ESB að fara á taugum, eða bara Össur ?
9.4.2013 | 07:16
Stefan Fule fullyrðir að Ísland geti fengið undanþágur frá innflutningi á hráu kjöti og lifandi dýrum. Þetta er á skjön við reglugerðir ESB. Þá fullyrðir Stefan að hægt verði að taka upp kaflann um matvæla og dýra- og plöntuheilbrigði strax að loknum kosningum.
Þessar fullyrðingar eru stórar, ef sannar reynast. Sérstaklega fyrir þá sök að ekki á enn vera farið að ræða nýja kafla þessara viðræðna, eða var það kannski bara misskilningur að slíkt skyldi ekki gert fyrr en að loknum kosningum?
Reyndar skal það tekið fram að þessi orð Stefans koma í gegnum fréttatilkynningu frá Össuri Skarphéðinssyni. Trúverðugleiki slíkra fréttatikynninga hefur verið frekar lítill þetta kjörtímabil og vart að búast við að hann hafi lagast, svona korteri fyrir kosningar.
Í ljósi þess ber að taka afgang fréttatilkynningar Össurar með varúð og vonandi að þetta sé allt tilbúningur úr heilabúi hans sjálfs. A.m.k. væri ekki glæsilegt að hafa ESB yfir öxlina á okkur ef norðursiglingar verða einhverntíman að veruleika, eða olíuvinnsla á Drekasvæðinu. Eitt er víst að ef við hleypum ESB að því borði er ljóst að við fáum einungis brauðmolana sem af því falla. Hugsanlegur arður mun þá allur fara til Brussel, enda fjárskortur við rekstur þeirrar ófreksju sem þar er staðsett og kallast stjórnkefi ESB, með ólýkindum. Nú heyrast raddir um að sjálft ESB batterýið verði næsti viðskiptavinur þríeykisins skelfilega. En það er önnur saga.
Össur leggur áherslu á að ná til þeirra 15% kjósenda sem telja ESB vera mikilvægt atriði. Hugsanlega mun þessi fréttatilkynning hans blása einhverjum þeirra í brjóst. Flestir líta þetta sem helberann kosningaáróður.
Það er aftur þáttur fréttamanna í þessu máli sem er gagnrýniverður. Hvers vegna dettur engum þeirra í huga að slá á þráðinn til Stefáns og fá þessa "frétt" Össurar staðfesta?
Füle: ESB tekur tillit til séríslenskra aðstæðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég er viss um að esb er ekki að fara á taugum og sennilega ekki Össur heldur.
en hvar kemur þetta fram:
Stefan Fule fullyrðir að Ísland geti fengið undanþágur frá innflutningi á hráu kjöti og lifandi dýrum
Rafn Guðmundsson, 9.4.2013 kl. 10:31
Í fréttinni Rafn.
Gunnar Heiðarsson, 9.4.2013 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.