Sár vonbrigði

Eftir að meirihluti efnahags og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokks hafði komið sér saman um tillögu um afnám verðtryggingar og leiðréttingu lána, í gær, vaknaði örlítil von í hjarta manns að landinu yrði kannski borgið á næsta kjörtímabili. Það eru því sár vonbrigði að sú tillaga skuli hafa verið þynnt svo út að hún er einskis virði lengur.

Það er ljóst, eftir þessi mistök flokksins, að eftir næstu kosningar mun verða erfiðara að mynda nýja ríkisstjórn. Þetta mun valda því að færri gefa Sjálfstæðisflokk sitt atkvæði og næsta víst að útilokað verði að mynda tveggja flokka stjórn.

Það er einnig ljóst að haldi Sjálfstæðisflokkur fast við þessa stefnu í næstu stjórnarviðræðum, er ekki víst að hann komist inn um dyr stjórnarráðsins. 

Þá er deginum ljósara að þessi samþykkt Sjálfstæðisflokksins mun gera nánast útilokað að byggja upp landið að nýju. Þar kemur fyrst og fremst til sú staðreynd að skriða nauðungaruppboða mun skella á þjóðinni og því sífellt færri til að standa að uppbyggingunni, en einnig að þessi samþykkt mun viðhalda þeim djúpstæða ágreining sem er meðal þjóðarinnar.

Þingmenn þessa flokks hafa margoft réttilega bent á að ríkisstjórn Jóhönnu leitar sundrungar þó sátt sé í boði. Ekki verður annað séð en að Sjálfstæðisflokkur ætli að fylgja fordæmi  Jóhönnu í þessum efnum!!

 


mbl.is Fyrirheit „í þágu heimilanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Ekki oft sem ég kem sjálfstæðisflokknum til varnar en ég geri það nú.  Forystan er einfaldlega á jörðinni hvað verðtrygginguna og niðurfellingu skulda varðar.  Með þennan gjaldmiðil sem krónan er þá er ekki hægt að afnema verðtrygginguna.  það sem forystan og sjálfstæðismenn sjá hinsvegar almennt ekki er að það VERÐUR að skipta um gjaldmiðil í þessu landi og það sem allra fyrst.

Óskar, 25.2.2013 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband