Er Bjarni Ben orðinn stressaður ?
1.5.2013 | 07:29
Það eru frekar undarleg ummæli sem Bjarni hefur látið frá sér fara, eftir að forsetinn afhennti Sigmundi Davíð umboð til stjórnarmyndunarviðræðna.
Það liggur auðvitað beint fyrir að áður en Sigmundur hefur formlegar stjórnarmyndunarviðræður að þá ræði hann við formenn allra flokka sem ná mönnum á þing. Annað væri glapræði. Að lokinni slíkri yfirferð velur hann síðan þann flokk eða þá flokka sem hann telur mestar líkur á að geti myndar ríkisstjórn með honum. Að hlaupa strax í fangið á einum flokki, er samningslega séð fáráðnlegt.
Bjarni telur að Sigmundur hafi ekki "einkaleyfi" til stjórnarmyndunar. Þar misskilur hann verulega hvernig stjórnarmyndunarviðræður fara fram. Sá sem forseti felur það verkefni að mynda ríkisstjórn hefur vissulega einkaleyfi til þeirra viðræðna meðan hann hefur það umboð og getur því rætt við hvaða stjórnmálaflokk sem honum sýnist. Enginn formaður annars flokks hefur leifi til að segja honum til í þeim efnum.
Ef Bjarni ætlar að neita að ræða við Sigmund, af þeirri ástæðu að hann sé að tala við formenn annara flokka, er það auðvitað hans vandamál. En engar formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru hafnar fyrr en Sigmundur hefur valið einn eða fleiri flokka til slíkra viðræðna. Enn er hann einungis að kanna hvernig landið liggur og sjálfsagt mál fyrir hann að gera slíkt.
Það liggur fyrir að þegar stefnumál flokkanna eru skoðuð að þá er ljóst að Sjálfstæðisflokkur liggur næst Framsókn. En yfirlýsingar sumra þeirra nýju þingmanna Sjálfstæðisflokks á síðustu dögum kosningabaráttunnar gefa þó til kynna að kannski sé lengra þar á milli en stefnuskrár flokkanna gefa til kynna, jafnvel sumir þessara nýju þingmanna gefið til kynna að þeir telji sig ekki þurfa að fylgja stefnu flokksins eftir og að þeir geti ekki með nokkru móti sætt sig við stefnu Framsóknar.
Því er eðlilegt að Sigmundur skoði fleiri kosti áður en haldið er til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna.
Þessi aðferð Sigmundar undirstrikar stjórnmálalega hæfileika hans. Mál eru skoðuð vandlega áður en ákvörðun um framhaldið er tekin. Ekki ætt af stað í þeirri einu von að ráðherrastólar verði vermdir sem fyrst. Þetta ætti fleiri stjórnmálamenn að taka sér til fyrirmyndar.
Persónulega vildi ég sjá ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, tel að vintriflokkarnir hafi skaðað þjóðina nóg, auk þess sem sagan segir okkur að friður á vinnumarkaði hefur verið mestur þegar hægri flokkar eru við stjórn og hagur launafólks ætið batnað mest við þau skilyrði. Þetta skapast sjálfsagt vegna þess að hægri flokkum er útilokað að nýðast á launafólki í sama mæli og vinstriflokkum, vegna tengsla stórs hluta forystu verkalýðshreyfingarinnar við vinstri flokkana.
Það voru því vonbrygði að sjá hversu heiftarlega margir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks réðust gegn Framsókn í kosningabaráttunni, frambjóðendur sem sumir hverjir fá nú sæti í sal Alþingis. Það var engu líkara en þessir frambjóðendur og reyndar margir fylgismenn Sjálfstæðisflokks, teldu Framsókn sinn hellsta óvin í kosningunum. Nú telja þessir menn það sjálfsagt mál að Sigmundur komi beint til þeirra, án þess að kanna alla kosti fyrst.
Það er því sorglegt ef formaður Sjálfstæðisflokks neyðir handhafa umboðsins um myndun nýrrar ríkisstjórnar til viðræðna við vinstri afturhaldsöflin, með vanhugsuðum yfirlýsingum.
Ekki enn formlegar viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Úrslit kosninganna voru alger höfnun á vinstri stjórnun. Aukið atkvæðamagn Framsóknar var vegna "hamfara" höfnunar kjósenda á ríkistjórninni. Þó kurteisi sé og alltaf gott að eiga viðræður almennt er ekki viðeigandi nú í þessum aðstæðum og vanvirðing við kjósendur að Framsókn byrji á að ræða við þá sem sem þjóðin hafnað og eiga heimssögulegt met í kosningatapi. Sigmundur veit vel að frá 51% kjósendum séð er ekkert annað stjórnarmynstur boðlegt nema Sjálfstæðisflokkur og Framsókn.
Sólbjörg, 1.5.2013 kl. 08:00
Ég tek undir með þér Sólbjörg, en út frá samningslegu sjónarmiði væri fráleitt fyrir Sigmund að hefja viðræður við Sjálfstæðisflokk án þess að ræða við formenn allra flokka fyrst. Það veitir honum sterkari samningsstöðu í ljósi þess að þá hefur hann eitthvað í höndunum um fleiri möguleika.
Sú staða gæti auðveldlega komið upp að Sjálfstæðisflokkur neyði Sigmund til að skoða aðra kosti. Því er nauðsynlegt fyrir hann að vita hvenær sú neyð býður honum að slíta viðræðum við þann flokk og leyta á önnur mið.
Hvað varðar kjósendur Framsóknar er það trú mín að flestir þeirra vilja halda vinstri afturhaldsöflunum frá ríkisstjórn, en jafnframt er ljóst að þessir sömu kjósendur eru ekki tilbúnir að gefa eftir grundvallamálin fyrir það eitt að starfa með Sjálfstæðisflokki.
Gunnar Heiðarsson, 1.5.2013 kl. 08:12
Er ekki Sigmundur að þreyta laxinn og landar honum þegar hann er búinn að sprikla sig örmagna.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 08:58
Takk Gunnar fyrir að svara, held einmitt að Stjálfstæðisflokkurinn sé innilega tibúinn að ganga að veigamestu kosningaloforðum Framsóknar og nýta þær aðferðir sem Sigmundur hefur kynnt, fullviss að það mun koma Sigmundi á óvart hve vel mun fara á með þeim Bjarna.
Einsog þú nefnir þá er það vöntun á verkhæfni og skipulagsleysi vinstri flokkanna sem kjósendur hafna því væri það blaut tuska í andlit okkar sem kusum annað hvort XD eða XB og alla litlu flokkanna ef Sigmundur fer í stjórn með þeim sem núna "lofa" að vinna að málefnum Framsóknar. Treystum ekki einu orði fyrverandi stjórnarliða því svik og ósannindi einkenndi allan þeirra feril.
Sólbjörg, 1.5.2013 kl. 09:30
Gunnar, ég tel að þú sért hér með góða greiningu á stöðunni og litlu við að bæta. Ég vil þó benda á, að minnihlutastjórn Framsóknarflokks er alls ekki eins fáránlegur kostur eins sumir telja, til dæmis Guðni Th. Jóhannesson, sem sagði:
Orð Guðna eru endurómur úr fortíðinni, þegar þjóðin lét höfðingja-ræðið (þing-ræðið) vaða yfir sig. Ein af grundvallar reglum stjórnarforms lýðveldis er aðskilnaður löggsetningarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Ef menn vilja viðhalda lýðveldinu þá virða menn þessa reglu.
Margir hafa talað um að ráðherrar ættu ekki að sitja samtímis á Alþingi. Utanþingsstjórnir og minnihlutastjórnir eru í eðli sínu aðskilnaður framkvæmdavalds frá lögsetningarvaldi. Hugsanlega er forseti Lýðveldisins og Sigmundur Davíð að feta brautina til betra lýðveldis en við höfum þekkt.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 1.5.2013 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.