Síðasti naglinn í líkkistu VG

Þa hefur VG rekið síðasta naglann í sína líkkistu. Jarðaförin verður auglýst síðar.

Að vanda var fyrrverandi formaður flokksins digurbarkalegur í setningaræðu sinni á landsfundi flokksins. Hann kann vissulega að flytja ræður, þó flest annað í stjórnmálum sé honum framandi. Þar eignaði hann sér persónulega flest það sem gott má telja í íslenskri pólitík, síðustu 15 árin, en sakaði sína pólitísku andstæðinga um allt sem miður hefur farið. 

En það getur reynst erfiðara fyrir Steingrím að telja þjóðinni trú um að Svavarssamningurinn hafi verið Sjálfstæðisflokka að kenna, erfitt fyrir hann að telja þjóðinni trú um að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafi staðið að gjöf tveggja af þrem stæðstu bönkum landsins til erlendra vogunarsjóða. Svona væri hægt að halda áfram.

Og víst er að hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsóknarflokkur stóðu að svikum Steingríms við kjósendur VG í síðustu kosningum. Þann heiður á henn einn, með örlítilli hjálp frá nokkrum þingmönnum flokksins, m.a. hinum nýja varaformanni.

Hitt er svo annað mál að ýmislegt hefur verið vel gert á Íslandi undanfarin 15 ár. VG á þó lítinn þátt í þeim gerðum. Vakning um vernd náttúrunnar var komin á fulla ferð áður en VG var stofnað og víst að það mál hefði fengið jafn gott fylgi meðal þjóðarinnar þó sá flokkur hefði aldrei verið stofnaður. Skuldir ríkissins voru greiddar niður og víst að VG á þar engann þátt. Það varð þó til þess að þegar bankahrunið skall á, var ríkissjóður betur í stakk búinn, þó hann hefði aldrei getað tekið þann skell  einn og sér. Enda vandséð að ríkissjóður eigi að taka á sig skuldir einkabanka.

Um frjálshyggju andskotans, eins og Steingrímur komst svo skemmtilega að orði, þá er það að segja að fáir hafa staðið jafn vel að því að framfylgja honum og einmitt títtnefndur Steingrímur J Sigfússon. Það sannaði hann í allri meðferð á icesavemálinu, þegar hann gaf Aríonbanka og Íslandsbanka, þegar hann dældi út tugum milljarða í gjaldþrota sparisjóði og svona mætti lengi telja. Það sem hefur einkennt störf Steingríms, þegar hann loks komst til valda, var að aldrei stóð á fjármagni þegar bankarnir kölluðu, en þegar grunnþjónustan æmti var eyrum lokað, þegar gamla fólkið vill fá leiðréttingu sinna skerðinga er litið í aðra átt og þegar fjölskyldur landsins koma skríðandi undan þunga stökkbreyttra lána, er nánast hlegið. 

Björn Valur Gíslason, nýkjörinn varaformaður VG, er nú nærri því að tryggja sér sæti á Alþingi, eitt kjörtímabil enn. Hann mun auðvitað verða færður í hærra sæti sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, í kraft stöðu sinnar innan flokksins. Þá verður ekkert hlustað á eða farið eftir vilja flokksmann í kjördæminu, sem afþökkuðu þennan pörupilt í prófkjöri flokksins.

Alþingi mun sitja niður ef hann verður þar innandyra næstu fjögur árin. Hann er búinn að skila sínum tíma þar og gott betur.

En sennilega þarf þó ekki að hafa áhyggjur af þessu. Val Björns Vals í varaformann flokksins mun fæla marga kjósendur frá VG, hugsanlega nógu marga til að flokkurinn nái ekki inn manni.

Kjósendur átta sig á því að Steingrímur mun standa við þau orð sín að vera ekki í aftursætinu, hann mun sitja við hlið hins nýja formanns og grípa um stýrið eftir þörfum. Björn Valur mun svo liggja í gólfinu og spila á petala bílsins, eftir skipunum frá Steingrími.

Kata mun einungis breyta ásýnd VG, pólitískt starf flokksins mun ekkert breytast, enda í sjálfu sér engin breyting orðið önnur en sú að nú hefur Steingrímur rakkann sinn Björn Val enn nær sér!


mbl.is Björn Valur kjörinn varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er magnað þegar kjánarnir kjósa hirðfíflið til að stýra sér.

Björn (IP-tala skráð) 23.2.2013 kl. 16:05

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Björn Valur hefur komið því svo fyrir að það verða fáir sem koma til með að kjósa (VG) í vor, vegna þess hve óvinsæll hann er.

Hvað þarf oft að segja honum við viljum þig ekki?

Komdu þér heim til þín akureyringar mega eiga þig, því þaðan komstu.

Það verður engin af (VG) frambjóðendum á Alþingi eftir næstu kosningar. Sem betur fer þá er 5% reglan ennþá í gildi.

Kveðja frá London Gatwick.

Jóhann Kristinsson, 23.2.2013 kl. 16:33

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Frábært Gunnar og þakka þér fyrir. 

Mjög líkt og margir hafa eflaust hugsað, en ég var ekki búin að finna leið til að segja það.  En þannig er að ef eingin hælir manni þá verður maður að gera það sjálfur eins og Steingrímur. 

En það besta er að froðusnakkurinn Björn Valur skuli endanlega ætla að salta skrípaflokkinn Vinstrigræna í gröf sinni.  Hún Katrín með veltihausinn veltir svo bara hausnum svo sem verið hefur.

Hrólfur Þ Hraundal, 23.2.2013 kl. 17:08

4 identicon

Góður pistill Gunnar. Takk fyrir þetta.

Ásgeir (IP-tala skráð) 23.2.2013 kl. 17:12

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Varðandi orð þín Jóhann Kristinsson þá tel ég að það ætti að vera að minnstakosti 10%  vegna þess að því fleiri flokkar sem komast á legg eftir kostningar, því meira plott og óskilvirkni.  

Hrólfur Þ Hraundal, 23.2.2013 kl. 17:17

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Fjórflokkurinn verður sá eini sem heldur lífi eftir næstu kosningar með smábreytingu, það verða (SF), (F), (BF) og (S) sem verða með þingmenn.

Restinn af flokkunum hafa ekki sjéns í 5% fylgi.

Svo næsta haust þá sameinast (SF) og (BF) af því að þessir flokkar eru alveg eins, svo sagði Jóhanna Sig. og þá verður þetta þríflokkarnir.

Kveðja frá London Gatwick.

Jóhann Kristinsson, 23.2.2013 kl. 17:31

7 identicon

Fyrrverandi formaður sértrúarflokksins gefur skipun til sauðanna. Þið kjósið Björn Val,( þótt hann sé skítapappír) því hann er mín málpípa.

Ég hætti ekki að stýra ( sektinu), því ég á ykkur og þið gerið það sem ég vil.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.2.2013 kl. 19:15

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Björn Valur var feldur í forkosningum, ég trúi ekki að þessi maður hafi nokkurn sjéns að komast á þing aftur um aldur og ævi.

VG áhángendur gerið þið mig að lygara, þegar ég skrifaði Björn Valur kemst aldrei á þing aftur, enjoy Björn, þú verður rekinn í vor.

En sem betur fer þá styrkir þetta fylgi (F) og kanski (S) ef það verður sett í the manifesto frá Landsfundi (S) að verðtryggingin verði gerð ólegleg. Ef ekki þá verður (S) í stjórnarandstöðu næstu 4 árin.

Kveðja frá London Gatwick.

Jóhann Kristinsson, 23.2.2013 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband