Hvað er eiginlega í gangi ?

Það er ótrúlegt að horfa upp á þann skrípaleik sem ráðherrar stunda þessa dagana. Hver á fætur öðrum flengjast þeir nú fram í fjölmiðla og boða ný frumvörp á Alþingi. Vita þeir ekki að störfum þess er að ljúka á næstu dögum?

"Vönduð vinnubrögð" var boðskapur ríkisstjórnarinnar. Eru það vönduð vinnubrögð að koma fram með frumvörp á lokadögum þingsins? Eru það vönduð vinnubrögð að leggja fram frumvörp sem eru illa eða ekkert undirbúin?

Að vísu eru flest þessara frumvarpa sem ráðherrar eru að leggja fram "kosningavæn", en það er spurning um heillindi þeirra sem hafa haft fjögur ár til að koma fram þessum hugmyndum sínum, en kjósa að bíða til síðustu stundu með það. Bíða þar til öruggt er að afgreiðsla þeirra er útilokuð. Spurning um heillindi þeirra sem nota Alþingi á þennan hátt í kosningabaráttu sinni!

Það vill þjóðinni til happs að nú eru einungis örfáir dagar til þingloka. Á vordögum getur svo þjóðin látið þessa ríkisstjórn fá reisupassann.

 


mbl.is Almannatryggingafrumvarp lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Tetta frumvarp er nu reindaar buid ad vera i smydum i fleiri ar og liklega margir serstaklega eldri borgarar sem fagna tvi,tar sem margir teirra eiga ekki fyrir mat,og tetta frumvarp tekur ad hluta til a teim tjofnadi sem atti ser stad 2009,og tegar maginn er tomur ta held eg ad folki se nokkud sama um alt annad,en er alveg sammala tvi ad margt sem lagt er fram nuna er rugl,og mørg teirra frumvarpa sem løgd eru fram eflaust matt bida eda Tingmenn hefdu att ad syna soma sinn i ad vinna saman ad mikilvægum malum i stqadin fyrir ad vera altaf a moti bara til ad vera a  moti

Þorsteinn J Þorsteinsson, 4.3.2013 kl. 09:25

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er ekki að gagnrýna þetta frumvarp eða innihald þess og reyndar eru mörg þeirra frumvarpa sem ráðherrar leggja fram þessa daganna góð og þörf.

Það sem ég gagnrýni er að þeir skuli vera að leggja þessi frumvörp fram nú, þegar séð er að litlar eða engar líkur eru á að koma þeim gegnum Alþingi.

Það er nefnilega sama hversu gott málefnið er, umræður um frumvörp á Alþingi verða að eiga sér stað. Þingmenn, sem hafa lögsetningavaldið, verða að fá tíma til að skoða hvert mál vel, áður en þeir greiða því atkvæði. Þetta er grundvallar markmið þingstjórnar og lýðræðis.

Ef ráðherrar geta lagt fram frumvarp á síðustu dögum Alþingis og fengið það samþykkt án umræðu, er komið ansi nálægt einræðisstjórn.

Varðandi þann þátt er snýr að eldri borgurum, þá var lúalegt af stjórnvöldum að ráðast gegn þeim hóp eins og gert var 2009. En það var gert og hafi ríkisstjórnin ævarandi skömm fyrir. Enn meiri var þó skömmin þegar þingmenn og fleiri fengu leiðréttingu sinna launa, en aldraðir ekki.

Það þurfti ekki stórt frumvarp til að skerða laun aldraðra og það frumvarp var ekki lagt fyrir Alþingi á lokadögum þess. Það þarf heldur ekki stórt frumvarp til að taka þá skömm til baka. Hefði verið hægt að gera það fyrir löngu síðan og engin ástæða til að geima það til þingloka!

