Eru kratar deyjandi stofn ?

Í þau fjártán ár sem litla Samfylking hefur verið til, hafa innanflokkserjur einkennt þennan flokk. Einstaka sinnum hafa landsmenn fengið smá innsýn í þá baráttu sem þar fer fram, þó oftast hafi flokknum tekist að fara dult með hana.

Sú breyting sem hefur orðið nú síðustu vikur eru þær að deilurnar hafa opinberast meir en áður. Þær hafa ekkert aukist, enda varla hægt að auka þær meir en verið hefur.

Litla Samfylkingin er sett saman af fólki sem ekki fann sér stað annarsstaðar í pólitík, fólki sem stóð í þeirri trú að þar væri farvegur til metorða. Málefnaleg samstaða er eitthvað sem ekki þekkist innan litlu Samfylkingu, enda enginn málefni til að sameinast um, utan eitt, aðild að ESB.

Afkvæmi litlu Samfylkingar, stóra Samfylking (BF), hefur vissulega valdið miklum taugatitring innan flokksins. Þetta afkvæmi, sem hugsuð var sem stuðningur við Samfylkinguna, óx henni yfir höfuð. Nú má segja að nýji flokkurinn sé aðalflokkur krata, en gamli honum til stuðnings. Það skal þó tekið fram að enn eru nokkrar vikur til kosninga og því gætu hlutföllin breyst aftur, en ljóst er að samanlagt fylgi þessara flokka er langt frá því að vera ásættanlegt fyrir krata. Kratar eru minnkandi stofn, kannski ekki í útrýmingarhættu ennþá, en stutt í það.

Það er því ósköp eðlilegt að þingmenn, sem flestir horfa upp á atvinnuleysi næsta vor, séu ósammála um leiðir. Það er orðið of seint að sýna einhvern þroska, svo allt eins er hægt að enda ferilinn á Alþingi með sama hætti og starfað hefur verið. Í ósátt við allt og alla!

 


mbl.is Ósammála um tillögu Árna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mottó Jafnaðarflokks; allir eiga að vera jafnir, nema auðmanna elítan hún á að vera jafnari en aðrir. Sem sagt allir eru jafnir.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.3.2013 kl. 11:22

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Animal farm?

Gunnar Heiðarsson, 4.3.2013 kl. 11:41

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góð útskýring Gunnar ;>)

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.3.2013 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband