Einokunarfyrirtæki í vanda !

Þegar Póst og Síma var skipt upp og stofnuð einkahlutafélög um rekstur þeirra starfsemina, var fullyrt að í engu myndi skerðast þjónusta þessara fyrirtækja frá því sem áður var. Í því tilviki væri eftirlitsstofnun sett á laggirnar og kölluð Póst og fjarskiptastofnun. Hennar hlutverk væri að sjá til þess að þjónusta á sviði póst og fjarskipta í landinu myndu ekki skerðast.

Staðreyndin hefur verið á annan veg. Í hvert sinn sem Íslandspóstur hefur farið fram á að skerða þjónustuna á einhverjum stað á landinu, hefur Póst og fjarskiptastofnun heimilað það. Sveitabæjir sem eru í búskap hafa verið skilgreindir utan byggðar í þessum tilgangi, hvernig í ósköpunum sem það er hægt. Þá hefur póststöðvum fækkað verulega, sem gerir mörgum erfiðara fyrir að sækja þjónustu þessarar stofnunar og oft sem þarf að aka langar leiðir til þess.

Það er auðvitað pólitísk ákvörðun hvort einkavæða eigi starfsemi eins og póst og símaþjónustu. Sú ákvörðun var þó ekki tekin á Alþingi Íslands, heldur út í Brussel og hingað komin í gegnum EES samninginn.

Það er eitt að einkavæða, annað að gera það með þeim hætti að einhverjum einum aðila er falið verkefnið. Forsenda einkavæðingar er að hún leiði til samkeppni, að fleiri en einn aðili hafi möguleika á að sjá um verkið.

En hver á póstþjónustan að vera í landinu? Á hún að ná til allra, óháð búsetu? Á einungis að horfa á arðsemi þjónustunnar? Eða á kannski bara að leggja hana niður og taka upp rafrænan póstburð?

Yfir þetta þurfa stjórnvöld að leggjast og taka ákvörðun um hvert skuli stefnt. Þegar sú niðurstaða fæst á að sjálfsögðu að bjóða þessa þjónustu út. Hugsanlega má skipta landinu niður í smærri svæði og bjóða hvert fyrir sig út. Þannig gætu fleiri komið að þessari þjónustu og samkeppnin aukist. Einokun skilar alltaf óhagræði!

Stjórnvöldum ber síðan að sjá til þess að sú stefna sem tekin er hverju sinni um þessa þjónustu geti gengið. Ef það kostar aukin útgjöld verður svo að vera.

Það er kannski rétt að láta það koma fram að póstburðagjöld á smærri bréf hafa meir en tvöfaldast síðust ár. Það er því holur hljómur frá forsvarsmönnum Íslandspóst, þegar þeir segjast ekki geta rekið fyrirtækið lengur. Þeir eru í skjóli einokunnar en ráða samt ekki við verkefnið. Kannski eitthvað sé að í stjórnun fyrirtækisins?

 


mbl.is Ríkisframlag eða aðhaldsaðgerðir framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Geri það að tillögu minni að höfundur pistils kynni sér stöðu drefingar á sendingum innanlands póstsendingum sem öðrum. 

 70 % af tekjum Íslandspósts kemur  í gegnum samkeppnisrekstur. 30% kemur í gengum bréf í einkarétti og á móti því er Íslandspósti skylt að halda uppi 5 daga dreifingu í viku hverri á 96% landsins. Af þessum einkaleyfisrekstri hefur verið verulegur halli enda er gríðarlegur kosnaður í aldreifingu á Íslandi.

Það er því pólitísk ákvörðun hvernig menn vilja haga þessum málum í framtíðinni þegar einkarétturinn fellur niður og samkeppni verður um almenna bréfið líka sem er það eina í einkarekstri í dag.

Svo til að það sé á hreinu þá er burðargjald fyrir A- bréf á Íslandi innan við meðalag í Evrópu og langt innan við það sem sambærileg vara kostar í þeim löndum sem næst okkur eru.   Það kostar 120 krónur undir A-bréf á Íslandi í dag en sambærilegt bréf kostar 180 krónur í Danmörku og ég reikna með að pistilhöfundur geri sér grein fyrir kostnaðarmun á að dreifa þar eða á Íslandi.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.2.2013 kl. 12:53

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hlutafélagavæðing Pósts og síma árið 1996 var innlend pólitísk ákvörðun tekin þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur höfðu nýjhafið stjórnarsamstarf. Það var stefna þeirra flokka að einkavæða ríkisfyrirtæki og banka. Brussel hefur ekkert um það að segja hvað gert er á Íslandi.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.2.2013 kl. 12:56

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

EES hefur ekkert að gera með málefni á Íslandi?

Það var skrítið, af hverju er þá verið að innlima reglur og lög hér á Íslandi sem eru soðin saman í Brussel.

Kveðja frá London Gatwick.

Jóhann Kristinsson, 26.2.2013 kl. 13:03

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kannski Jón Ingi ætti að lesa minn pistil örlítið betur.

Þar er engin afstaða tekin til þess hvernig tekjuskipting Íslandspóst er, ekki tekin afstaða til þess hvort þjónustan er lítil eða mikil, einungis bennt á að einokun skilar aldrei neinum árangri.

Þá er bennt á þá staðreynd að Íslandspóst hefur tekist að skilgreina byggð bú utan byggðar, nokkuð sem fræðilega er útilokað. Þetta hefur samt fyrirtækinu tekist með hjálp eftirlitsstofnunarinnar sem á að sjá til þess að þjónustan skerðist ekki.

Þá benti ég á þá staðreynd að á allra síðustu árum hafa póstburðagjöld fyrir bréf hækkað um meir en helming. Engar forsendur eru fyrir þeirri hækkun, nema auðvitað einokunin.

Hvort bréfburðargjöld hér er hærri eða lægri en í löndu ESB skiptir engu máli. Staðreyndin er að bréfburðagjöld voru lág hér fyrir örfáum árum síðan, en hafa hækkað um meir en helming á örfáum árum, eins og áður segir.

Nú veit ég ekkert hvort kostnaður við bréfburð hefur hækkað svona mikið í ESB löndum, hin síðari ár, en ef svo er ætti ESB kannski að endurskoða þessa tilskipun sína.

Hitt er svo aftur undarlegt, þegar einokunarfyrirtæki sem virðist hafa eftirlitsstofnun sína í vasanum, getur ekki lengur staðið að þeim rekstri sem því er falið. Þar hlýtur einhver pottur vera brotinn!

Gunnar Heiðarsson, 26.2.2013 kl. 13:08

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Jón Ingi, Póstur og Sími hf var stofnaður 1996. Ég er ekki að skrifa um það fyrirtæki, heldur Íslandspóst, sem er allt annað fyrirtæki.

Eins og ég segi í upphafi pistils míns var Póst og Síma skipt upp. Sú uppskipting kom til vegna tilskipunar ESB. Íslandspóstur var til við þá uppskiptingu!

Gunnar Heiðarsson, 26.2.2013 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband