Össur vill ekki láta ljúga að sér, en finnst sjálfsagt að .......

Össur Skarphéðinsson vill ekki láta neinn ljúga að sér, en telur sjálfsagt mál að stunda slíkann ósóma gagnvart öðrum!

Það er þekkt staðreynd að betra er að taka við slæmu búi en góðu. Það er auðveldara að byggja upp slæmt bú en viðhalda góðu. Því þarf ekki að koma á óvart þó einhver árangur hafi náðst síðustu fjögur ár. En sá árangur er miklu minni en hann hefð getað orðið, ef ekki kæmi til ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir.

Staðreyndin er að sá árangur sem náðst hefur, kemur til vegna verka fyrri ríkísstjórnar, fyrst og fremst vegna þeirra neyðarlaga sem sett voru í kjölfar hrunsins. Þá hefur hjálpað okkur að hafa eiginn gjaldmiðil. Þessir þættir hafa fyrst og fremst skilað þeim árangri sem þó er hægt að tala um, þrátt fyrir að allar gerðir ríkisstjórnar Jóhönnu hafi unnið af fullum krafti gegn honum. Það má þakka það nú, eftir fjögurra ára stjórn Jóhönnu, hve geta þessarar ríkisstjórnar er lítil. Illa hefði farið ef geta þessarar ríkisstjórnar hefði verið einhver.

Það er því helber lygi þegar Össur eignar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þann litla árangur sem þó má sjá.

Hin lygin sem fram kemur í þessari frétt er þó öllu verri, sérstaklega þegar hún kemur frá manni sem kennir sig við jafnaðarhugsjón. Það er sú lygi sem Össur heldur fram um jöfnun og kaupmátt launa. Hann segir að ríkisstjórnin hafi tryggt laun þeirra lægstlaunuðu, þeirra sem minnst hafa.

Það var gerður kjarasamningur á almennum markaði og ríkisstjórnin kom ekki að þeim samning fyrr en á lokadögum hans. Í þessum samning var gerð tilraun til að auka hag þeirra sem minnst höfðu, en auðvitað brást sú hugsjón strax eftir að samningar höfðu verið undirritaðir. Þáttur ríkisstjórnarinnar í þessum samningum var m.a. að tryggja á lífeyrisþegar fengju sambærilegar hækkanir. Með útúrsnúningum á orðalagi tókst ríkisstjórninni að svíkja það loforð og eftir standa aldraðir og öryrkjar með minni launahækkanir en þeim var lofað. Þessir hópar mega þó enn una við skerðingu sem á þá var lögð, sumarið 2009. Sú skerðing náði einnig til m.a. þingmanna. Það tók Alþingi innan við klukkustund að afnema þá skerðingu á eigin launum, en þegar talað er um að afnema þessa skerðingu á öldruðum og öryrkjum, þarf málið að fara í fleiri mánaða ferli í nefndum!!

Þegar horft er til kjarasamninga ríkisstarfsmanna, þeirra samninga sem ríkisstjórnin sjálf á beina aðild að, kemur í ljós að auðveldast hefur verið fyrir þá sem hæðstu launin hafa að fá hækkanir og hafa þeir samningar gengið hljótt fyrir sig. Þegar kemur niður að að þeim sem þurfa að sætta sig lægstu taxta ríkisins, hefur þurft hópuppsagnir og hótanir um verkföll, til þess eins að fá fulltrúa ríkissins að samningsborðinu!

Samkvæmt gögnum Hagstofunnar liggur fyrir að starfsfólk í fjármálageiranum hefur fengið mestu launahækkanir og síðan fara þær stig lækkandi þar til kemur að þeim sem hafa lægstu launin. Þeirra hækkun er minnst! Þetta eru staðreyndirnar, en Össur kýs að hundsa þær og ljúga að þjóðinni!!

Þegar þessar staðreyndir eru nefndar, tala fylgismenn ríkisstjórnar Jóhönnu gjarnan um skattkerfisbreytingar og í gegnum þær hafi kjör hinna sem minnst mega sín batnað.

Þá er gjarnan bennt á hækkun persónuafsláttar. Þarna kýs fólk að gleyma staðreyndum. Það var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem frysti persónuafsláttinn, sumarið 2009. Það var svo hluti þess að ekki færi hér allt í verkföll veturinn 2011 sem ríkisstjórnin gaf eftir að taka persónuafsláttinn úr frosti. Það þurfti til kröfur gegnum kjarasamninga og hótanir um verkföll til að fá þessa leiðréttingu, hún kom ekki fram að frumkvæði ríkisstjórnarinnar!

Aðrar skattkerfisbreytingar hafa litlum bótum skilað fyrir þá sem minnst hafa. Hækkun tekjuskatts með þrepum gerir það að verkum að fólk er meðhöndlað sem hátekjufólk innan skattkerfisins, jafnvel þó laun þess dugi því vart til framfærslu. Hinar ýmsu bætur til t.d. barnafólks, sem stjórnvöld hæla sér af, eru í flestum tilfellum leiðrétting vegna skerðinga þeirra bóta, fyrst eftir hrun.

Hins vegar hefur aukin þáttaka í lyfjakaupum og sífellt hækkandi komugjöld til lækna, bitnað hart á þeim sem minnst hafa, ekki hvað síst á öryrkjum og öldruðum.

Þá má heldur ekki gleyma þeim hækkunum sem hafa orðið á gjaldskrám fyrirtækja í eigu ríkis og bæja, eða öllum þeim hækkunum sem lagðar hafa verið á hina ýmsu neysluskatta. Hugmyndaflug ríkisstjórnarinnar í að finna upp nýja skatta er einnig einsdæmi. Allar þessar hækkanir koma jafnt niður á alla og auðvitað finna þeir sem lægstu launin hafa mest fyrir þeim!

Það er því helber lygi hjá Össur að kjör þeirra sem minnst mega sín hafi batnað.

Það getur verið að einhverjir kratar trúi lygum Össurar, en það er þeirra vandamál. Hinn almenni kjósandi veit betur, hann veit að buddan tæmist alltaf fyrr og fyrr í hverjum mánuði!

Kjósendur vita líka hvernig þessi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur verið höll undir fjármálaöflin, ekki hvað síst núverandi formaður Samfylkingar. Jafnvel þegar dómstólar hafa kveðið upp dóma gegn þessum öflum, þjóðinni í hag, hafa ráðherrar ekki skirrst við að leyta leiða til að ógilda dóma Hæstaréttar. Jafnvel hefur svo langt gengið að sett hafa verið afturvirk lög sem dómurinn hefur haft ástæðu til að ógilda!! Þetta gerðu ráðherrar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur til að friða sísvangt gin fjármálaaflanna!!

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skilur við brunarústir einar. Það sem tókst að bjarga úr þeim rústum, var bjargað strax eftir að eldurinn kviknaði. Síðustu fjögur ár hafa ráðamenn starað á rústirnar og hrópað "sjáið hvað pólitísku andstæðingarnir okkar gerðu". Enginn dugur hefur verið til að hreinsa út úr rústunum og hefja uppbygginguna aftur. Getuleysið hefur verið algert!!

Fulltrúar Samfylkingar gleyma því viljandi að þeir sjálfur voru við stjórnvölinn þegar eldurinn kviknaði.

 


mbl.is Bognar stundum en brestur aldrei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er einhver sem trúir lygaþvælunni frá utanríkisráðherra? Vonandi er hans síðasta skeið á enda runnið í íslenskum stjórnmálum.

Jóhanna (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband