Árni Páll opinberar sig
4.4.2013 | 18:20
Þá liggur ljóst fyrir hvar hugur Árna Páls liggur. Hann tekur bankana fram yfir fólkið. Ekki að þetta komi á óvart, sem ráðherra kom þetta skýrt í ljós. Það sem kemur á óvart að hann skuli halda uppi vörn fyrir erlendu hrægammasjóðina, nú rétt fyrir kosningar.
Það er ekki að undra þó aðrir frambjóðendur Samfylkingar láti lítið fyrir sér fara og láti formanninn einan um kosningaslaginn. Þeir telja sennilega að betra sé að halda sig til hlés meðan formaðurinn rústar flokknum, telja réttilega að þeim sem honum fylgja muni verða refsað harðlega á næsta landsfundi flokksins, sem væntanlega verður boðað til strax að loknum kosningum.
Óverðtryggð lán gera bankana berskjaldaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig færð þú það út að Árni Páll sé þarna að taka bankana fram yfir fólkið? Hann er bara að segja að sú leið sem bankarnir nota til að fjármagna óverðtryggðu lánin sín sé áhættusöm. Og það sem meira er. Hann hefur rétt fyrir sér í því. Hann er síðan að benda á aðra leið til að fjármagna þessi lán sem ekki hefur í för með sér slíka áhættu.
Sigurður M Grétarsson, 4.4.2013 kl. 20:09
Árni Páll hefur alltaf tekið fjármálakerfið fram yfir fólkið í landinu,það þarf ekki annað en að skoða ferlið hans á þingi síðustu fjögur ár. Ég er á þeirri skoðun að honum væri nær að reyna að leiðrétta þau hrapalegu mistök, að gefa bönkunum möguleika á að hunsa niðurstöður Hæstaréttar í gengismálunum.
Hæstiréttur er okkar æðsta dómstig og ekki hægt að áfría niðurstöðu þeirra, hvernig skilaboð eru það þá til t.d. samviskuléttra glæpamanna ef ekki er farið eftir þeim dómum? Ég fullyrði að t.d. Landsbankinn er ekki enn búin að leiðrétta a.m.k. ekki hjá syni mínum bílalán sem hann tók, þegar ég kannaði það síðast þá var svarið að verið væri að bíða eftir niðurstöðu úr tveimur málum,spurningin er hvers vegna er ekki hægt að leiðrétta þau lán sem liggja ljós fyrir. NEI TAKK EKKI ÁRNA PÁL Í RÍKISSTJÓRN, HANN HEFUR LÍKA GLEYMT AÐ LEIÐRÉTTA KJÖR ÖRYRKJA, ÞIÐ VITIÐ ÞESSA PENINGA SEM VAR SVO AUÐVELT AÐ NÁ Í,Í KJÖLFAR HRUNSINS.
Sandy, 5.4.2013 kl. 07:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.