Lausn Bjarna á vanda lántakenda gengur ekki upp

Það er ánægjulegt að Bjarni skuli viðurkenna að kröfuhafar verði að taka á sig afskriftir við uppgjör gömlu bankanna. Það er fyrsta skrefið.

Hitt er sorglegra að sjá hvað hann virðist litla þekkingu hafa á vanda lántakenda. Sú lausn sem hann býður þeim kjósendum sem við þann vanda eiga við að etja, gengur einfaldlega ekki upp! 

Lausn Bjarna mun færa meðalskuldara nálægt 70.000kr á mánuði til niðurgreiðslu höfuðstóls lána. Á sama tíma hækkar höfuðstóll meðallánsins um nærri 130.000kr.

Þetta dæmi gengur einfaldlega ekki upp, þannig að annað hvort er reiknikunnátta Bjarna svona takmörkuð, eða hann treystir á vanþekkingu kjósenda.

 


mbl.is Kröfuhafar taki á sig afskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að auki talar hann um séreignasparnað sem eitthvað sem fólk liggi á. Ég held að þeir sem voru svo lánsamir að eiga hann þegar hrunið varð séu löngu búnir að éta þennan sparnað upp síðustu ár, rétt til að lifa af. Varla er hægt að nota hann tvisvar. Nema hann eigi við framtíðarséreignarsparnað? Jahá, ekki hef ég a.m.k. efni á að "eyða" í svoleiðis í dag svo þetta kæmi hvorki mér né mínum líkum til góða.

assa (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 08:58

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Tillögur Bjarna hljóta að miða við framtíðarséreignasparnað. Þeir sem skulda eru flestir búnir að þurka upp inneignina sína. Nema Bjarni ætli þeim skuldlausu að láta af hendi sinn séreignasparnað!

Gunnar Heiðarsson, 20.4.2013 kl. 09:08

3 identicon

Vandinn verður bara leystur á einn hátt: einhver annar borgar. Hvort það verða auðmjúkir útlendir kröfuhafar sem eru vanir að láta traðka þannig á sér eða hinir staðföstu Íslensku skattgreiðendur sem láta aldrei kúga sig sem greiða þetta kemur bara í ljós eftir kosningar.

Finnur (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 15:55

4 Smámynd: Samstaða þjóðar

Illhugi boðaði í kvöld að skattgreiðendur ættu að greiða 16 milljarða árlega til bankanna, sem eru að mestu í eigu hrægammanna. Þessi skattheimta gerir 80 milljarðar á 5 árum. Féð á að nota til að greiða bönkunum þær skuldir heimilanna, sem bankarnir geta ekki innheimt sjálfir. Þessi hugmynd er fullkomin flónska.

Sjálfstæðisflokkur hefur fundið upp örugga leið til að tapa stórt í kosningum.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 21.4.2013 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband