Dordingull

Dordinglar eru skaðlausar skeppnur, en einstaklega hvimleiðar. Það hefur sjaldan þótt af hinu góða að láta slíkar skeppnur hanga niður úr sér og ekki nein upphefð.

En dordingull er alltaf dordingull, sama hvort hann hangir niður úr fjósbitanum, Bandaríkjunum eða ESB. Eitt er þó víst að hvorki eiganda fjóssins, ríkisstjórn Bandaríkjanna, né kóngunum í Brussel er skemmt af þessari skeppnu.

Reyndar voru samskipti Íslands og Bandaríkjanna með þeim hætti að síst er hægt að líkja þeim við hangandi dordingul. Allt frá tímum seinni heimstyrjaldar, þegar bandaríski herinn leysti þann breska af hólmi, hér á Íslandi, hafa samskipti okkar vestur um haf verið með ágætum og víst að efnahagslega hafa þau samskipti verið okkur hagsæl. Að vísu kom smá afturkippur þegar herinn yfirgaf landið, en samskiptin komust fljótt í lag aftur, allt þar til núverandi ríkisstjórn tók völd. Það er nokk sama hvað Össur segist hafa lagt mikið á sig í þessum efnum, staðreyndir tala sínu máli.

Viðskipti okkar vestur hafa dregist mikið saman frá því sem áður var og eru ýmsar ástæður sem liggja að baki. Enginn vilji fráfarandi ríkisstjórnar hefur þó verið til að snúa þeirri þróun við, þó þar hefði mátt gera stóra hluti.

Hins vegar má líkja samskiptum fráfarandi utanríkisráðherra við ESB, sem hangandi dordingul. Þar hefur verið farið fram með lygum og prettum. Því haldið fram að meirihluti þjóðarinnar sé fylgjandi aðild að sambandinu, en eins og kunnugt er, er hellsta krafa ESB til umsóknarríkja að sá vilji sé til staðar. Þannig hafa íslensk stjórnvöld, undir handbendi Össurar, blekkt kóngana í Brussel og víst að þeir verða því fegnastir þegar sá dordingull sleppir þræðinum og lætur sig hverfa.

Það má því segja að eini dordingullinn sem þekkist í íslenskri pólitík sé Össur Skarphéðinsson og að hann hafi hangið neðan í ESB síðustu fjögur ár. Nú verður hann að finna sér einhvern fjósbita til að hanga niður úr! 

 


mbl.is „Ekki lengur eins og dordinglar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki gleyma fríu coctail partíunum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.5.2013 kl. 02:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ætli hann fái ekki bara fína stöðu í Brussel eftir allt erfiðið við að troða þjóðinni í ESB?  Þeir hljóta að verðlauna menn fyrir vel unninn störf. Ekki vantaði viljann hjá honum, og ekki var sannleikurinn að þvælast fyrir honum heldur.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2013 kl. 08:38

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Össur er ekkert smá skordýr.

Hann hefur verið afkastamikil moldvarpa íslenskra stjórnmála allt of lengi.

Hann hefur með moldvörpustarssemi fláræði og falsi grafið undan sjálfsstæði og fullveldi þjóðarinnar um langt árabil.

Það er komin tími til á að þjóðin losni við þennan skemmdarvarg !

Gunnlaugur I., 17.5.2013 kl. 09:55

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ásthildur,

Þeir í Brussel verðlauna ekki fyrir mistök nema síður sé.

Svo er karl greyið búinn að missa ráðherrarisnuna líka og verður sennilega að borga úr sínum vasa fyrir cokteilana eins og við hin öll.

Þetta er mikið persónulegt og fjárhagslegt högg fyrir karl greyið.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.5.2013 kl. 14:54

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Blessuð friðardúfan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2013 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband