Undarlegar fréttir á RUV

Það virðist enginn kannast við þær "samningaviðræður" sem RUV segir að séu milli stjórnarflokkanna og Framsóknar um framhald stjórnarskrármálsins. Jafnvel hefur heyrst frá fréttastofu RUV að Sjálfstæðisflokkur sé hafður með í ráðum.

Formenn beggja stjórnarandstöðuflokkanna kannast þó ekki við að neinar viðræður séu í gangi og nú segir fulltrúi Framsóknar í Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að engar viðræður standi yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu um málið.

Hvað veldur því að fréttastofa RUV flytur þessar fréttir sólahringum saman, er illskiljanlegt. Er verið að hafa fréttastofuna að fífli og ef svo er hver gerir slíkt og hvað græðist á því? Er tryggð fréttastjórans svo mikil við sinn flokk að hann lætur undirmenn sína fara með ósannindi fyrir þjóðin?

Hitt er orðið deginum ljósara að stjórnarskráfrumvarpið er strandað á skeri. Það vill stundum ske, þegar kúrsinn er ekki tekin í upphafi ferðar, heldur ætt af stað og treyst á guð og lukkuna. Slíkir skipstjórar hafa sjaldan verið aflasæknir.

Nú er svo komið að ekki verður bjargað hinu strandaða frumvarpi. Það hefur staðið of lengi á skerinu og er orðið of laskað til að koma því á flot aftur. Var reyndar ekki burðugt fyrir.

Nú er mikilvægt að gera stjórnarþingmönnum grein fyrir stöðunni, þeir átta sig greinilega ekki á hvert komið er. Síðan er hægt að nota þá örfáu daga sem eftir eru af þessu þingi til að afgreiða nauðsynlegustu mál. Má þar sem dæmi nefna afnám verðtryggingar.

Ef stjórnarflokkarnir ætla að halda málinu til streitu og sóa þeim þingdögum sem eftir eru í þetta mál, er allt eins hægt að slíta Alþingi strax. Þær breytingar sem þarf að gera á frumvarpinu eru einfaldlega of miklar að tíminn til þess er ekki nægur, jafnvel þó allir þingmenn legðust á eitt. Þá er eftir að meta áhrif þessa frumvarps á þjóðfélagið, en slíkt verður að gera áður en það er samþykkt. Slíkt mat gæti tekið vikur eða mánuði.

Það verður að segjast eins og er að áætlanir stjórnarflokkanna virðast ætla að takast 100%.

Að sjá til þess að tvö af helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar hafi verið haldið í gíslingu allt kjörtímabilið, svo þau nái ekki fram fyrir lok þings, hefur verið markviss stefna stjórnarflokkanna. Þetta eru stjórnarskrárbreyting og fiskveiðifrumvarp. Þarna telja stjórnarflokkarnir sig fá sitthvort málefnið til að nota sem kosningamál í baráttunni fyrir næstu kosningar, Samfylkingin stjórnarskránna og VG fiskveiðifrumvarpið. Það skýrir kannski þennan undarlega fréttaflutning RUV, að þar á bæ sé verið að búa þjóðina undir að meðtaka "réttan" sökudólg!

Staðreyndin er að bæði þessi mál hafa verið tafin af ríkisstjórninni sjálfri. Alþingi og þá um leið stjórnarandstaðan fékk ekki aðkomu að stjórnarskrármálinu fyrr en rétt fyrir jól og fiskveiðifrumvarpinu núna á allra síðustu dögum. Bæði eru þessi mál svo stór að Alþingi hefði ekki veitt af heilum vetri til að afgreiða þau. En ríkisstjórnin vildi það ekki. Hún vildi einfaldlega ekki afgreiða þau!

Hún vildi fá þessi mál til að breiða yfir skítinn sem hún skilur eftir sig. En þjóðin áttar sig á svona plotti og því munu þessi mál einungis auka þann skít sem ríkisstjórnin skilur eftir sig. Þjóðin mun meta verk ríkisstjórnarinnar sem og verkleysi. Þessi mál munu vissulega falla þar undir.

Ef vilji hefði verið innan ríkisstjórnarinnar til að afgreiða þessi mál, hefði hún hæglega getað afgreitt þau til Alþingis miklu fyrr, jafnvel haustið 2011. Þá hefði gefist nægur tími til að afgreiða þau fyrir þingslit, með sóma!!

 


mbl.is Stjórnarskrármálið búið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er ekki laust við að þetta sé búið að vera klúður út í eitt, og það eina sem stendur eftir er peningareyðsla sem við Þjóðinn hefðum svo sannarlega geta notað í betri verkefni...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.2.2013 kl. 06:57

2 identicon

Betri not hefðum við haft af arðgreiðslum úr auðlindum landsins sem í dag renna í vasa fárra einstaklinga. Þetta mál sýnir okkur fyrir hvaða öfl þessir flokkar vinna sem hafa stöðvað afgreiðslu með málþófi sínu.

Jón Páll Garðarsson (IP-tala skráð) 20.2.2013 kl. 07:24

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt Jón, þetta mál sýnir undirlægjuhátt stjórnarflokkanna.

Um málþófið sem þú nefnir, þá hafa stjórnarandstöðuflokkarnir ekki enn náð að virkja það vopn sitt. Ríkisstjórnin á ein allan heiður af því hvernig komið er.

Gunnar Heiðarsson, 20.2.2013 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband