Kjarkleysi hrossakaupmannsins

Þór Saari hefur verið duglegur að gagnrýna störf Alþingis, þann stutta tíma sem hann sjálfur hefur setið þar. Vissulega má segja að stundum sé ekki vanþörf á, en ætti hann þá ekki sjálfur að sýna gott fordæmi?

Vantrausttillaga á sitjandi ríkisstjórn er alvarlegt mál, ein stæðsta tillaga sem nokkur þingmaður getur lagt fyrir Alþingi. Slíkt er ekki gert í ofboði, eða að óathuguðu máli. Sá sem slíka tillögu flytur ber mikla ábyrgð og tilgangur hennar er einungis einn, að fella sitjandi ríkisstjórn. 

Þór Saari ætlaði hins vegar að nota þetta vopn í öðrum tilgangi, sem kúgunarvopn á ríkisstjórnina. Þar sýndi hann í verki að enginn þingmaður nær honum í hræsni. Að ætla að nota jafn alvarlega tillögu sem vantrausttillögu til að reyna að kúga sitjandi ríkisstjórn hefur aldrei áður verið gert. Þessi tillaga er mikilvægari en svo að þingmenn hafi hana í flimtingum, þar til nú. Vanvirðingin sem Þór sýnir Alþingi með þessu er algjör.

Kjarkur Þórs er ekki mikill. Hann brast þegar stjórnvöld  óskuðu flýtimeðferðar. Hans hugmynd var að bíða í nokkra daga og að á þeim tíma gæti hann náð fram einhverjum loforðum frá ríkisstjórninni. Hans meining var aldrei að þessi tillaga yrði tekin til afgreiðslu. Þegar að því stefndi, brast hann kjark!

Það hlýtur einhver þingmaður, sem annt er um lýðræðið, að leggja fram tillögu fyrir þingið um að skoða hvort kjörgengi Þórs sé enn virkt, samkvæmt 46. grein stjórnarskrár. Sá sem notar jafn alvarlega tillögu sem vantrausttillögu í hrossakaup innan Alþingis, hlýtur að hafa fyrirgert rétti sínum til setu þar.

Lægra verður varla lagst!!

 


mbl.is Þór dregur tillögu sína til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband