Verðtrygging er engin lausn

Það er ábyrgðarleysi að fullyrða að bann við vertryggingu neyslulána sé ekki lausn, en koma ekki með raunhæfa tillögu í staðinn. Ábyrgðarleysið felst ekki á því að vilja banna vertrygginguna, heldur í því að koma ekki með raunhæfa lausn.

Bann við verðtryggingu er eina leiðin til að rjúfa þann vítahring sem lánþegar eru staddir í. Einungis þannig er geta menn eygt von. Með áframahldi verðtryggingar mun alltaf halla á lántakendur, þeirra verður alltaf byrgðin, meðan lánafyrirtækin hafa bæði belti og axlarbönd.

Hitt er rétt að það er nauðsynlegt að koma böndum á verðbólguna. Ein af forsendum þess er að afnema vertryggingu, þar sem vertryggingin er verbólguvaldur. En jafnvel þó verðbólgan næðist niður á núllið og það tækist að halda henni þar næstu árin, hjálpar það ekki þeim sem nú sitja uppi með verðtryggðu og stökkbreyttu lánin. Vertryggingin er þess eðlis að allar hækkanir sem falla á lánin eru þar fastar og engin von til að þau lækki aftur. Þau geta einungis hækkað!

Að ná tökum á verðbólgunni er því algjörlega óháðlausn vanda lántakenda, það er lausn sem nauðsynleg er til landið geti blómstrað um alla framtíð. Eftir situr lánþeginn með sitt stökkbreytta lán og meðan svo er mun verða erfitt að byggja landið upp aftur, ef ekki ómögulegt.

Þær lausnir sem Sjálfstæðisflokkur hefur boðað í aðhaldi á ríkisrekstri eru ágætar. Þær eru vel til þess fallnar að taka hér upp ábyrga stjórn í ríkisrekstri og að ná tökum á verðbólgu. En því einungis ef vertrygging verði afnumin. Það er því vonbrigði að sjá hversu mikið skilningsleysi virðist ríkja innan flokksins á þeim vanda sem lánamál heimilanna eru. Þann vanda verður að leysa, án lausnar hans er utilokað að nokkurntímann gefist tækifæri til að koma ríkisrekstrinum á réttan kjöl, útilokað að koma böndum á verðbólguna, reyndar útilokað að byggja landið upp aftur.

Sjálfstæðisflokkurinn, stæðsti stjórnmálaflokkur landsins, verður að átta sig á því að Ísland er fyrst og fremst þjóðin sem þar býr og að þjóðin er fólkið sem hana skipa. Meðan fólkinu er látið blæða, blæðir þjóðinni og Íslandi mun blæða út.

Þetta er ekki flókið.


mbl.is Engin lausn að banna verðtryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það sem að vantar í umræðuna er að verðtrygging er víða til.

Hvað sem er haft sem vísitala, neysluverð, launaþróun (eins og Íbúðalánasjóður nú) eða einhverjar sértækar vísitölur eins og vísitöllu byggingarverðs.

Það sem vantar hér er blanda af agaðri hagstjórn og raunverulegum tækjum GEGN verðtryggingu.

Verðblindni þjóðarinnar kemur að mestu í veg fyrir þetta enda berum við einkar illa skynbragð á hvernig verð myndast og gleypum hrátt að línuleg tengsl séu eðlileg (ef laun hækka um 5% þurfi vöruverð að hækka 5% eins og 100% af kostnaði verslunar séu mannalaun)

Indexation = verðtrygging

http://en.wikipedia.org/wiki/Indexation

CPI = vísitala neysluverðs

http://en.wikipedia.org/wiki/CPI

Óskar Guðmundsson, 22.2.2013 kl. 19:20

2 identicon

Það fer eftir því hvaða vandamál skal leysa hvort verðtrygging sé lausn. Ætlir þú að auka sparnað, verja lífeyrissparnað landsmanna og auka framboð á langtímalánum og húsnæði þá er verðtrygging eina lausnin í þjóðfélagi þar sem verðbólga fer oft yfir 10% á ári og yfir 100% eitt árið annan hvern áratug. Þannig hefur ástandið verið síðan löngu fyrir daga verðtryggingar og ekki að sjá að verðtryggingin hafi haft nokkur áhrif, hvorki til lækkunar eða hækkunar, á verðbólguna þó fræðilega megi halda hvoru tveggja fram.

Franklin (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 19:34

3 identicon

Kjarnyrtasta grein sem um púkann á fjósbitanum sem um getur:

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast

Hrúturinn (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 19:37

4 identicon

Hvernig væri líka að minnast á taumlaus útlán púkanna í bankakerfinu sem veðja á og eru tilberar verðbólgudraugsins!

Draugabaninn (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 19:42

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Grein Ólafs Margeirssonar staðfestir minn pistil. Verðtrygging lána gerir stjórnvöldum útilokað að stýra hagkerfinu og þegar verr árar og minna fé er til í hagkerfinu, fá lántakendur sjálfkrafa "lán" til að halda uppi neyslunni, sem í raun engin innistæða er fyrir. Þetta "lán" festist við höfuðstól verðtryggða lánsins og fer ekki þaðan fyrr en lánið hefur verið greitt að fullu.

Það sem gerðist við bankahrunið er aftur alvarlegra mál. Þar var kosnaður af hruninu að stórum hluta velt sjálfkrafa á lántakendur, án þess þeir hafi neitt til þess unnið. Enginn annar hópur í þjóðfélaginu lennti í slíku. Aðrir sem töpuðu, s.s. hlutabréfakaupendur, höfðu lagt sitt fé í áhættusamar fjárfestingar. Þeir völdu þá leið.

Þeir sem tóku lán fyrir eigin húsnæði höfðu ekki val, verðtryggð lán voru ein í boði, fyrir utan þann stutta tíma sem ólöglegu gengisbundnu lánin voru í boði. 

Gunnar Heiðarsson, 22.2.2013 kl. 20:17

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hverskonar lausn er það eiginlega að halda áfram með verðtryggingu?

Indexation considered harmful - bofs.blog.is 

Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2013 kl. 20:34

7 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Já verðtryggingin er alveg örugglega mjög verðbólguhvetjandi/valdandi. Enda var verðbólga nánast óþekkt fyrirbæri í Íslandi áður en verðtryggingin var tekin upp.

Jón Bragi Sigurðsson, 22.2.2013 kl. 21:04

8 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég man vel eftir árs vöxtum á bilinu 30-40 % þegar verðbólga var sem mest kringum 1980,þó voru þessir vextir neikvæðir og bankastofnanir að tæmast og mjög erfitt að fá nokkur lán. Helst var það í gegnum pólitíkusa að þeir gátu kríað eitthvað út úr bönkunum.

Ragnar Gunnlaugsson, 22.2.2013 kl. 21:43

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég held að sjálfstæðismenn verði að gera sér grein fyrir því að það verður að meðhöndla hænuna samfara egginu-og öfugt.verðtryggingin eykur á verðbólguna vegna visitölutengingar.Og ef þeir ætla sér að halda verðtryggingunni leysir það engan veginn vanda launamanna sem sitja alltaf eftir.og í raun mega engin laun hækka án þess að verðbólgan fari af stað.Mér finnst þetta vera rugl.Er ekki full þörf á utanþingsstjórn .Við getum ekki látið þetta fólk stjórna landinu lengur.

Jósef Smári Ásmundsson, 22.2.2013 kl. 21:43

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Bragi.

Áður en verðtryggingin var tekin upp voru það stjórnvöld sem prentuðu sér hallann í hvert í sinn sem þau voru búin að setja ríkissjóð á hausinn og felldu þannig gengið. Eftir 1979 hefur verðtryggingin séð um að gera þetta sjálfkrafa, en snilldin við er að heimilin fá alltaf reikninginn beint í hausinn.

Ég vil frekar að stjórnmálamaður sem ég get kosið eða ekki (eða steypt honum af stóli jafnvel), haldi um spottana á þessu, heldur en sjálfvirk vítisvél sem enginn kann að stjórna og er ekki hægt að slökkva á.

Það er ekkert sem segir að við getum ekki losnað við hvorutveggja:

1) Verðtryggingu og,

2) afglapa stjórnmálamenn sem halda að peningaprentun leysi eitthvað.

Ef við losnuðum við bæði gætum við haft stöðugasta gjaldmiðil heims.

Það er að segja ef það er þá það sem fólk vill endilega... ?

Við gætum líka farið styttri leiðina í hina áttina og tekið verðtryggðu krónuna upp sem ríkisgjaldmiðil. Hún er alveg klettstöðug er það ekki?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.2.2013 kl. 00:17

11 identicon

Fyrstu ár verðtryggingarinnar var genginu stjórnað af stjórnvöldum. Þá var gengið ekki fljótandi eins og síðar varð en í höftum eins og nú er. Síðan eftir að gengið var sett á flot og höftum aflétt þá var seðlabankinn samt að reyna að stjórna genginu með kaupum og sölu til 2001. Þannig að eina raunverulega reynslan af áhrifum verðtryggingar á verðbólgu eru árin milli 2001 og 2008. Þá verður fólk bara að skoða það sjálft hvort það hafi átt í erfiðleikum með verðbólgu og verðtrygginguna þau ár.

Verðbólga, eftir að verðtrygging var sett á, hefur ætíð verið hæst þegar stjórnvöld réðu genginu og þarmeð verðlagi í landinu. Og verðbólga hefur ekki mælst lægri frá liðveldisstofnun en þegar verðtrygging var á og stjórnvöld létu vera að fikta í genginu.

Hurðir (IP-tala skráð) 23.2.2013 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband