Mistök Sjálfstæðisflokks

Það eru vissulega tíðindu að Framsóknarflokkur auki enn fylgi sitt í skoðanakönnunum. Enn meiri tíðindi er hversu illa Sjálfstæðisflokkur kemur út. Varðandi aðra flokka er ljóst að stjórnarflokkarnir eru nú að greiða fyrir öll sín svik og ekkert nema gott um það að segja. Reyndar ótrúlegt að VG skuli enn hanga ofanvið 5% markið. Fylgi Pírata á ekki að koma neinum á óvart, enda sækja þeir til unga fólksins. Ekki kæmi á óvart þó þeir fengju jafnvel enn betri útkomu. Björt Framtíð lækkar enn og tenging flokksins við Samfylkingu sennilega erfiður þröskuldur. Þó má segja að flokkur sem hefur passað sig á að taka ekki afgerandi afstöðu til neins máls skuli ætla að ná fólki á þing, sé stórkostlegt afrek. Önnur framboð eru enn undir 5% markinu og ekkert útlit fyrir að þau nái yfir það.

Það er því útreið Sjálfstæðisflokks sem er stæðsta fréttin. Strax að loknum landsfundi þess flokks fór fylgið að dala. Ljóst var að það færðist yfir til Framsóknar. Í stað þess að setjast niður og reyna að greina hvað olli þessum flótta sjálfstæðismanna yfir til Framsóknar, var strax hafist handa við að ráðast gegn þeim flokki. Margir vilja kenna formanni flokksins um og verið getur að hann eigi einhvern þátt í þessu fylgistapi. Þó má benda á að skömmu fyrir landsfund var Sjálfstæðisflokkur með um og yfir 40% í skoðanakönnunum, jafnvel þó Bjarni væri formaður. Aðrir hafa bent á þá árás sem flokkurinn hefur fengið í fjölmiðlum, sérstaklega frá því fólki sem telst til flokksklíkunnar, strax eftir landsfundinn. Vissulega hafa þær árásir skaðað, sérstaklega trúverðugleik flokksins, en þetta hefur þó ekki afgerandi áhrif. Því hlýtur skýringin að liggja í niðurstöðu landsfundar.

Þegar skoðað er hvað skilur að stefnu þessara tveggja flokka kemur í ljós að einungis eitt mál er þar afgerandi. Lausn á vanda heimila landsins. Önnur mál eru keimlík þó áherslur séu kannski mismunandi. Það liggur því nokkuð ljóst fyrir að vandi heimila landsins er það mál sem kjósendum er efst í huga, þegar þeir ganga inn í kjörklefann þann 27. næstkomandi.

Stefna Framsóknar í þessu máli er nokkuð skýr, enda flokkurinn búinn að tala fyrir henni allt þetta kjörtímabil. Lausnin verður þó erfiðari eftir því sem lengra líður, bæði vegna þess að erfiðara verður að sækja það fé sem þarf, en ekki síður vegna þess að þessi vandi er sem snjóbolti, hann vefur upp á sig, þökk sé hinni glæsilegu verðtryggingu. Ýmsir vilja meina að þessar tillögur Framsóknar séu óraunhæfar töfralausnir. Svo er þó ekki, ekki frekar en þegar þessar tillögur komu fram strax eftir bankahrunið. Þá sögðu menn þetta töfralausnir, en í dag eru allir sammála um að þetta var hægt og reyndar nokkuð auðvelt, á þeim tíma. Ekki frekar en icesave málið. Allur málflutningur Framsóknar í því máli sannaðist við dóm EFTA dómstlsins.

Þessar tillögur Framsóknar nú eru vinnanlegar, en vissulega erfiðari. Við höfum hins vegar ekki möguleika á að bíða í fjögur ár til að geta sagt þá; "þetta var hægt".

Tillögur Sjálfstæðisflokks eru aftur soglegri. Þær lýsa fyrst og fremst því hveru langt utan raunveruleikans það fólk er sem samþykkti þá tillögu á landsfundi flokksins. Það sem er sorglegast við þessar tillögur er að framvarðarsveit flokksins kom í veg fyrir að landsfundur samþykkti raunhæfat tillögur í þessu efni, sem lögð var fyrir fundinn af viðskiptanefnd hans. Þetta sýnir að framvarðarsveit Sjálfstæðisflokks hefur ekki unnið sína heimavinnu. Það dugir ekki fyrir frambjóðendur að kýkja í eigið veski fyrir kosningar og telja að allir hafi það gott vegna þess að nægur peningur er í því.

Tillögur Stjálfstæðisflokks litast að fákunnáttu um vandann. Þær byggja á því að greiða niður höfuðstól lána með upphæð við hver mánaðarmót sem dugar ekki fyrir einum fimmta þess er verðtrygging leggur ofaná þessi lán við sömu mánaðarmót. Barnaskólamenntun dugir til að sjá að slíkt dæmi gengur ekki upp. Fólk sér vanþekkingu þessa fólks og treystir því ekki.

Mistök Sjálfstæðisflokks var að reyna ekki að greina fylgistapið og gera þær ráðstafanir sem þurfti til að færa stefnu sína nær þeim flokki sem fylgið færðist til. Þess í stað var ráðist af hörku gegn þeim flokki. Þeir sem þegar höfðu fært sig, hertust í andstöðu gegn sínum gamla flokki og fleiri fylgdu á eftir. Þetta fólk áttaði sig á að enga raunverulega hjálp var að fá í gamla flokknum.

Þessi afstaða Sjálfstæðisflokks er í raun alveg ótrúleg. Látum vera þó forusta flokksins sé utangátta um ástandið í þjóðfélaginu. Hún ættu að minnsta kosti að átta sig á að fylgishrunið er staðreynd og reyna allt til að ná því aftur. Þess í stað er farin sú leið að auka þetta hrun. Maður spyr sig hvort þetta fólk sé yfirleitt með öllum mjalla!!

Hellstu árásir Sjálfstæðisflokks gegn Framsókn eru þær að tillögur Framsóknar séu óraunhæfar, allt of dýrar og ekki framkvæmanlegar. Að segja slíkt við kjósendur, sem hafa horft upp á allt að 1.000 milljarða króna í niðurfærslu lána sévaldra einstaklinga gengur einfaldlega ekki upp.

Þessar tillögur eru færar, þær kosta kannski eitthvað og þær ganga upp. Þær eru jafn færar og niðurfærsla lána sérvöldu klíkunnar, kosta einungis brot af þeim kosnaði sem sú klíka fékk og er enn auðveldari í framkvæmd.

Þetta veit fólk og mun skila sínu atkvæði samkvæmt því.

 


mbl.is Framsókn fengi 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Hinni nýgju sveit Framsóknarflokks er vel treystandi til að hafa forustu í Íslendskum stjórnmálum, fyrst Sjálfstæðisflokkur VILL ÞAÐ EKKI. Afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokks til Icesave-málsins hlaut að valda trúnaðarbresti, en að öðru jöfnu hefði flokkurinn samt átt tækifæri til að komast sæmilega frá kosningunum.

Hins vegar hefur komið í ljós að Icesave-svikin voru ekki einangrað fyrirbæri, heldur stafa af kerfislægri meinsemd. Forusta flokksins hefur ekki vit á að fylgja samþykktum Landsfunda, heldur hefur mótað þveröfuga stefnu í flestum málum. Engin furða er að kjósendur flokksins leita annað og vel er hugsanlegt að flokkurinn fái færri atkvæði en sem nemur félagafjölda hans. Þessi ógæfulega stefna forustunnar birtist sérstaklega með eftirfarandi móti:

  1. Höfnun á upptöku fastgengis fyrir landið og hafnar þar með efnahagslegum stöðugleika.

  2. Höfnun á leiðréttingu stökkbreyttu lánanna.

  3. Höfnun á að slíta viðræðum við ESB og loka tafarlaust Evrópustofu.

Sjálfstæðisflokkur er ekki lengur flokkur Sjálfstæðismanna. Ætlar forusta flokksins að halda lengra út í fenið, eða ganga til liðs við breiðfylkingu almennra flokksfélaga?

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 5.4.2013 kl. 10:41

2 Smámynd: Elle_

Gunnar, endalaus óstöðugleiki og snúningur Bjarna Ben í málum, eins og ESB-Evrópustofumálinu, og snúningur hans og 8 alþingismanna flokksins sem fylgdu honum í ískalda mati ICESAVE-málsins, hafa örugglega mest eða mikið með fylgistap Sjálfstæðisflokksins að gera.  Endurnýjaði Framsóknarflokkurinn með Gunnari Braga, Sigurði Inga, Vigdísi, og undir stjórn Sigmundar, stóð allan tímann eins og klettur í þessum málum og skuldamálunum, og nýtur þess nú og á það skilið. 

Vil að það komi fram að 4 alþingismenn Sjálfstæðisflokksins sögðu alltaf NEI við ICESAVE.  Í ICESAVE1 + 2 + 3.  Það voru Birgir Ármannsson, Pétur Blöndal, Sigurður Kári Kristjánsson, Unnur Brá Konráðsdóttir. 

Þú mannst snúning hans í ICESAVE-málinu, en minni þig á síðasta Landsfund Sjálfstæðisflokksins í mars:

   Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

   Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum. Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér.

Skömmu seinna sagði hann að kosið yrði um framhald viðræðna (hinna svokölluðu viðræðna) við ESB á fyrri hluta næsta kjörtímabils, komist flokkurinn í ríkisstjórn: FRÉTT Í RÚV

   Við sögðum að það ætti að greiða atkvæði um fyrsta Icesave samninginn. Við sögðum að það ætti að greiða þjóðaratkvæði um annan Icesave samninginn. Og við studdum þjóðaratkvæði um þriðja Icesave samninginn.

   Og við sögðum frá upphafi, að ætluðu menn að fara í viðræður við Evrópusambandið að þá ætti ekki að gera það nema með skýrt lýðræðislegt umboð. Við sögðum og greiddum atkvæði með þjóðaratkvæði, hver einasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi, um þjóðaratkvæði, um það hvort hefja ætti viðræðurnar.  

   Og þannig vil ég leysa það mál á næsta kjörtímabili, það er rétta leiðin, að leita lýðræðislegs umboðs vilji menn standa í viðræðum af þessum toga. Sjálfstæðisflokkurinn styður þjóðaratkvæði um það mál á næsta kjörtímabili. Ég teldi vel fara á því, að það gæti orðið á fyrri hluta kjötímabilsins.

Bjarni Benediktsson að verða pólitískur síbrotamaður

Sjálfstæðisflokkur þræðir torfærur í aðdraganda kosninga

Elle_, 5.4.2013 kl. 11:31

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er alveg fullkomlega sammála þér Elle. Forystu Sjálfstæðisflokks er langt frá því treystandi þegar kemur að ESB. Þær árásir sem ég nefni að flokkurinn hafi orðið fyrir af hálfu flokkseigendaklíkunnar, eftir landsfundinn, eru einmitt um það mál. Þar kemur skýrt fram að flokkseigendaklíkan sættir sig ekki við samþykktir landsfundar og því líkur á að foystan hlaupi útundan sér í því máli. Það hefur marg sannast að þegar deilir á milli flokkseigendaklíkunnar og landsfundar, hefur forustan alltaf fylgt floksseigendaklíkunni.

Gunnar Heiðarsson, 5.4.2013 kl. 12:55

4 identicon

Það er margt sem hefur orðið Sjálfstæðisflokknum að fylgishruni, eins og greint er frá hér að ofan. Það sem er skrýtnast er að flokkurinn skuli hafa aukið fylgið í fyrra skv. könnunum eftir að forystan hefur svikið og klúðrað hverju málinu á fætur öðru. Það verður þó að gera ráð fyrir, að kannanir séu ekki alltaf sambærilegar vegna mismunandi fjölda óakveðinna hverju sinni, en orsök fylgishrunsins er sennilegast ekki bara ein aðalorsök heldur mögnunaráhrif margra atriða hvort á annað. Eins og notaður bíll sem er keyptur þótt hann sé með gallaðar bremsur, en ef bíllinn er líka gauðryðgaður, með ónýta vél og með handahófskennt rafkerfi, þá dytti engum manni í hug að kaupa hann.

Hins vegar verður að segjast, að ólíkt vindhananum Bjarna Ben, þá hefur Sigmundur Davíð haldið vel á spilunum. Ég held jafnvel, að það sem virtust hafa verið mistök árið 2009, þegar flokkurinn kom fráfarandi stjórnarflokkum að, hafi alls engin mistök verið, heldur kænskubragð. Sigmundur vissi vel að rikisstjórn sem samanstóð af ESB-sinnuðum kommúnistum, krötum og femínistum yrði alveg misheppnuð og það myndi verða Framsóknarflokknum til framdráttar til lengri tíma litið. Fylgishrun Sjálfstæðisflokksins var þá einnig fyrirsjáanlegt á kjörtímabilinu með Bjarna Ben og "the old guard" í forystunni. Sigmundur virðist jafnvel hafa fengið fylgi frá kjósendum, sem áður hefði aldrei dottið í hug að kjósa Framsóknarflokkinn vegna gamalla synda.

Rottunum á sorpblaðinu DV ásamt náhirð Reynis og heykvíslahjörðinni sárnar virkilega, að fyrsta hreina femínistastjórnin sé að líða undir lok og hafa innleitt linnulausar árásir á Framsóknarflokkinn samtímis með að þeir hafa fengið pólítíska viðrinið Össur (Mr Bullshit) til að greina orsök fylgishruns Sjallanna. Og hann kennir því um að flokkurinn hafi viljað loka Evrópustofu! Halló? Er ekki krafizt lágmarksgreindarvísitölu til að geta orðið ráðherra?Og svo kemur flokkssystir hans og ásakar Framsókn fyrir að hafa riðið á bakinu á Sjálfstæðisflokknum eins og sníkjudýr, sem er endemis þvæla, því að forysta Framsóknar á allan heiðurinn að fylgisaukningunni. En fráfarandi þingmenn Samfylkingarinnar halda augljóslega að það sé betra að bulla eitthvað heldur en að þegja, enda verða þau seint sökuð um mikla pólítíska vizku.

Pétur D. (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 13:03

5 identicon

Já það er mikið bullað um verðtrygguna. En enginn flokkur með stefnu um að minnka verðbólguna og þar með minnka vægi hennar verulega í lánum landsmanna. Hvenær þarf svo aftur að gera 20% niðurfærslu eftir 3,5,7,10ár? Óverðtryggðu lánin er enginn lausn heldur ef við náum ekki að halda henni niðri.Hvaða áhrif hefur það að sprauta 240 milljörðum útí hagkerfið?

Hörður (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband