Mistök ritsjórans urðu að ókeypis auglýsingu
6.4.2013 | 07:52
Hvort Sigríður Dögg, Samfylkingarmanneskja, ætlaði að nota sitt blað til að koma höggi á formann Framsóknarflokks eða ekki, skal ósagt látið. Þeir sem lásu greinina sjá þó að hún á ekkert skylt við viðtalsgrein, miklu heldur hugrenningar ritsjóra, einskonar ritstjórnargrein hjá flokksblaði.
Hitt er ljóst að sennilega hefur engum tekist að gera formanninum jafn mikinn greiða og Sigríður gerði. Umtalið sem grein hennar fékk er ókeypis og reyndar ómetanleg auglýsing fyrir Framsóknarflokk. Þegar við bætist skoðanakönnun sem birt er sama dag og sýnir að flokknum vantar einungis einn þingmann til að ná hreinum meirihluta, þá var þessu grein sem vítamínsprauta fyrir Framsóknarflokk og formann hans.
Það má vissulega hrósa Sigríði Dögg fyrir góðann ritstíl. Frásögnin var skemmtileg, þó erfitt væri að setja hana í samhengi við raunveruleikann.
Hafi Sigríður Dögg ætlað að koma höggi á formann Framsóknar með þessari grein þá mistókst það gjörsamlega. Hafi hún ætlað að draga upp mynd af áhugaverðum stjórnmálaleiðtoga, þá mistókst það einnig. En henni tókst að gefa Framsóknarflokknum ókeypis og ómetanlega auglýsingu. Það er deginum ljósara að það var alls ekki tilgangur skrifa ritsjórans.
Það má vissulega þakka Sigríði Dögg fyrir þessi mistök sín!
Ætlaði ekki að gera Sigmundi óleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég ætla ekki að blanda mér í umræðuna um það hvort hér hafi verið góð blaðamennska á ferðinni . Hins vegar er rétt að benda á það að ummæli blaðamanns um Icesave eru einfladlega alröng.
1. Öruggt er vaxtakostnaður Íslendinga hefði farið yfir 200 milljarða þegar upp væri staðið. Í fyrstu Icesave samningunum áttu Íslendingar að greiða 5.6% vexti á u.þ.b. 700 milljarða. Þeir vextir stæðu nú í rúmlega 150 milljörðum og meira ætti eftir að bætast við þar sem þrotabúið á enn eftir að greiða nær helming sparifjárkrafna.
2. Ekkert endurupptökuákvæði var í samningunum. Í samningunum var grein sem tiltók að seinna gætu Íslendingar beðið Breta og Hollendinga um viðræður um framhald greiðslna. Mörg erlend lögfræðiálit liggja fyrir um það að þessi grein veitti Íslendi enga vernd gegn kröfunum.
Einn breskur lögmaður sem gaf álit sitt á þessu ákvæði lýsti því þannig að það skyldaði einungis Breta og Hollendinga til að mæta í teboð til að ræða málin.
Hins vegar var það afar skýrt í samningunum að Bretar og Hollendingar gátu gengið að hvaða eignum sem íslenska ríkið ætti, kæmi til vanefnda á samningnum. Hvar sem þær væru staðsettar í heiminum og ekki skipti máli hversu nauðsynlegar þær væru Íslendingum.
InDefence hópurinn hefur margoft reynt að benda fjölmiðlamönnum á þetta en það er bara eins og sumir vilji ekki heyra það sem þeim er sagt.
Ólafur Elíasson (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 11:21
Það var margt í þessari grein Sigríðar Daggar sem orkaði vissulega tvímælis.
Kaflinn um icesave málið var greinilega hreinn uppspuni, enda ljóst að Sigmundur Davíð, sem alla tíð stóð fast á skoðunum InDefence í því máli, færi vart að skipta um skoðun núna, þegar dómstólar hafa staðfest að hann hafði rétt fyrir sér. Það eitt segir manni að greinin var ekki viðtal, heldur pólitísk forystugrein.
Margt fleira má telja til úr þessari grein, sem er sama merki brennt.
Gunnar Heiðarsson, 6.4.2013 kl. 12:08
Icesave málið var einhver sú endemis vitleysa sem var blásin upp og kostaði okkur ekkert annað fyrirhöfn og tíma. Alltaf var vitað að útistandandi skuldir þrotabús Landsbankans nægðu nokkurn veginn fyrir þessum skuldbindingum. En hvað með Magna málið? Um það varð nánast engin umræða en það er mun alvarlegra. Erlendur braskari náði tangarhaldi á orkulindum Reykjanesskagans gegnum eignaraðild að Orkuveitu Suðurnesja. Svaf Sigmundur Davíð þegar það mál bar á góma? Og Bjarni Benediktsson? Og aðrir fulltrúar íslenskra og erlendra braskara sem vildu reyna að draga athyglina frá þessu svínaríi og beina athyglinni að öðru sem minna skipti.
Sigmundur Davíð er eins og hver önnur óheillakráka okkar Íslendinga. Hann er auðmaður sem auðgast hefur á braski, einnig árin frá hruni.
Góðar stundir en án Framsóknar takk fyrir!
Guðjón Sigþór Jensson, 6.4.2013 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.