Vaknaður úr dáinu

Það fór ekki á milli mála, við eldhúsdagsumræðurnar á Alþingi, að Ögmundur er vaknaður úr rúmlega fjögurra ára dái. Þó hann hafi notað blaðagrein ónefnds manns sem grunn að sinni ræðu, var ljóst að hann var loks kominn í sinn gamla ham. Skörungslegur málflutningur hans um þessa blaðagrein var vissulega eftirtektarverður.

Og ljóst er að hann hefur hvílst vel þessi rúmu fjögur ár, því rúmum sólahring eftir þessa þrumuræðu um blaðagreinina, flytur Ögmundur þingsályktunartillögu um að öllum nauðungaruppboðum og innheimtuaðgerðum skuli hætt. Gott mál, gott mál!!

Rökstuðningur þessarar tillögu Ömma er að ríkisstjórnin ætlar að bæta hag lánþega og því nauðsynlegt að stöðva öll uppboð þar til henni hefur tekist það verkefni. Þessi rök eru vissulga sterk og gleðilegt að Ömmi skuli hugsa svo vel til lánþega.

Það veldur manni hins vegar töluverðum heilabrotum að hann skuli nú, þegar hann er orðinn áhrifalaus innan stjórnkerfisins, flytja þessa tillögu fyrir Alþingi. Einhvernveginn átta ég mig ekki alveg á þeirri staðreind að hann, sem var jú innanríkisráðherra þar til fyrir 19 dögum síðan, hafði þetta mál alfarið í sinni hendi og hefði með einu pennastriki getað afrekað þetta sjálfur, en gerði ekki neitt!

Að vísu hefðu ekki sömu rök dugað þá og nú, þar sem þáverandi ríkisstjórn ætlaði aldrei að hjálpa fjölskyldum landsins og því útilokað að nota það sem rök fyrir stöðvun nauðungaruppboða. En önnur og sterkari rök hefði hann getað notað fyrir því að setja stopp á þessi uppboð, þá staðreynd að réttarfarsleg óvissa um lán bankastofnanna og dómskerfið er að vinna úr þeim ágreining. Því hefði Ömmi hæglega getað notað það sem rök fyrir þeirri athöfn sem hann ætlar Alþingi nú að samþykkja.

Og miðað við ákafa hans nú, þar sem hann krefur nýja ríkisstjórn um verklok sem allra fyrst, þó hún hafi nú einungis starfað í 19 daga, hefði hann að sjálfsögðu átt að vera jafn ákafur til að setja stöðvun á nauðungaruppboð, strax og ljóst var að réttarfarsleg óvissa var komin upp, eða í byrjun árs 2010, þegar lögfræðingar á vegum ríkisstjórnarinnar vöruðu ráðerra hennar við þeirri óvissu.

Ef Ömmi hefði verið jafn ákafur þá og nú og sett bönkum og lánastofnunum stólinn fyrir dyrnar, væri margur sem hefði sloppið við þá smán og auðmýkt sem slík uppboð hafa í för með sér, auk þess sem margur væri sjálfsagt nú enn sjálfs síns herra fjárhagslega, í stað þess að vera orðinn fjárhagslegur öryrki. Ömmi hefði getað komið í veg fyrir hörmungar margra fjölskyldna landsins með þeirri gerð.

Þar að auki hefði slíkt bann á bankastofnanir óhjákvæmilega leitt til þess að þær hefðu hraða sinni vinnu sem frekast var kostur, í stað þess að flækja málið nánast endalaust fyrir dómstólum og sennilega væri búið fyrir nokkuð löngu síðan að afgreiða alla réttaróvissu sem bankarnir þykjast sjá.

En það er víst lítils að vænta af þeim sem eru í dái og gleðilegt að hann skuli nú vera vaknaður. Þetta kennir þjóðinni að kjósa aldrei vinstri flokkanna yfir sig, þar sem margur þingmaður þeirra virðist sofna þungum svefni um leið og þeir hafa fengið völd til athafna. Þeirra kjörvettvangur er í stjórnarandstöðu og þar eiga þeir að vera. Einungis þar er hægt að vænta einhverra afreka frá þeim!

 

 


mbl.is Vilja fresta nauðungarsölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú heldur virkilega ekki að hann sé að setja þetta fram til að hjálpa heimilunum og styðja stjórnina? Nei, hann er að mana strákana til að pissa á rafmagnsgirðinguna. Hann veit hvaða áhrif svona aðgerðir hafa á ríkisfjármálin og hverjar afleiðingarnar verða fyrir stjórnarflokkana.

SonK (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband