Spenningur

Nú bíða menn spenntir eftir stefnuræðu forsætisráðherra, en hann stígur í pontu eftir nokkrar mínútur.

Þó verður kannski meira spennandi að fylgjast með því að ræðu hans lokinni, hvernig fjölmiðlar leita leiða til að snúa út úr orðum ráðherrans, hvernig þeim tekst að gera ræðu hans að andhverfu sinni. Til þessa verks verða auðvitað sótt til "sérfræðinga" fjölmiðlanna, þeirra sömu og hafa verið í því hlutverki frá því fyrir hrun og hefur sjaldnast tekist að túlka nokkurn skapaðann hlut rétt.

Það er ótrúlegt að fjölmiðlar skuli ekki geta flutt fréttir eins og þær raunverulega eru, að þeir telji sig endilega þurfa að "túlka" ummæli manna á einhverna allt annan veg en orð og meining þeirra er.

Þá verður sjálfsagt spennandi fyrir einhverja að fylgjast með málflutningi stjórnarandstöðunnar, að lokinni ræðu forsætisráðherra, þó flestir landsmenn líti þann málflutning frekar sem skemmtun en alvöru.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég lagði það á mig að hlusta á ræðu Sigmundar. Held ég hafi sjaldan eða aldrei hlustað á eins mikla froðu, klisjur, kitsch og anachronisma eins og hjá Kögunarstráknum.

Ráðlegg honum að fá sér nýjan "speechwriter".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.6.2013 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband