyrir utan 12 mílurnar væri undir lögum og reglum ESB. Það væri svo undir framkvæmdastjórninni og Evrópuþinginu komið hvort sú landhelgi væri minnkuð enn frekar.
Eins og áður segir, þá getur verið að einhver rök hnígi að því að þessu sé fórnandi. Því er mikilvægt að aðildarsinnar upplýsi okkur sjálfstæðissinna um þessi rök. Hvað rök réttlæta að valdið skuli liggja hjá ESB.
Valdið hjá Evrópusambandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi aðferð ESB aðildarsinna er notuð hér í BNA, eins og til dæmis the Affordable Care Act (Obamacare).
Demókratar halda því fram án þess að roðna að sjúkratryggingagjöld lækki árlega um $2,500.
í Ohio ríki þá hækka sjúkratryggingagjöldin um 86% og í Kaliforníu um 134% til dæmis. Svo er það Ríkisstarfsmen sem kostnaður við sjúkratryggingar verða svo dýrar að það muni kosta starfsmenn um $6,000 að halda þeim tryggingum sem þau hafa þegar Obamacare gengur í garð í janúar 2014.
En samt halda demókratar því fram að sjúkratryggingagjöld lækki um $2,500, og viti menn, þorri landsmanna trúir þessu.
Þannig að hammra á lýgini nógu lengi, þá kemur almenningur til með að trúa að lýgin sé veruleiki því lengur sem lýgini er haldið á lofti, því fleirri trúa því.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 15.6.2013 kl. 07:53
Þetta er frekar sorglegt, Jóhann.
En þegar kalt járn er hamrað of lengi, þá vill það brotna. Svo er einnig með lýgina, ef henni er haldið fram of lengi áttar fólk sig og þeir sem lýgina flytja verða ómerkingar.
Gunnar Heiðarsson, 15.6.2013 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.