Hvernig má það vera?
7.5.2013 | 09:19
Eru það framfarir þegar atvinnuleysi er allt að 30% og atvinnuleysi ungs fólks nærri 60%?
Eru það framfarir ef ríkinu tekst að reka 20% alls síns starfskrafts?
Eru það framfarir að skipa aðgerðir sem gera einkafyrirtækjum útilokað að taka yfir þau störf sem ríkið leggur niður?
Eru það framfarir að þurfa að selja Kínverjum hafnir og landið undir þeim, hafnir sem þeir svo reka allt gríkst starfsfólk frá og fylla af kínverskum verkamönnum?
Eru það framfarir að náttúruperlur, eins og eyjarnar í Eyjahafi skuli seldar erlendum stórfjáreignamönnum?
Eða kallar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn það kannski framfarir þegar þeir hafa sogið það mikið fé úr þjóð að þangað verði ekki lengur sótt meira?
Jákvæð teikn á lofti í Grikklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Endilega að vera duglegur að rífa allt jákvætt niður....sérstaklega ef það er alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem kom okkur á lappirnar aftur, en það eru náttúrulega allir búnir að gleyma því eins og öðru hér í þessu þjóðfélagi. Það sem þeir eru að benda á er að það er búið að stöðva skuldaaukningu ríkisins og hallinn fer aftur minnkandi, en það er eitthvað sem við stórskuldugu íslendingar skiljum ekki, sem viljum fá allt fyrir ekki neitt og hellst allt afskrifað.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.