Misréttið eykst sem aldrei fyrr

Það voru huggulegir samningarnir sem ASÍ gerði fyrir sitt launafólk. Meðan verkafólkið verður að sætta sig strípaða samninga ASÍ, upp á rétt um 3% hækkun, ná aðrir og betur launaðir hópar að hækka laun sín langt umfram það og starfsfólk í fjármálageiranum trjónir þar á toppnum með þrisvarsinnum meiri launahækkun í prósentum talið. Hvað skildi sá munur vera mikill ef talað væri um krónur?  Hvor þessara hópa skyldi nú hafa verið nær þeirri gerð sem orsakaði hrunið sem hér varð?

Þegar verkafólk vill fá leiðréttingu sinna launa er það ekki hægt, það gæti valdið verðbólgu, en enginn minnist á verðbólguna þegar fólk í fjármálageiranum eða sérfræðingar hækka sín laun.

Þá væri fróðlegt að fá skýringar á því hvernig 3% launahækkun á að hafa orsakað 4,2% verðbólgu. Þar hlýtur eitthvað annað að koma til.

Það er von að fjármálastofnanir geti greitt hærri laun en aðrir. Þeirra innkoma er VERÐTRYGGÐ ólíkt því sem nokkur annar hópur býr við. Verslun og þjónusta veltir sínum kostnaði út í verðlagið, ríki og sveitarfélög hækka sína skatta, en aumingja verkamaðurinn hefur engin önnur ráð en að minnka matarkaupin fyrir börnin sín. Hans tekjur eru ekki verðtryggðar, hann getur ekki velt auknu útgjöldum út í verðlagið og hann hefur ekki möguleika á að skattleggja neinn.

Kjarasamningar eru lausir nú í haust. Þegar eru fulltrúar atvinnurekenda farnir að hrópa "varnaðarorð" um að ekki sé borð fyrir báru til launahækkana. Öllu verra er að þeir sem titla sig fulltrúa launþega taka undir þennan grát. Sjálfsagt sjáum við þessa aðila standa fyrir framan myndavélar undir lok ársins, þar sem þeir fagna nýjum kjarasamningi, brosandi út að eyrum. Fulltrúar atvinnurekenda munu brosa vegna enn eins sigursins yfir launþegum og fulltrúar launþega munu brosa af heimskunni einni saman.

Eftir mun verkafólkið standa og klóra sér í hausnum yfir því hvað hafi eiginlega gerst og horfa síðan upp á bankafólkið fá þrisvarsinnum meiri launahækkun, í prósentum talið!

Og verðbólgan mun æða áfram, langt umfram launahækkanir þeirra sem minnst fengu og minnst höfðu fyrir. Misréttið mun magnast.

Bankarnir þurfa þó engu að kvíða, þeirra tekjur eru VERÐTRYGGÐAR og þeir munu halda áfram að telja sinn hagnað í tugum milljarða. Það er þó ekki víst að þeir telji sinn hagnað lengi, þar sem æ fleiri munu ekki lengur geta borgað af okurlánunum.

Þá dugir VERÐTRYGGINGIN skammt og þeir munu falla sem spilaborg, hver af öðrum.

 


mbl.is Laun halda ekki í við verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig á þetta öðruvísi að vera meðan verkalýðurinn gapir af hrifningu þegar Gylfi Arnbjörnsson hefur sig í frammi. það er ekki von á neinum breytingum fyrr heldur en að Verkalýðurinn áttar sig á því að Gylfi er að vinna fyrir einhverja allt annað Verkalýðsstéttina og koma honum í burtu í skiptum fyrir einhvern úr sínum hópi. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 16:28

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er ekki viss um að margir úr verkalýðsstéttinni gapi af aðdáun á Gylfa, meiri líkur á að fjöldinn hafi á honum ímugust.

En stjórnkerfið innan ASÍ er byggt á sömu hugmyndafræði og stjórnkerfi gömlu Sovét. Nánast útilokað er að koma þeim frá sem þangað komast.

Gylfi komst ekki til valda í ASÍ, honum var komið til valda, af þeim sem vildu hafa þægann rakka í stól forseta sambandsins. Þessir menn gleymdu að gera ráð fyrir því að Gylfi er einnig þægur atvinnurekendum.

Í dag er einn verkalýðsleiðtogi sem ber höfuð og herðar yfir alla aðra. Hann er óhræddur við að láta sínar skoðanir í ljósi og hefur uppskorið mikinn fjandskap af hálfu stjórnar ASÍ.

Kjarkur þessa verkalýðsleiðtoga er mikill og staða hans sterk. Hann hefur vandlega gætt þess að láta aldrei sínar persónulegu skoðanir upp um póliík, síðan hann varð formaður fyrir sitt félag. Hann lítur ekki sitt sæti sem eign, heldur lán og vinnur samkvæmt því. Hann hefur fullt traust sinna félagsmanna, enda staðið tryggann vörð þeirra.

Það er þó einn ágalli við þennan skörung, hann vill ekki taka að sér stjórn ASÍ, þó launþegar gætu ekki fengið annan betri. Kannski vegna þess að hann veit sem er að útilokað er að koma Gylfa frá og ef það tækist yrði að gera málamiðlun um eftirmann hans.

Þarna er ég auðvitað að tala um Vilhjálm Birgison, formann Vlfa Akraness.

Vandi ASÍ er ekki Gylfi Arnbjörnsson. Vandinn er hið sovéska stjórnkerfi sem sambandið byggir á. Gylfi Arnbjörnsson er einungis afleiðing þess vanda. Einskonar slys.

Gunnar Heiðarsson, 8.3.2013 kl. 16:51

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Eiga ekki bara allir sem hafa kost á því að segja sig úr sínu félagi og ganga í Verkalýðsfélag Akraness?

Jósef Smári Ásmundsson, 8.3.2013 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband