Sannleikanum hagrætt - eða sleppt
23.3.2013 | 20:45
Margrét Kristmannsdóttir, einn hellsti aðildarsinni Samfylkingar, en kýs að koma fram undir starfsheitinu formaður Samtaka verslunar og þjónustu, hefur verið í heilögu stríði gegn bændum þessa lands, nú í nokkur ár. Í þessu stríði og við starf sitt við að mæra ESB, hefur sannleikur og staðreyndir ekki vafist fyrir þessari ágætu konu. Tilgangurinn helgar meðalið og meðalið er að halda þesskonar hugtökum utan umræðunnar.
Margrét fullyrðir að verð kjúklinga gæti lækkað um 40% við inngöngu í ESB. Ekki kemur hún með neina rökfærslu fyrir þessu, enda sennilega erfitt að finna hana. Staðreyndir tala nefnilega sínu máli og staðreyndir segja að verð kjötvöru á Íslandi eru mun lægra en t.d. í Danmörku, er á svipuðu róli og í Svíðþjóð, með sína sænsku krónu. Hugsanlega má kannski finna lægra verð á kjötvörum sunnar og austar í ESB, en ef það skilar sér ekki í lægra verði til Dana, sem eru þó á sama meginlandi, hví ætti það að skila sér hingað til lands?
Við búum á eyju á nyrst á miðju Atlantshafinu. Að koma vörum hingað kostar peninga og þeir peningar eru sóttir í vasa þeirra sem vörurnar kaupa. Einfallt ekki satt?
Því er ljóst að samanburður á verði vara, hvort sem það er matvara eða önnur vara, hlýtur því alltaf að taka mið af því. Þetta sést best á þeirri staðreynd að vörur sem eru framleiddar hér á landi og eru í samkeppni við samskonar innfluttar vörur, eru yfirleitt ódýrari. Samkeppnisstaða innlendu vörunnar er þó oftar en ekki erfiðari og kemur einokun heildsala og birgja þar nokkuð að máli.
En aftur að kjúklingunum hennar Margrétar. Hún segist geta keypt þessa vöru á 40% lægra verði í löndum ESB, þó ekki nefni hún það land sem þetta verð þekkist, enda sennilega ekki til. EN gæfum okkur nú að þetta væri hægt, að einhversstaðar innan ESB væri hægt að fá kjúkling á verði sem væri 40% lægra en hér heima. Þá á eftir að flytja þennan kjúkling einhverjar dagleiðir innan sambandsins, uns hann kemur að strönd Atlandshafsins (Norðursjó), þar fer þetta grei í skip og hefst þá viku sigling yfir hafið. Þegar hann loks kemur á land hér, er hann fjarri því að vera ferskur, sennilega komið nær hálfum mánuði frá því höðuð og vængir voru sneiddir af honum og hann klæddur í fiðrinu. Þá á þessi kjúklingur eftir að fara í verslunina hér á landi og einhverjir dagar gætu liðið áður en hann fengi náð einhvers til að komast í innkaupakörfuna. Auðvitað má stytta þetta ferðalag þessa blessaðs kjúklings, með því að kaupa farmiða í flugi fyrir hann, en það er mun dýrara og ljóst að lang stæðsti hluti 40% mun þá hverfa.
Eftir þetta ferðalags þessa greis hefur verð hans hækkað nokkuð svo verðmunurinn hefur minnkað verulega. Þar við bætist að verslunin tekur á sig áhættuna á því að einhver kaup hann, áður en endanlegur neysludagur rennur út. Það mun hækka verð hans enn frekar. Hver endanleg niðurstaða er get ég auðvitað ekki sagt til um, en ljóst er að stór hluti 40% er horfinn.
Margrét segir að matvæli séu um 40% af því sem fellur í innkaupakörfur landsmanna. Þá er spurning hversu stór hluti þess eru kjúklingar. Sjálfur ét ég nokkuð af þessum ágæta mat, sennilega oftar en einu sinni í viku, er kannski að versla mér kjúklinga fyrir 2 - 3.000 kr á mánuði. 40% af því er 8 - 1.200 kr! Ljóst er að sparnaðurinn er þó mun minni, ef nokkur og jafnvel þó hann næði þessu, er ljóst að það er mjög lítið hlutfalla af því sem ég nota til matarinnkaupa hvern mánuð.
Það er ljóst að innflutt matvæli geta aldrei keppt við innlend í ferskleika, til þess er fjarlægð frá framleiðslu til neytenda of mikil. Þá er ljóst að innlend framleiðsla býr við stangt eftirlit varðandi notkun lyfja við uppeldi dýra. Mun strangara en þekkist annarsstaðar, enda landlægir sjúkdómar víðast hvar í landbúnaðarframleiðslu á vesturlöndum orðin staðreynd og lyf sem engum dytti í hug að nota hér á landi talin eðlilegur hluti framleiðslunnar annarsstaðar.
Margrét rekur verslun og hún ætti að skreppa fram í búð hjá sér. Þar er hægt að versla ódýra saumavél fyrir 44.900 kr. Þessa sömu vél er hægt að kaupa í smásölu í Bretlandi fyrir 26.200 kr. (tæp 139 pund eða um 163 evrur). Ég læt fólk um að meta sjálft þennan verðmun, en hann segir kannsi meira en nokkur orð. Ekki dettur mér þó í hug að segja að Margrét sé að svindla á íslenskum neytendum og tel víst að hún geti lagt fram staðreyndir um þessa verðmyndun.
En það skyldi þó ekki vera að sömu staðreyndir eigi við um innflutning á matvælum, þó ekki væri nema að hluta til?!
Gæti lækkað verð kjúklingakjöts um 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þakka þér fyrir góða grein Gunnar,hef lítið við hana að bæta.Hef sjálfur ekki orðið var við að landbúnaðarvörur væri eitthvað að ráði ódýrari úti en hér heima.Hef verið á Kanarí þar kostar t.d. mjólkin 1-1,2 Evrur og smjör sem er ætt er mikið dýrara en hér. Helst freistar mans að kaupa þær vörur sem eru innfluttar hér.
Ragnar Gunnlaugsson, 23.3.2013 kl. 21:44
svo gleymist of að ef innfluttingur verður leifður, þá missa einhverjir vinnuna sem eru í framleiðslu í dag og hver á að halda þeim uppi? Jú líklega skattgreiðendur því ekki skaffar þessi ríkisstjórn atvinnu
Bibbi (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 00:00
Staðreyndin með niðurgreiddar vörur ef svo ólíklega vildi til að þetta ætti við rök að styðjst, er sú að Að er búíð að greiða vöruna fyrirfram að mestu leyti með sköttum, þegar þú kemur í búðina og borgar hana aftur.
Það er svo ekkert gefið að niðurgreiðslur til bænda skili sér í smásölunni þar sem frjáls álagning gefur smásalanum öll tromp á hendi hvað varðar verðlagið.
Það kemur ekkert annað en hálfsannleikúr, lygar ogmspuni frá þessu fólki. Hvað er hún að segja? Eigum við að afsala okkur fullveldinu fyrir ódýran kjúlla? Eigum við að afsala okkur eignarrétti og öryggi bankainnistæðna og lífeyrissjóða fyrir kjúllann, eins og fordæmi Kýpur leiða nú í ljós.
Þetta er alveg súrrealískt glæpakartell, sem hún er að reyna að lokka fólk inní.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2013 kl. 02:32
"En það skyldi þó ekki vera að sömu staðreyndir eigi við um innflutning á matvælum, þó ekki væri nema að hluta til?!".
Sjaldan hef ég heyrt kjarna eins máls betur orðan Gunnar.
Þessa setningu á að ramma inn á hverju heimili ESB sinna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.3.2013 kl. 09:13
Því miður þá fellur þú ansi oft í þá grifju að koma ekki með neina rökfærslu fyrir þínum fullyrðingum og vera ekkert að láta sannleika og staðreyndir trufla flæði sköpunargáfu þinnar.
Staðreyndir tala nefnilega sínu máli og þú ættir að fara varlega í órökstuddar fullyrðingar sem standast ekki skoðun þegar allir geta auðveldlega gúgglað verðlag utan Íslands.
Eins er undrun þín yfir því að verslanir skuli hafa álagningu nokkuð skondin. Og einnig gleymist að nefna að hér hefur fengist innflutningur í takmörkuðu magni af kjöti sem var selt hefur verið á áberandi miklu lægra verði en innlend framleiðsla, þó þar inní séu okkar sérstöku verndartollar. Staðreyndir tala nefnilega sínu máli, þetta hefur verið reynt og staðist.
Klash (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 12:10
Þetta er alveg ótrúlegt bull ágæti Gunnar. Ég bjó til að mynda á Spáni í tvö ár og það var ekki nóg með það að ég gæti deilt með tveimur og jafnvel fimm í flestar neysluvörur heldur er varan miklu betri. Sem dæmi get ég nefnt kjötborðið (og þá er ég ekki að meina hjá einum sérstökum kjötkaupmanni heldur gegnum gangandi í ÖLLUM stórmörkuðum og verslunum sem selja kjöt á annað borð) ef varan er sögð FERSK þá er hún FERSK, og ekki bara FERSK heldur ósvindluð líka, ekki búið að bæta við hana vatni og öðru til að þyngja hana enn frekar svo hún nánast hverfur í matreyðslunni. Þú kaupir kíló af kjöti en færð 300 gr. að vatni með 700gr. af kjöti. Hvað er svo verið að básúna um að allt sé best á Íslandi? Hvað er langt síðan fella þurfti bústofn vegna riðu ? Mér finnst ástæða til að taka bindið frá augunum og átta sig á þvi að við erum ekki aðeins skattpínd heldur er okrað á okkur á allan hugsanlegan máta. Við Kanarífuglinn vil ég aðeins segja að það hljómar undarlega ef hann hefur þurft að kaupa innflutt smjör til að finna það almennilegt því ég keypti smjördósina á 86 cent og gaf hún íslenskum smjörva ekkert eftir, einnig til Kanarífuglsins, þú velur að nefna mjölk, staðreyndin er jú sú að ef við finnum sambærilegt verð á einhv. þarna úti og er hér heima þá er það akkúrat mjólkin. Ég á nú bágt með að trúa að þú hafir ekki keypt neitt annað sem marktækara væri til samanburðar. Við þig Gunnar þá er Margrét einungis að taka kjúkling sem dæmi, varla ætlastu til að fá tæmandi talningu á öllu því sem okrað er á hér heima miðað við í ESB löndunum eða hvað ? Gæti líka sagt skál í rauðvíni með nautasteikinni. Verðmiðinn ansi ólíkur á því sem öðru. Svo bara til að fyrirbyggja enn frekari svima hjá þér Gunnar þá er þessi umræða tekin til að benda á uppsprengt verð á íslenskum afurðum, við þurfum ekkert að flytja þetta inn frekar en hver vill, heldur bjóða íslenskum neytendum sama vöruverð og í ESB löndunum. Treysta íslenskir bændur og búalið sér til þess ? Persónulega hef ég ekki geta komið auga á það, Þrátt fyrir tæpa 15 milljarða styrki úr ríkissjóði ?
Inga Sæland (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 12:55
Svo bara til að fyrirbyggja enn frekari svima hjá þér Gunnar þá er þessi umræða tekin til að benda á uppsprengt verð á íslenskum- - -
Ætli punktur ESB-sinnans og ICESAVE-sinnans og samfylkingarkonunnar Margrétar Kristmundsdóttur sé nú ekki fyrst og fremst til að blekkja okkur inn í 'Evrópu'sambandið? Það er næsta víst og til að fyrirbyggja frekari svima Ingu Snæland, minni ég á eftirfarandi, en þarna er sama Margrét með blekkingaáróður fyrir ICESAVE, um 1 mín. inn í upptökuna:
Vísir - Áfram-hópurinn: Segjum Já við Icesave
Elle_, 24.3.2013 kl. 14:28
Þú getur munstrað mig þar sem þér sýnist Elle en eitt er víst að ég sagði NEI.. við ICESAVE...og hefði aldrei sagt annað. Hins vegar eru það þursar og þverhausra og hagsmunaaðilar sem ekki vilja þjóð sinni allt það besta.
Inga Sæland (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 15:13
Inga Snæland, þú sem ræðst á Gunnar, meðan þú verð hlægilegan hagsmunaaðilann og níðinginn sem vill börnum okkar og þjóð það versta, eins og fullveldisframsal til Brussel og kúgunina ICESAVE, meðan hún lætur ódýra kjúklinga skipta meginmáli, getur varla talist fær um að dæma um þursa og þverhausa.
Elle_, 24.3.2013 kl. 15:39
Sæland - -
Elle_, 24.3.2013 kl. 15:39
Og svo sagði ég ekki neitt um þig og ICESAVE.
Elle_, 24.3.2013 kl. 15:41
Stundum er það bara þannig að ég get varla varist hlátri og þetta er eitt af þeim skiptum :) ELLE !
Inga Sæland (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 17:27
Ótrúlega eru kjúklingarökin þín sterk. Næst kemurðu kannski með mikinn svima og segir okkur fá voða ódýra sílissporða, með sömu 'þursa og þverhausa' rökum.
Elle_, 24.3.2013 kl. 17:48
Þakka allar athugasemdirnar.
Klash, staðreindir málsins liggja fyrir. Kannanir á verði matvæla hér á landi versus landa ESB hafa verið gerðar og þar kemur þetta skýrt fram. Verð matvæla og verðþróun liggja einnig fyrir hjá Hagstofunni og ESB, fyrir þá sem vilja gera sjálfstæða könnun. Ég man ekki betur en að þessar upplýsingar hafi einnig komið fram í tilkynningu frá ASÍ og þar ætti þær einnig að liggja fyrir. Gæti reyndarverið örðugt að nálgast þær þar, af ástæðum sem flestum eru kunnar.
Inga, það kemur ekki fram hvenær þú bjóst í ESB. Hvort það var á þeim tíma sem froðufé útrásarguttanna héldu hér uppi óraunhæfu gengi krónunnar, eða eftir að gengi hennar var fært til raunveruleikans. Um ferskleikann má endalaust deila og vatnsblöndun á kjöti er fjarri því sér íslenskt fyrirbrygði. Þó er ljóst að ferskleikinn dalar ef flytja þarf hrátt kjöt um langan veg, þegar framleiðslan er langt frá markaðnum. Því miður eru búfjársjúkdómar ekki óþekktir hér á landi, en í samanburði við aðrar vestrænar þjóðir er hann samt nánast enginn. Það er hætt við að bændur innan ESB væru fljótir að skipta um það hlutskipti við þá íslensku, ef þeir gætu. Þá er ljóst að alvarlegustu sjúkdómanna hér má rekja til innflutnings á óhreinum vörum, s.s. reiðtygjum. Vissulega tók Margrét einungis kjúklinginn sem dæmi, enda rita ég eingöngu um það, utan saumavélarinnar, sem sett var fram vegna þess að þar hefur Margrét allann sannleikann á borðinu. Rauðvínsframleiðsla er ekki hér á landi og víst að aðild að ESB mun engu breyta um verð þess hjá okkur. Verðmyndun þess er að mestu byggt upp af sköttum ríkisstjórnarinnar og þeim sköttum verður ekki fórnað. Hugsanlega mun þó nafni þeirra verða breytt, til að uppfylla skattleysiskafla aðildarinnar. En að stjórnvöld muni fórna þeirri tekjulind er fráleitt. Svimi minn er lítill sem enginn Inga, en að halda því fram að hér gæti orðið sambærilegt matarverð og er þar sem lægst þekkist innan ESB er fráleitt. Hvers vegna er þá matarverð í Danmörku hærra en hér á landi? Ætti matarkarfan þar ekki að vera á sama verði og lægst þekkist innan ESB, í það minnsta lægri en hér á landi? Þú mátt hlæja að villd, en ekki er víst að sá hlátur endist eftir að við erum orðin aðilar að ESB og matvöruverðið fer hækkandi!
Öðrum þakka ég ágæt innlegg í þessa umræðu og minni fólk á að fylgjast grannt með því hvað er að ske á Kýpur. Landi sem er aðili að ESB, með evru sem lögeyri, Evrópska Seðlabankann sem banka til þrautavara og alltumvakandi eftirlitskerfi ESB yfir sér. Þar hefur nú orðið bankahrun. Fylgist með hvenig ESB tekur á vanda þeirrar þjóðar og setjið í samhengi við okkar litlu þjóð.
Gunnar Heiðarsson, 24.3.2013 kl. 18:03
Svona til að setja fjarðlægðir í smá samhengi er fjarðlægð í loftlínu milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar um 2000 km. Þetta er svipuð fjarðlægð í loftlínu milli Kaupmannahafnar og Aþenu. Fjarðlægð milli Reykjavíkur og Aþenu er um 4000 km, í loftlínu.
Svo geta menn skoðað verðmun á matvöru í Grikklandi og Danmörku, bæði lönd ESB og pælt í því hvort möguleiki sé á lærra matarverði hér en í Danmörku, þegar við erum orðin háð ESB um stefnu í landbúnaðarframleiðslu.
Gunnar Heiðarsson, 24.3.2013 kl. 19:00
Verðlag í Danmörku er að meðaltali 42% hærra en í öðrum aðildarríkjum ESB. Verðlag er svo hærra í EFTA-ríkjunum en innan ESB.
Samkvæmt nýjum tölum dönsku hagstofunnar er Danmörk langdýrasta land í Evrópusambandinu en verðlag þar er um 42% hærra en að meðaltali í löndum ESB.
Nokkuð langt er í löndin sem koma næst á eftir Danmörk en það er Finnland þar sem verðlagið er 24% hærra en meðaltalið og Svíþjóð með 22% hærra verð.
Í Bretlandi er verðlagið eiginlega nákvæmlega í meðallagi en í Þýsklandi er það 4% yfir meðaltalinu. Tekið skal fram að enn dýrara er að búa í EFTA-löndunum Noregi og Sviss en þar er verðlagið 48% hærra en að meðaltali í ESB-löndunum.
" Og hvert ætlið þið hagsmunaaðilarnir að setja okkur Íslendinga ? Kannski með Dönum sem er miklu ódýrari en Ísland, eða ,,,,eh....Svisslendingum og Norðmönnum ?
Inga Sæland (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 19:04
Góður pistill Gunnar ..þakkir fyrir það ....eg ætla bara tala um eitt...hvert ætla þeir sem vilja flytja inn matvörur að senda þá i vinnu sem hafa vinnu við að rækta og framleða Islenska matvöru .?..... það eiga ser engin takmörk bullið i öllu þessu ESB sem er rett að hruni komið ...Magnað !!
rhansen (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 20:07
Hvers vegna kemurðu ekki einnig með hvar verðlag á matvælum á Íslandi liggur, miðað við meðaltal ESB, Inga? Getur verið að sú tala sé ekki henntug þínum málflutning? Kannski þú gætir vísað í hvar hægt er að nálgast þessar upplýsingar sem þú vitanar í.
Sannleikurinn er að verða matvæla hér á landi liggur nærri meðaltalsverði innan ESB, reyndar örlítið hærri. Samkvæmt frétt Hagstofunnar frá 2010, var verðlag matvæla hér á landi 4% yfir meðaltali ESB, meðan Noregur var 54% yfir þessu verðlagi, Finnland 20% yfir og Danmörk 39% yfir þessu meðaltali. Eitthvað hafa þessar tölur breyst síðan þá, en ekki sem neinu nemur.
Gunnar Heiðarsson, 24.3.2013 kl. 20:15
Hvernig væri að nefna kaupmáttinn til sögunnar eða skiptir hann kannski ekki máli hjá ykkur sem kjósið að afneita öllu sem gæti hugsanlega verið leið okkar út úr þessari spillingu og eiginhagsmunapólítík sem hér hefur fengið að blómstra allt frá því að prestar og bændu hertóku landið. Ef þú Gunnar hefur ekki farið til annara landa og prufað að kaupa þér í matinn þar þá mæli ég eindregið með því að þú prufir það og tjáir þig svo um það hér.
Inga Sæland (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 20:32
rhansen, það er margt sem hægt er að ræða í sambandi við innflutning á matvælum, meðal annars vinnu þeirra þúsunda Íslendinga, bæði beint og óbeint hafa af landbúnaði. Byggðamál eru líka hluti þessarar umræðu, sem og matvælaöryggi í heimi þar sem matur er af skornum skammti og víðsjár á pólitíska sviðinu. Fleira má telja til.
En Margrét tók kjúllann sem dæmi um lækkun matarverðs. Það er um þau ummæli Margrétar sem ég var fyrst og fremst að skrifa. Það mætti vissulega skrifa margar og langar greinar um fleira í þessu sambandi of nokkra pistla hef ég ritað um þetta mál, frá hinum ýmsu sjónarhólum.
Það sem kannski ætti þó að vekja fólk til umhugsunar er að Bændasamtökin eru einu samtök ákveðins hóps í þjóðfélaginu sem markvisst hefur rannsakað áhrif aðildar á sína framtíð. Þessi vinna hófst strax um aldamótin, þegar áróður aðildarsinna fór að gera verulega vart við sig. Eftir að aðildarumsókn var send til Svíðjóðar, 17 júli 2009, hófst þessi rannsóknarvinna Bændasamtakanna fyrst fyrir alvöru. Niðurstaða þessara rannsókna reka allar að sama punkti, að ekki sé hagkvæmt fyrir landbúnaðinn að ganga í ESB. Auðvitað eru til plúsar á aðild fyrir íslenskann landbúnað, en mínusarnir eru margfallt stærri og fleiri.
Það væri betra ef Samtök verslunar og þjónustu, Samtök iðnaðarins, ASÍ og fleiri, hefðu unnið slíka vinnu, í stað þess að vera með upphrópanir um einhver smámál sem í raun litlu skipta. Það er heildarmyndin sem máli skiptir og víst er að heildarmynd samtaka launþega innan ESB er nokkuð ólík þeirri mynd sem Gylfi Arnbjörnsson boðar.
Verið getur að Margrét hafi einhverjar slíkar rannsóknir að baki sér, að hún sjái að í heildarmyndinni geti verslun og þjónusta grætt á aðild. En þeim rannsóknum er þá vandlega haldið frá þjóðinni og málefni sem litlu skipta en kannski nægjanlega poppúlísk til að virka, eru dregin fram.
Það er ekki að undra þó aðildarsinnar telji affæarasælast að ráðast gegn bændastéttinni, þegar verið er að boða trú Samfylkingar. Bændastéttin er upplýsasta stéttin í þjóðfélaginu um kosti og galla aðildar, hún veit hvað það kostar að fórna landinu undir ákvarðanatökur ókjörinna kommisara í Brussel.
Því ætti fólk virkilega að taka aðvaranir bændastéttarinnar alvarlega.
Gunnar Heiðarsson, 24.3.2013 kl. 20:35
Ég hef farið erlendis Inga, og vissulega hef ég kynnst því að verð getur verið lægra þar en hér. En engu að síður er óvíst að sú vara væri á því verði þegar hún er komin hingað til okkar, reyndar nánast útiloka að svo geti orðið.
Um kaupmáttinn má auðvitað endalaust deila. Ljóst er þó að hann er mjög misjafn meðal þjóða ESB og ef atvinnuleysi er tekið inn í þá umræðu, er ljóst hvert sá samanburður leiðir.
En ef við ættun að láta það ráða hvar við fáum ódýasta matinn, ættium við að sjálfsögðu að sækjast eftir að verða 51. fylki Bandaríkjanna. Þar fáum við ódýrara matvörur, að vísu eru mjólkurvörur dýrari þar en hér, við fengjum ódýrar rafvörur, ódýrt vín, ódýrt eldsneyti og ódyra bíla og við fengjum gjaldmiðil sem er gjaldgengur hvar sem er í heiminum. Við gætum jafnvel notið náðar FBI, eða stofnað okkar eigið "Iceland five one"!!
Það væri ekki ónýtt að skreppa út að borða á stóra pickuppnum, akandi á eldsneyti sem einungis kostaði rétt rúmar 60 kr/l. Fara á besta matsölustað borgarinnar og borga einungis 5.000 krónur fyrir flotta máltíð með úrvalsvíni. Vitandi að FBI væri með vökul augu á okkur og ef sú stofnun ekki ræður við krimmanna, að þá sé "Iceland five one" tilbúið að koma okkur til bjargar!
Þetta er fögur sjón, ekki satt!
Gunnar Heiðarsson, 24.3.2013 kl. 20:50
Það er nú kannski alveg óþarfi að agnúast út í athugasemd Ingu Sæland um "síðan bændur hertóku landið", en óneitanlega er það freistandi.
Það voru einmitt bændur sem námu landið fyrir meira en 1000 árum. Sjálfsþurftarbændur að vísu sem einnig nýttu vötn, ár og strandveiði fyrir fiskmetið til viðbótar svokölluðum rollubúskap.
Það var ekki fyrr en afkomendur bændanna lærðu til bókarinnar að prestar og embættismannastétt varð til.
Semsagt, sama gamla spurningin; hvort kom á undan - eggið eða hænan.
Kolbrún Hilmars, 24.3.2013 kl. 21:06
Það er sárara en tárum taki að lesa þennan hræðsluáróður þinn Gunnar. Ég velti því fyrir mér í alvöru hvort þú eigir hagsmuna að gæta ??? Að ætla að reka áróður fyrir því að um framsal sjálfstæðis okkar sé að ræða er eitt feitt bull og ekkert annað. Dettur nokkrum manni í hug að farsælar og stöndugar þjóðir í Evrópu létu hafa sig að fíflum með því að véla sig inn í ESB ef ekki væri talið að með því væri einhv. ávinningur. ? Ég tel það hæpið svo ekki sé meira sagt. Fyrir utan það að nú ætla ég að styðja LÝÐRÆÐISVAKTINA af heilum hug en ekki þessa margrómuðu SAMFYLKINGU sem þér er svo tíðrætt um þá ber ég hag þeirra fyrir brjósti sem eiga um sárt að binda. Þeirra sem vilja frekar eignast þak yfir höfuðið frekar en að borga húsaleigu til annara allt sitt líf. Þú talar og talar um aðildarsinna, gott og vel ugglaust fell ég í þann hóp en það er með fyrirvara, þeim fyrirvara sem lýðræðið gefur okkur og það er að segja NEI.. ef þetta er eintómur skítur sem út úr ferlinu kemur. Hvaða bjánagangur er það að vilja ekki sjá það sem hugsanlega er til bóta fyrir okkur? Hvernig væri að byrja á byrjuninni og berjast gegn verðbólgunni sem í rauninni er það sem öllu hvolfir hér? Afnema verðtryggingu sem hvergi lýðst nema hér og borga sanngjarnt verð fyrir íbúðina okkar og neysluvörurnar sem við ráðum sjálf hverjar eru ? Af hverju að láta fáa hagsmunaaðila kúga okkur ef við þurfum þess ekki ?
Inga Sæland (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 21:08
Ekki ætla ég að ræða þín krókódílatár Inga. Spurning þín um vélráð ESB er hins vegar athyglisverð. Hafði reyndar ekki dottið í huga að horfa á málið frá þeirri hlið. Einkar athyglisvert!
Vissulega er mér tíðrætt um Samfylkinguna, enda þaðan komin rót ESB aðidar. Lýðræðisvaktin hefur nú opinberað að hún fylgir Bjartri framtíð við að kallast undirflokkur Samfylkingar. En ekki meir um þetta, sitt sínist hverjum.
Auðvitað kemur ekki eintómur skítur úr aðild að ESB og þykir mér þú leggja mér sterk orð þar í munn. Ef þú hefðir lesið mín skrif, bæði þetta blogg, athugasemdir við það og önnur skrif, ættir þú að vita að ég hef marg sagt að ýmislegt gott gæti fengist við aðild, en þegar heildarmyndin er skoðuð er aðild ekki sú sæla sem aðildarsinnar halda fram. Það mætti kannski frekar segja að þessi orð þín ættu við aðildarsinna, með öfugum formerkjum auðvitað, þar sem þeir virðast ekki sjá neitt slæmt við það að Ísland gangi í ESB. Reyndar eru flestir fljótir að hlaupa upp á nef sér ef einhver bendir á staðreyndir í því sambandi.
Afnám verðtryggingar kemur ekkert aðild að ESB við, það er pólitísk ákvörðun. Lán hljóta alltaf að ráðast af getu hagkerfisins og við munum hafa okkar eigið hagkerfi þó við göngum í ESB. Því er það einnig pólitísk ákvörðun ef lán til húsnæðiskaupa eigi að vera á hagstæðari kjörum en hagkerfið ræður við. Sú ákvörðun mun heldur ekki ráðast af aðild að ESB. Þessi rök eru eins mikil rökleysa og margt annað.
Ef þér er illa við að fáir hagmunahópar kúgi þig Inga, ættir þú að skoða hverjir það eru sem hæðst láta og mesta boða ESB trúboðið. Skoða fyrir hverja það fólk er að vinna og kannski spá í hvers vegna einmitt það fólk talar svo hátt. Það skildi þó aldrei vera að þessu hávaðsömustu séu að vinna fyrir fáa hagsmunahópa, séu að skara eld að sinni köku!
En blogg mitt var nú bara um kjúllann hennar Margrétar.
Gunnar Heiðarsson, 24.3.2013 kl. 21:54
Dettur nokkrum manni í hug að farsælar og stöndugar þjóðir í Evrópu létu hafa sig að fíflum með því að véla sig inn í ESB ef ekki væri talið - - -
Endilega ráðast á allt sem fyrir verður, Inga Sæland, bændur, sjómenn, Gunnar, okkur öll, þar sem rökin vantar. Endilega haltu kjúklingalapparökunum við, ó-já, ef við bara látum Frakkland og Þýskaland ráðskast með okkur.
Já, ´stöndugar þjóðir' kannski héldu að það væri 'ávinningur' að gefa upp fullveldið fyrir kjúklingalappir og sílissporða, kannski nokkra beljuhala og þorskugga með? Nú, óvart, vilja 'stöndugu þjóðirnar' fyrir alla muni, hver á fætur annarri, losna úr prísundinni, losna við miðstýringuna, yfirstjórnina, yfirráðin.
Vesalings fólkinu líður ekki eins glæsilega og Inga Sædal og Jóhanna Sigurðar, já og Margret Kristmanns, halda. Þarna er Kýpurfólk í mikilli örvæntingu og ég er viss um að það er ekki vegna hræðsluáróðurs Gunnars:
Elle_, 24.3.2013 kl. 22:07
þakka þer kærlega svarið Gunnar og ánægð með það .En maður verður oft svo undrandi að lesa pistla frá fólk ,sem rær að þvi öllum áru að gera sem mest i þvi að reyna koma þvi til leiðar að her á þessu litla fallega landi verði óbúandi með öllu ..Segi þó eins og þú er ekki að halda þvi fram að allt se ómögulegt frá Esb ,þó eg vilji það ekki her !....en langar að reyna vekja athygli allra á einu ..".Hollur er heima fenginn baggi " sagði eldra fólkið i den og kenndi okkur sem nú eru að eldast ...þvi málið er það ef við snerum bökum saman og kyldum á að gera saman her allt það besta fyrir land og þjóð ,þá er eg ekki vissum að ESB biði betur hvorki vörur .verð eða t.d. kjúklinga til samanburðar ..þvi það sem hefur gert okkur lifið leitt ..að svo margir halda að grasið se alltaf grænna hinu megin !! þannig bara er það ekki og verður ekki og aldrei verður neitt eins máttugt eins og að trúa á sitt eigið og ávaxta það ...Og ef fólk vill skoða .þá er það akkurat það sem aðrar þjóðir gera og fara vel með sitt og hlú að sinu ....það er mjög gott að hafa búið með öðrum löndum og skynjað þjóðarsálina hvernig hún hugsar ...það viðsyni vantar á Islandi hja mörgum ..það er ekki nóg að að hafa ferðast til ferðamanna staða og keypt ser i matinn eða eitthvert dót i tösku .....Við skulum safnast saman i þvi að Island er best og við saman getum gert það enn betra ...! lifið heil ..
rhansen (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 20:09
Ekki get ég verið sammála að Ísland sé best allra góðra landa, þó það sé fásinna að fara að fórna fullveldinu eða hluta af fullveldinu, fyrir neitt. Og síst af öllu ódýrari dýralappir eða sporða.
Elle_, 26.3.2013 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.