Gunnar Heiðarsson, 4.3.2013 kl. 10:15

3 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

100% sammala ter og sama gildir ju um øryrkja og teir eru ekki einusinni med i tessu frumvarpi,var a fundi tar sem medal annarra var Formadur Framsoknarfloksins her um helgina,,spurdi medal annars  ut i hvad teir hefdu hugsad ser ad gera vardandi sukkid i Lifeyrissjodunum,sem kosta ekki undir 10 Miljørdum a ari,og benti a ad vid erum 330,000 ca med 37 sjodi og allir ad fjarfesta i tvi sama,en Sviar sem eru ju margar miljonir eru med 2 sjodi,lidid virtist hreinlega ekki hafa hugmynd um tessi mal??og Sigmundur sagdi ad erfitt væri ad fækka teim med løgum,en ta spurdi eg hann af hverju tad væri erfidara fyrir Althingi ad fækka sjodunum med løgum,en ad vinna med teim i ad skerda kjør aldradra og øryrkja og ta var enta minna um svør

Þorsteinn J Þorsteinsson, 4.3.2013 kl. 10:22

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Lífeyrissjóðakerfið hefur beðið skipbrot og er svo laskað að það verður ekki sett aftur á flot. Hvernig leysa skuli þann vanda er erfitt að segja, en ljóst að hann verður að leysa með einhverjum ráðum.

Eitt er þó alveg á kristaltæru að aðkoma atvinnurekenda í stjórnir sjóðann er með öllu ótæk. Þessir sjóðir eru að geima sparifé launþega og kemur atvinnurekendum ekkert við.

Vel má vera að hluti lausnarinnar sé falin í því að setja lög sem kveða á um ákveðinn hámarksfjöld lífeyrissjóða. Aðal málið er að ráðast strax í það að sloða hvernig hægt er að gera þetta kerfi þannig úr garði að það skili því verki sem af því er ætlast.

Að því máli þarf að ganga með opnuim hug og án allra fordóma. Eina skilyrðið sem launþegar eiga að setja fram er að atvinnurekendum verði haldið frá stjórnum þessara sjóða. Þeir eiga að hafa sama rétt og hver annar sjóðsfélagi, svo fremi að þeir greiði af sínum launum til sjóðanna. En jafnvel þó þeir hafi sama rétt til sjóðanna, ættu þeir ekki að hafa rétt til setu í stjórnum þeirra.

Mikilvægi þessarar kröfu byggir fyrst og fremst á trúverðugleik sjóðanna. Meðan atvinnurekendur hafa aðgang að stjórnum sjóðanna, er alltaf sá efi til staðar að þeir hygli sínum fyrirtækjum með hagstæðum lánum úr sjóðunum. Þessi staðreynd er þekkt og því víti til varnaðar. Engin lagasetning getur tryggt þetta, önnur en að þeim verði ekki heimilt að sitja í stjórnum sjóðanna.

Gunnar Heiðarsson, 4.3.2013 kl. 10:57

5 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Eg er nu mjøg hlintur hugmyndafrædini a bak vid sjodina.Audvitad er hægt ad fækka teim med lagasetningu og tad ma aldrei ske ad Stjornmalamenn fai fingurnar i ta peninga sem eru i tessum sjodum tvi ta brenna teir fyrst upp.En sukkid felst ju ad storum hluta i tvi ad td voru medallaun arid 2011,6,5-11 miljonir,a sama tima var verid ad greida sjodfeløguma bilin 840-1700,000 a ari,buid er ad skera nydur rettindi um 130 miljarda fra hruni,mestu launahækkanir arid 2012 eru hja lifeyrissjodunum to fylgja Bankarnir fast a eftir,svo hefur tessum snyllingum sem sytja i Rikisstjorn tekist ad auka tekjuteingingar svo mikid ad  fyrstu 73,000 eru tekin kronu moti kronu af 100,000 Kr manadagreidslu eru eftir 9000 Kr netto,tad orsakar ad margir eru ekki ad fa 1 kronu i aukid radstøfunarfe eftir 40 ara sparnad i lifeyrissjod,tessu verdur ekki breitt nema med lagasetningu,tad er hægt ad syna med einføldum røkum ad kerfid ekki kostar undir 10 miljørdum a ari,og td hefur Ragnar Ingolfsson stjornarmadur i VR synt fram a tad i nokrum bloggfærslum(ef googlad er a kostnadur vid rekstur Lifeyrissjodana ta er hægt ad sja tetta) og tar er tetta sett upp a mannamali,td byrta teir aldrei erlendan kostnad svosem umsyslukostnad sem liklega hleipur a Miljørdum bara tar mætti spara storar upphædir med sameinigu 

Þorsteinn J Þorsteinsson, 4.3.2013 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband