Vandi Sjálfstæðisflokks er djúpstæður

Æ meiri líkur eru á að Sjálfstæðislokkur hljóti enn verri útreið í kosningunum nú en vorið 2009. Þessi niðurstaða er með ólíkindum, sérstaklega í ljósi þess að nú er að líða undir lok kjörtímabil vinstristjórnar, sem vægast sagt hefur verið skelfilegt.

En hver er vandi flokksins? Hverjir eru það sem harðast ráðast gegn flokknum?

Vissulega var ákvörðun allra þingmanna flokksins, utan tveggja, að styðja icesave III vanhugsuð og gagnrýniverð og vissulega er formaður flokksins umdeildur. En þetta skýrir ekki þessa útreið flokksins. Þrátt fyrir þetta ætti fylgið að vera mun meira, enda lá það vel yfir 30% mestann hluta kjörtímabilsins, eða allt fram að síðasta landsfundi. 

Vandi flokksins er djúpstæður og að öllu leyti innaflokks. Það er ekki formanninum að kenna hvernig komið er, heldur öflum innan flokksins.

Hvernig stendur á því að menn innan flokkseigendaklíkunnar leifa sér á kosningavetri að skrifa hverja greinina á eftir annari í fjölmiðla, þar sem samþykktir landfundar eru nýddar niður? Vilja þessir menn virkilega að flokkur þeirra bíði afhroð í kosningum?

Hverig stendur á því að öfl innan flokksins láta gera skoðanakönnun um hvort flokkurinn fengi fleiri atkvæði ef formaðurinn víkji? Það eru einungis örfár vikur síðan landsfundur kaus þennan mann til áframhaldandi formennsku. Gagnrýni, sem áður koma á hann utanflokks, hefur nú færst af fullum þunga inn í flokkinn, að fámennri klíku. Skoðanakönnun sem þessi er einungis sem bensín á eld. Hvers vegna lét þetta svokallaða sjálfstæðisfólk ekki duga að andstæðingar flokksins gagnrýndu formannin. Það er auðvelt að verjast árásum andstæðinga, en nánast útilokað að verjast árásum samherja!

Það má að fulli þakka öflum innan Sjálfstæðisflokks hvernig komið er, ekki síst öflum innan flokkseigendaklíkunnar. Því ber að þakka því fólki, ef kjark forustunar þrýtur að loknum kosningum og hún þorir ekki í ríkisstjórn. Það er þessum öflum innan Sjálftæðisflokks að þakka ef hér verður mynduð önnur vinstristjórn og sama skelfingarástandi verður viðhaldið á næsta kjörtímabili. Andstæðingar Sjálstæðisflokksins höfðu hvorki vit né getu til að vinna flokknum þann skaða sem flokkseigendaklíkan og fámenn öfl innan flokksins hafa unnið.

Tap Sjálfstæðisflokksins er því maklegt, vandinn er bara að þetta hryðjuverkafólk innan flokksins hefur sennilega séð til þess að hér mun verða annað kjörtímabil stöðnunar og skelfingar. Eina von landsmanna er að forysta flokksins sýni kjark og þor til að fara í ríkisstjórn, jafnvel þó flokkurinn fái lélega útkomu í kosningum. Hann mun þó alltaf verða næststæðsti flokkur landsins og sem slíkur ber honum skylda til að taka hag þjóðarinar fram fyrir hag flokksins, eða fámennrar klíku innan hans!! 

Sjálfur hef ég talað fyrir stefnu Framsóknar í lausn vanda heimila landsins, enda nauðsynlegt að leysa þann vanda ef ekki á illa að fara. En það er til lítils ef ekki fylgir uppbygging. Þó þessir tveir flokkar séu ekki sammála um hvaða leið skuli farið í lausn þessa vanda, eru þeir nokkuð sammála um hvernig staðið skuli að uppbyggingunni. Við vitum hvernig vinstriflokkarnir hafa hagað sér og ef Framsókn neyðist til samstarfs við þá er ljóst að engin uppbygging mun verða.  

Því mun reyna á hvort forysta Sjálfstæðisflokksins hefur kjark og þor til að ráðast gegn niðurrifsöflunum sem hafa náð fótfestu innan flokkseigendaklíkunnar og flokksins, að loknum næstu kosningum!!

Á því mun framtíð landsins velta, ekki hvort formaður Sjálfstæðisflokks heitir Bjarni eða Hanna!!

 


mbl.is Formannsskipti engin óskastaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

  Alburðarás síðustu daga er »Drama« sem sett er á svið, en ekki raunveruleg stjórnmál. Orðið »drama« merkir gerningur, eða eins og því er lýst á Wikipedia: »Drama is the specific mode of fiction represented in performance. The term comes from a Greek word meaning "action" (Classical Greek: drama), which is derived from the verb meaning "to do" or "to act" (Classical Greek: draō). The enactment of drama in theatre, performed by actors on a stage before an audience, presupposes collaborative modes of production and a collective form of reception.« Vandamál Sjálfstæðisflokks er hvorki Bjarni Benediktsson né Hanna Birna Kristjánsdóttir. Vandamálið er firring flokks-forustunnar í heild, sem hefur glatað öllu sambandi við hinn almenna flokksmann. Við sáum þetta skýrt í Icesave-málinu og við sjáum þetta skýrt í Snjóhengju-málinu. Þetta hefur einnig komið skýrt í ljós í ESB-málinu og hefur nú þegar komið fram varðandi Evrópustofu. Við höfum séð hvernig forustan umgengst kröfu flokksmanna um peningastefnu (fastgengi) sem yrði til gagns fyrir þjóðina og veitt þráðan efnahagslegann stöðugleika. Forustan hefur það viðhorf, að flokksmenn séu hálfvitar sem ekki sé takandi mark á. Þrátt fyrir ýtrekaðar og skýrar samþykktir Landsfunda, fer forustan sínu fram með ákvarðanir sem einkennast af heimsku og eru skaðlegar fyrir þjóðina. Hér er stutt frásögn af fyrsta þætti »dramans«: Sjálfstæðisflokkur býður upp á »dramatískt« leikverk í aðdraganda kosninga Loftur Altice Þorsteinsson.  

Samstaða þjóðar, 13.4.2013 kl. 09:22

2 Smámynd: Samstaða þjóðar

  

Alburðarás síðustu daga er »Drama« sem sett er á svið, en ekki raunveruleg stjórnmál. Orðið »drama« merkir gerningur, eða eins og því er lýst á Wikipedia:

 

»Drama is the specific mode of fiction represented in performance. The term comes from a Greek word meaning "action" (Classical Greek: drama), which is derived from the verb meaning "to do" or "to act" (Classical Greek: draō). The enactment of drama in theatre, performed by actors on a stage before an audience, presupposes collaborative modes of production and a collective form of reception.«

Vandamál Sjálfstæðisflokks er hvorki Bjarni Benediktsson né Hanna Birna Kristjánsdóttir. Vandamálið er firring flokks-forustunnar í heild, sem hefur glatað öllu sambandi við hinn almenna flokksmann. Við sáum þetta skýrt í Icesave-málinu og við sjáum þetta skýrt í Snjóhengju-málinu.

 

Þetta hefur einnig komið skýrt í ljós í ESB-málinu og hefur nú þegar komið fram varðandi Evrópustofu. Við höfum séð hvernig forustan umgengst kröfu flokksmanna um peningastefnu (fastgengi) sem yrði til gagns fyrir þjóðina og veitt þráðan efnahagslegann stöðugleika.

Forustan hefur það viðhorf, að flokksmenn séu hálfvitar sem ekki sé takandi mark á. Þrátt fyrir ýtrekaðar og skýrar samþykktir Landsfunda, fer forustan sínu fram með ákvarðanir sem einkennast af heimsku og eru skaðlegar fyrir þjóðina. Hér er stutt frásögn af fyrsta þætti »dramans«:

 

Sjálfstæðisflokkur býður upp á »dramatískt« leikverk í aðdraganda kosninga

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

   

Samstaða þjóðar, 13.4.2013 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband