Hversu djúpt er hægt að sökkva ?

Jafnvel þó Össur Skarphéðinsson hafi gefið ESB heilbrigðisvottorð fyrir um ári síðan og sagt að vandi evrunnar væri leystur, er enn langt í land að sú sé raunin.

Vera má að bankakerfinu hafi verið bjargað fyrir horn, a.m.k. til skamms tíma og hugsanlega hefur Össur haldið að vandi evruríkja lægi einungis hjá bönkunum, nema hugur hanns sé svo samofin fjármálaöflunum. En vandi fólksins innan evruríkja er langt í frá leystur og í raun ekki nein teikn þess að verið sé að vinna að þeirri lausn. Og í raun er að koma í ljós að bankakerfið stendur vægast sagt á brauðfótum og sífellt fleiri ríki sem kalla eftir hjálp frá þríeykinu.

Atvinnuleysi eykst við hver mánaðarmót og er nú orðið svo mikið í sumum ríkjum evrulanda að eingin leið er að gera sér grein fyrir þeirri ógn sem af því stafar, hvað þá að hægt sé að setja sig í spor íbúa þessara landa. Í stóru kreppunni í Bandaríkjunum, á fjórða áratug síðustu aldar, fór atvinnuleysi upp undir 25%. Þarna voru í raun sett þau mörk að atvinnuleysi mætti ekki undir neinum kringumstæðum ná þessu marki, það væri ávísun á skelfingu, enda öll þekkt dæmi sem segja okkur að þar sem atvinnuleysi hefur orðið meira, hafi það endað með stríðsástandi.

Nokkuð er síðan sum ríki evrulanda slógu þetta met og mælist atvinnuleysi um og yfir 30% í tveim þeirra og fleiri fylgja fast á eftir. Allar aðgerðir framkvæmdastjórnar ESB miða þó að því að auka atvinnuleysið enn meira. Það er spurning hversu langt er hægt að sökkva áður en skelfingin tekur öll völd. Í þessu sambandi er hollt að skoða hvernig ástand var hér á landi, þegar atvinnuleysið náði hámarki eftir hrun. Það náði þó aldrei að fara yfir 9%!

Framkvæmdastjórnin hefur nú gefið frá sér endurskoðaða spá um hagvöxt. Þessi spá gerir ráð fyrir enn minni hagvexti en fyrri spá og var hún þó ekki beint glæsileg. Þetta mun leiða af sér enn meira atvinnuleysi. Ekki að þessi spá ætti að koma neinum á óvart, þar sem framkvæmdastjórnin hefur lagt hart að ríkisstjórnum evrulanda að draga saman í rekstri. Það sem er þó geigvænlegast við þessa endurskoðuðu spá framkvæmdastjórnar, er að hún staðfestir að vandinn er að ná til fleiri ríkja evrulanda en þeirra sem stundum eru talin til jaðarríkja, eða suðurríkja. Vandinn er þegar farin að bíta hressilega í fætur Frakka og farin að narta í hæla sjálfs Þýskalands, sem stundum hefur verið nefnt kjölfesta evrulanda. Sennilega mun endurskoðuð spá framkvæmdastjórnar í sumar gefa enn verri niðurstöðu.

Ofuráhersla á að halda upp gjaldmiðli sem ekki virkar er vonlaus leið. Að leggja ofuráherslu á að verja fjármagnsöflin á kostnað þegnanna, virkar ekki heldur. Það verður að snúa af þessari helför og fara að verja fólkið. Ef bankarnir geta ekki rekið sig þá eiga þeir einfaldlega að fara á hausinn. Inngrip inní bankakerfið, sem rekið er af misvitrum fjárglæframönnum, mun ekki bjarga neinu. Evran mun heldur ekki bjarga neinu. Eina von evrulanda eru íbúarnir sjálfir, þeir einir geta bjargað þessum löndum frá glötun. En það gerist ekki meðan ríkisstjórnir þessara ríkja verða að lúta ofurvaldi Brussel.

Það er hægt að forða Evrópu frá stríðsátökum, en það er ekki með nokkru móti hægt að halda lífi í evrunni.

 


mbl.is Samdrætti spáð á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Jákvæðu hlutirnir eru að Bretar eru sennilega að fara út,ef það kemur þá ekki of seint fyrir þá.En þetta er farið að hafa áhrif hér í Noregi.Það er allt orðið yfirfullt af farandverkafólki frá EVRU löndum í leit að vinnu.Svíþjóð er jafnvel á niðurleið.

Jósef Smári Ásmundsson, 3.5.2013 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband