Fáránleikinn hefur staðið yfir síðan vorið 2009
20.3.2013 | 02:17
Það má vissulega tala um að störf Alþingis svipi til hringleikúss fáránleikans. Svo hefur verið allt þetta kjörtímabil og nú síðustu vikur hefur keyrt um þverbak.
Fáránleikinn byjaði strax á fyrstu dögum þessarar ríkisstjórnar, þegar Svavar Gestsson kom færandi hendi frá Bretlandi með samning um greiðslu icesave innlána gamla Landsbankans. Svo mikil leynd hvíldi á þessum samning að stjórnarherrarnir kröfðust þess að Alþingi samþykkti hann óséðann. Þarna var stefnan mörkuð og verk ríkisstjórnar hafa markast af þessu síðan.
Það hefur verið fyrir kjark einstakra stjórnarþingmanna sem tekist hefur að koma í veg fyrir einræðistilburði stjórnvalda og ber að þakka þeim þann kjark.
Stjórnvöld hafa allt þetta kjörtímabil stjórnað í anda einræðis. Áfram var böðlast og Alþingi litið sem afgreiðslustofnun, sem ekkert átti að hafa um mál að segja. Vegna þessarar áráttu stjórnarherranna hefur ríkisstjórnin fyrir nokkru tapað meirihluta á Alþingi og ekki getað náð einföldustu málum fram öðruvísi en með hrossakaupum.
Nú, þegar kjörtímabilinu er við það að ljúka, halda stjórnvöld enn uppi sömu vinnubrögðum. Alþingi á að afgreiða öll mál ríkisstjórnarinnar, hellst án umræðu. Vandinn er að nú er ekki lengur hægt að stunda hrossakaup. Svik fyrri slíkra kaupa hafa komið í bak ríkisstjórnarinnar, sem rítingur!
Alþingi á að slíta strax. Ríkisstjórnin hefur fyrirgert öllu sínu trausti, bæði þjóðarinnar sem og meirihluta Alþingis!
Hringleikahús fáránleikans á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já seppum á landstjórnina þvílíkum auðlindum í nýju frumvarpi minnihlutans vegna auðlindaskattsins! Sýnum aðgát í ríkisfjármálum einsog dæmin sýna er best að hafa þá á hærunum frekar en löpp.
Semi (IP-tala skráð) 22.3.2013 kl. 03:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.